Fleiri fréttir

Auður og krassasig leita að leigjendum í nýja hljóðverið

Tónlistarmennirnir Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, og Kristinn Arnar Sigurðsson, betur þekktur sem, krassasig, vinna nú að því að opna nýtt hljóðver fyrir tónlistarmenn og óska þeir félagar eftir áhugasömum leigjendum í samtali við Vísi.

Egill Ploder og Svala Björgvins gefa út jólalag

„Jólalagakeppni Brennslunnar var eitthvað sem var ákveðið að fara í seint í ágúst. Reglurnar voru þær að við máttum hafa samband við einn pródúsent og fá annan listamann til þess að vera með okkur á laginu. Einhvern veginn endaði það þannig að ég stóð einn eftir með tilbúið lag en hitt náðist ekki fyrir tíma,“ segir Egill Ploder sem hefur því gefið út jólalag með Svölu Björgvinsdóttur og ber lagið heitið Undir mistilteini. Hann vann lagið ásamt Svölu og Inga Bauer.

„Ég veit að börnin mín eru stolt af mér“

Silja Rut Sigurjónsdóttir er einstæð þriggja barna móðir og eitt barnanna hennar er langveikt. Hún lét drauminn sinn rætast í ár og útskrifaðist sem flugmaður. Hún hvetur foreldra í þessari stöðu til að reyna að láta draumana rætast.

Opnaðist fyrir sköpunargáfuna eftir sáran missi

„Ég skrifaði undir og ég er ennþá í dag að átta mig á því að það hafi bara gerst,“ segir Karítas Óðinsdóttir tónlistarkona í samtali við Vísi. Karítas er ein af þeim ungu og hæfileikaríku söngkonum sem vert er að fylgjast vel með. Hún er 28 ára gömul, fædd og uppalin í Borgarfirði og hefur tónlist verið stór hluti af hennar lífi frá unga aldri.

Stjörnulífið: Aðventan fer vel af stað

Stjörnulífið þessa helgina heldur áfram að litast af hertum takmörkunum sem tóku gildi á landinu fyrir nokkrum vikum en fyrsti í aðventu var í gær og héldu margir upp á þann dag í faðmi fjölskyldunnar.

Tók saman lista yfir fjölmennustu íslensku Facebook-hópana

„Ég veit náttúrlega að þetta er ekki endilega tæmandi listi en ég er orðinn nokkuð vongóður um að maður sé búinn að taka saman megnið af fjölmennustu íslenskum hópum með þessu,“ segir tölvunarfræðingurinn Daníel Brandur Sigurgeirsson í samtali við Vísi. Daníel tók á dögunum saman lista yfir fjölmennustu Facebook-hópana á Íslandi og birti í færslu á sinni Facebook-síðu. Yfir hundrað hópar eru á listanum sem enn fer vaxandi.

Segir endurfjármögnun „besta tímakaup sem fólk getur haft yfir ævina“

„Sjálfur hef ég endurfjármagnað þrisvar sinnum á síðustu 18 mánuðum en ég mæli með að fólk skoði sín mál á eins til þriggja ára fresti eða jafnvel oftar,“ segir fasteignasalinn Páll Pálsson. Hann ráðleggur fólki að fylgjast með fréttum um vaxtabreytingar bera saman lánið sem það er með við lánið sem það gæti fengið.

Upprunalegi Svarthöfði er dáinn

David Prowse, líkamsræktarmaðurinn sem lék óþokkann Darth Vader, eða Svarthöfða, í Star Wars, er dáinn. Hann var 85 ára gamall og er sagður hafa dáið eftir skammvinn veikindi.

„Ég var orðin þreytt á höfnunum á vinnumarkaði“

„Ég hef rekið lítið fyrirtæki að heiman frá árinu 2018 en samhliða því verið að leita mér að vinnu þar sem ég get nýtt mína menntun, notið félagsskaps í vinnunni og gert það sem ég hef áhuga á. Hingað til hefur það ekki gengið og í byrjun árs ákvað ég að taka smá pásu í því þar sem fjöldi neitana var orðin yfirþyrmandi,“ segir Halldís Guðmundsdóttir. Eftir að vera búin að vera heima í heilt ár ákvað hún svo að skapa eigin tækifæri.

Braust inn í sundlaug, stundaði kynlíf og er stolt af því

Leikkonan og útvarpskonan Steiney Skúladóttir segist hafa brotist inn í sundlaug og stundað þar kynlíf í kórónuveirufaraldrinum. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Einhleyp, einmana og eirðarlaus sem þau Pálmi Freyr Hauksson stýra í Útvarpi 101.

Bríet sætir hótunum eftir árás á Instagram-reikning hennar

Óprúttnir aðilar hafa hakkað sig inn á Instagram-reikning sönkonunnar Bríetar og beita hana nú kúgunum. Bríet greinir sjálf frá þessu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún óskar eftir aðstoð við að endurheimta reikninginn.

Dauð­sér eftir fram­hjá­haldinu

Rokkstjarnan Ozzy Osbourne segist ekki vera stoltur af því að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni Sharon. Hjónin hafa verið gift frá árinu 1982 en slitu samvistir árið 2016 eftir að upp komst um framhjáhald Ozzy.

Sara segist hafa flúið Ísland eftir langt ofbeldissamband

Sara Piana sem hefur í gegnum árin verið umtöluð á Íslandi, hefur hingað til ekki farið í viðtöl í íslenskum fjölmiðlum, en fannst tími til kominn að segja sögu sína, einkum og sér í lagi þar sem hún er nú alfarið flutt til landsins og ætlar að hefja hér næsta kafla í sínu lífi.

Perry og Hurwitz trúlofuð

Leikarinn Matthew Perry og Holly Hurwitz eru trúlofuð en Perry er frægastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en þar fór hann með hlutverk Chandler.

Kristján kominn með nafn Svölu á úlnliðinn

Kristján Einar Sigurbjörnsson lét í vikunni flúra á sig nafn kærustunnar sinnar Svölu Björgvinsdóttur. Einnig fékk hann sé flúr með nafni dóttur sinnar, Aþenu. Bæði nöfnin skreyta nú úlnlið sjómannsins.

„Ég var oft hrædd um hann“

Eftir skyndilegt andlát Gísla Rúnars Jónssonar ákvað stjúpdóttir hans Eva Dögg Sigurgeirsdóttir að koma fram opinberlega og ræða á gagnrýninn hátt um stöðu geðheilbrigðismála hér á landi. Gísli Rúnar svipti sig lífi í sumar.

Aðventukransar að hætti Skreytum hús

Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og því margir sem ætla að setja upp aðventuskreytingar um helgina. Við fengum Soffíu sem sér um Skreytum hús þættina hér á Vísi, til þess að sýna lesendum aðventuskreytingarnar á heimilinu í ár.

For­stjóri Land­spítalans keypti glæsi­hýsi á Nesinu

Páll Matthíasson og eiginkona hans, Ólöf Ragnheiður Björnsdóttir, festu kaup á glæsilegu einbýlishúsi við Látraströnd 15 á Seltjarnarnesi. Hjónin seldu íbúð sína í miðbæ Reykjavíkur fyrr á árinu og hafa því fært sig yfir í nágrannasveitarfélagið.

Íhaldið alltaf verið sterkt í ættasamfélaginu í Garði

Hjónin Oddný Harðardóttir alþingismaður og Eiríkur Hermannsson, fyrrverandi fræðslustjóri, segja frá ættasamfélaginu og pólitíkinni í Garði í þættinum Um land allt á Stöð 2. „Íhaldið hefur alltaf verið mjög sterkt hérna,“ segir Eiríkur og rifjar upp að vinstri menn og óháðir hafi þó tvisvar náð meirihluta.

Bað um sálfræðing fyrir blaðamennina

Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marínós, kom með hvelli inn á sjónarsvið íslenskra fjölmiðla. Hún segir að það hafi verið nauðsynlegt að breyta aðeins til þegar hún tók við sem ritstjóri DV. Meðal annars að banna fólk úr kommentakerfum og fleira í þeim dúr.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.