Fleiri fréttir

Heiðrar minningu Þor­láks með því að hlaupa til styrktar Píeta

Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til minningar um bróður sinn, Þorlák Inga Sigmarsson, sem féll fyrir eigin hendi í desember síðastliðinn, aðeins tuttugu og eins árs gamall. Öll áheiti munu renna óskipt til Píeta samtakanna, en Þorlákur hafði nýtt sér samtökin þó nokkrum sinnum áður en hann kvaddi.

Fyrr­verandi eigin­maður Brit­n­ey Spears opnar sig

Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja.

Dýrið hlaut verð­laun í Cannes

Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Á 44. degi blæðinga eftir bólu­setningu og fær engin svör

Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á.

Tveir menn fundust látnir í lúxu­s­villu Gianni Ver­sace

Tveir karlmenn fundust látnir í gærmorgun í Miami á hótelherbergi í lúxusvillu sem áður var í eigu tískumógúlsins Gianni Versace, sem var myrtur í húsinu fyrir 24 árum síðan. Dauðsföllin eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Miami.

Insta­gram­reikningar Birgittu Lífar, Binna Glee og Bassa komnir í loftið

Instagram-reikningar Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og eiganda Bankastræti Club, Bassa Maraj og Binna Glee, áhrifavalda, hafa opnað aftur eftir að þeim var lokað af hakkara í vikunni. Þau eru þau einu af þeim fjölmörgu, sem hakkarinn beindi spjótum sínum að, sem hefur endurheimt Instagram-síðuna sína.

Veldið stækkar og barn númer tvö á leiðinni

Lífið og lánið virðist leika við rapparann Herra Hnetusmjör þessa dagana, sem og blessað barnalánið. Sara Linn­eth Castañeda kærasta Árna Páls tilkynnti í dag að von væri á þeirra öðru barni. 

Brit­n­ey vill kæra pabba sinn fyrir mis­notkun

Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær.

Myrtu alla James Bond

Netverjar nokkrir tóku sig til og bjuggu til dauðasenur fyrir hvern James Bond, það er hverja útgáfu njósnarans sem leikin er af hverjum leikara. Netverjarnir sem um ræðir eru tæknibrellusérfræðingar sem halda úti YouTube-rásinni Corridor Crew.

Efna til garðveislu að evrópskri fyrirmynd í Laugardalnum

Tónlistar og matarhátíðin Garden Party verður haldin í fyrsta skipti á grasbala Þróttara í Laugardal þann 14. ágúst. Hátíðin, sem stendur yfir frá hádegi til 21:30, er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér í öruggu og hlýlegu umhverfi.

Britney fær að velja sér lögmann

Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum úrskurðaði í nótt að poppstjörnunni Britney Spears sé heimilt að ráða sér lögmann.

Druslugangan handan við hornið

Druslugangan verður gengin í tíunda skiptið laugardaginn 24. júlí. Gengið verður af stað klukkan 14 frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll þar sem ræður og tónlistaratriði taka við.

Vara­þing­maður ætlar að kenna ný­liðum á sveita­balla­menninguna

Hið árlega Ögurball verður haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 17. júlí. Aðgöngumiða fylgir tjaldstæði, aðgangur að sveitaballinu og rabarbaragrautur með rjóma. Hátíðin byrjar með barsvari föstudagskvöldið 16. júlí, fylgt eftir með brennu og brekkusöng um kvöldið.

Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur

Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur.

Sjokk fyrir alla að bólu­settur hafi smitast

Rekstrarstjóri Bankastræti Club, þar sem upp kom smit hjá starfsmanni sem var á vakt á föstudags- og laugardagskvöld, segir það hafa verið mikið sjokk að bólusettur starfsmaður hafi smitast. Hún telur ekki að smitið muni hafa áhrif á rekstur staðarins en hann verður opinn um næstu helgi.

„Mér er sama þó brjóstin nái niður að nafla“

Leikkonan Gillian Anderson hefur hlotið mikið lof á samfélagsmiðlum fyrir að hafa lýst því yfir í beinni útsendingu á Instagram að hún sleppi brjóstahöldurum alfarið þessa dagana. Anderson, sem er 52 ára gömul, er þekktust fyrir leik sinn í The X-files, The Crown og Sex Education.

Kyn­líf­stækja­verslun skot­spónn Insta­gram­hakkarans

Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði.

Þórunn gerðist kaupakona í sveit og giftist bóndanum

Þórunn Egilsdóttir alþingismaður, sem lést síðastliðið föstudagskvöld, lýsti því á Stöð 2 fyrir níu árum hvernig það kom til að Reykjavíkurstúlka gerðist sauðfjárbóndi á afskekktum sveitabæ hinumegin á landinu.

Rappari myrtur í beinni út­sendingu

Rappari frá Los Angeles í Bandaríkjunum var myrtur í síðustu viku á meðan hann var í beinni útsendingu á Instagram-síðu sinni.

Hver stjarnan á fætur annarri fyrir barðinu á hakkaranum

Sunneva Einarsdóttir, strákarnir í Æði, Ástrós Trausta og Dóra Júlía eru á meðal fjölmargra nýrra fórnarlamba hakkara nokkurs sem hefur tekið yfir hvern Instagram-reikninginn á fætur öðrum undanfarinn rúman sólarhring.

Magnús Kjartan Eyjólfs­son stýrir Brekku­söngnum

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi.

Halda loks opnunarpartí eftir tveggja ára lokun

Skemmti- og tónleikastaðurinn Húrra í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur opnar dyr sínar aftur fyrir gestum í opnunarpartíi á föstudaginn. Á dagskrá er djamm, og það er opið til hálffimm eins og áður fyrr.

Jones úr Sex Pi­stols syrgir tapið með til­finninga­þrungnum blús

Steve Jones, gítarleikari pönksveitarinnar Sex Pistols, syrgði tap Englendinga gegn Ítalíu á EM í gær eins og margir samlandar hans hafa líklega gert. Jones birti myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann spilar tilfinningaþrunginn blús á gítarinn inni á baðherbergi heima hjá sér.

Frosti og Helga eignuðust dreng sem var strax nefndur Máni

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og konan hans Helga Gabríela Sigurðar eignuðust sitt annað barn um helgina. Drengurinn fæddist á tíunda tímanum og var þegar í stað nefndur Máni Frostason í höfuðið á Mána Péturssyni, sem fer með umsjón útvarpsþáttanna Harmageddon á X-inu ásamt Frosta.

Cowell breytti reglunum fyrir níu ára óperusöngkonu

Simon Cowell, dómari í hæfileikaþáttunum America‘s Got Talent, breytti reglum þáttanna í vikunni vegna níu ára óperusöngkonu. Victory Brinker kom síðast fram í síðasta þætti AGT og sló hún heldur betur í gegn.

Kasta þúsundum fiska úr flugvél

Veiðiverðir í Utah í Bandaríkjunum hafa í vikunni kastað gífurlegum fjölda fiska úr flugvél. Flugvélin er með sérstakan tank og er notuð til að flytja fisk í stöðuvötn sem finna má á fjöllum í ríkinu og göngumenn veiða gjarnan í.

Guðlaugur Þór á Wembley

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er staddur í London. Í kvöld fór hann ásamt Ágústu Johnson, eiginkonu sinni, á úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta milli Ítalíu og Englands.

Féll fyrir brúð­kaupum þegar hún gifti sig og gerðist brúð­kaupsplanari

Þegar Alina Vilhjálmsdóttir missti vinnuna í byrjun árs 2020 ákvað hún að hella sér í brúðkaupsbransann. Hún stofnaði fyrirtækið Andatakið þar sem hún fór að bjóða upp á persónuleg boðskort og annað bréfsefni tengt brúðkaupum. Það vatt þó hratt upp á sig og nú er Alina farin að skipuleggja brúðkaup frá A til Ö fyrir aðra.

Vilja 18,5 milljónir frá Dua Lipa vegna myndar á Instagram

Fyrirtæki hefur höfðað mál gegn bresku tónlistarkonunni Dua Lipa vegna myndar sem hún birti á Instagram. Myndin var tekin af svokölluðum paparassa, ljósmyndara sem tekur myndir af frægu fólki og eltir það jafnvel, á flugvelli þar sem hún stóð í röð.

„Mig langaði bara að sofna og ekki vakna aftur“

„Og svo rétti hún mér bara barnið. Ég fann hvað ég varð máttlaus og gat ekki haldið á barninu. Þetta var ekki það sem ég þurfti að heyra þegar ég fékk hann fyrst í fangið,“ segir Helga Sigfúsdóttir.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.