Fleiri fréttir Hringir í Kravitz Söngkonan Vanessa Paradis hefur leitað huggunar hjá fyrrum kærasta sínum, bandaríska söngvaranum Lenny Kravitz, eftir skilnað hennar og Johnny Depp. Paradis og Kravitz áttu í stuttu sambandi árið 1992, þegar þau unnu saman að gerð fyrstu plötunnar sem hún söng á ensku, og hafa haldið sambandi allar götur síðan. ?Áður en Vanessa hitti Johnny var Lenny stóra ástin í lífi hennar. Þó ástarsambandið hafi ekki varað lengi gerði vináttan það og því leitaði hún til Lennys eftir skilnaðinn. Hún vissi að Lenny væri til staðar fyrir hana á þessum erfiðu tímum,? hafði tímaritið The Enquirer eftir heimildarmanni. 9.7.2012 14:00 Erfiðleikar í sambandi Justin Bieber og Selena Gomez eru að ganga í gegnum sambandsörðugleika ef marka má frétt Gossipcop.com. Parið hefur verið saman í á annað ár. 9.7.2012 08:00 Harkalegar deilur innan töframannasamfélagsins "Einar mun ekki taka þátt í keppni FISM í Blackpool í næstu viku," segir Gunnar Kristinn Sigurjónsson, ritari stjórnar Hins íslenska töframannagildis, eða HÍT. 8.7.2012 11:50 Kvikmyndadómur um Starbuck: Faðir vor David Wozniak er sannkallaður samfélagsdragbítur. Hann stendur sig illa í vinnunni, ólétt kærastan er að gefast upp á honum og handrukkarar sitja um hann. Sem ungur maður vandi hann komur sínar í sæðisbanka og nú, um það bil 20 árum síðar, fær hann þær fregnir að hann sé faðir 533 barna. Ástæða þess að honum berast fregnirnar er sú að 142 barnanna hafa stefnt sæðisbankanum og krefjast þess að nafnleynd blóðföðurins verði aflétt. 7.7.2012 10:00 Miley heillar mág sinn Luke Hemsworth, bróðir leikaranna Chris og Liams Hemsworth, segir fjölskylduna afar ánægða með kærustu þess síðarnefnda, Miley Cyrus. „Hún er yndisleg og börnin okkar dá hana. Hún heillaði okkur öll og mér finnst hún bæði áhugaverð og málefnaleg. Hún og Liam eru mjög lík og ég held að margir átti sig ekki á því að þau eru afskaplega ástfangin og þau eru góð saman," sagði Luke Hemsworth sem er leikari líkt og bræður hans og lék lengi í Nágrönnum. 6.7.2012 20:00 Ferðamönnum boðið að gista á jökli í fyrsta skipti "Þetta er í fyrsta sinn sem ferðamönnum gefst kostur á að eyða nótt uppi á íslenskum jökli," segir Pétur Haukur Loftsson, starfsmaður hjá Pure Adventures, en fyrirtækið skipuleggur ferðir upp á Langjökul í samstarfi við Add Ice. Fyrsta ferðin var farin á mánudag og var þá ekið á átta dekkja trukki upp á Langjökul frá skálanum Jaka, komið við í tjaldbúðum í um 1.200 metra hæð og því næst farið alla leið upp á topp jökulsins. Þaðan gátu ferðamennirnir notið útsýnis til allra átta áður en farið var aftur í búðirnar þar sem fólk fékk mat, drykk og gistingu í sérútbúnum jökultjöldum. Að sögn Péturs Hauks tekur ferðafólkið fullan þátt í þeim verkum sem þarf að inna af hendi í tjaldbúðunum og aðstoða þannig við eldamennsku og vatnssöfnun. 6.7.2012 14:00 Harvey Weinstein gestgjafi hjá Evu Maríu "Það var yndislegt af Harvey að vera gestgjafi opnunarinnar en hann hefur stutt okkur mikið í þessu verkefni,“ segir Eva María Daníels, kvikmyndaframleiðandi og stofnandi netgallerísins Gallery for the People, sem var með opnun á dögunum í Los Angeles. Eva María og félagi hennar, Ally Canosa, stofnuðu galleríið fyrr á þessu ári og er það einungis á netinu. Fjórum sinnum á ári er galleríið hins vegar með sýningar þar sem væntanlegum kaupendum gefst tækifæri til að skoða verkin með eigin augum. Síðasta sýning var haldin í Los Angeles í síðustu viku en þær voru svo heppnar að einn stærsti kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, Harvey Weinstein, var gestgjafi opnunarinnar. Hann hefur reynst Evu Maríu og Canosa vel eftir að þær opnuðu galleríið og fest kaup á nokkrum verkum. 6.7.2012 13:00 BIN-hópurinn safnar undirskriftum fyrir Nasa BIN-hópurinn hrindir af stað undirskriftasöfnun á netinu eftir helgi í þeirri von að stöðva framkvæmdir sem standa til í miðbænum. Framkvæmdirnar varða fyrirhugaðar breytingar þar sem breyta á gamla Landsímahúsinu og skemmtistaðnum Nasa í hótel. Nafnið BIN stendur fyrir Björgum Ingólfstorgi og Nasa og hefur hópurinn hist reglulega vegna málsins frá árinu 2009. Meðal þeirra 12 sem skipa kjarna hópsins eru söngvarinn Páll Óskar og Halla Bogadóttir, kennd við verslunina Kraum. Nú þegar hefur nokkrum undirskriftalistum verið komið af stað vegna málsins en engum á vegum BIN-hópsins. 6.7.2012 11:00 Reddaði Bíó Paradís nýju myndinni um Glastonbury Bíó Paradís byrjar að sýna heimildarmyndina Glastonbury The Movie (In Flashback) í kvöld. Um er að ræða endurgerð á myndinni frá árinu 1995, unnin úr hrátökum og tekin upp að nýju að hluta til. Myndin fjallar um tónlistarhátíðina Glastonbury, sem er ein stærsta tónlistarhátíð heims, sumarið 1993 og fram kemur fjöldi listamanna og hljómsveita, þar á meðal Lemonheads og Dexter Fletcher. 5.7.2012 23:00 Fluttu inn í hús morðingja Daniel Craig og Rachel Weisz leika hjón í þrillernum Dream House sem var frumsýndur í íslenskum bíóhúsum í gær. Myndin fjallar um fjölskyldu sem flytur inn í draumahúsið sitt og sér fyrir sér hið fullkomna líf í litlum smábæ. Hlutirnir reynast þó ekki eins góðir og útlit var fyrir þegar þau komast að því að maður hafi drepið konu sína og tvær dætur í húsinu. Þegar fjölskyldan fer að verða vör við undarlega atburði ákveður persóna Craig að leita sér meiri upplýsinga um málið. Með aðstoð nágrannakonu sinnar, leikinni af Naomi Watts, kemst hann að því að ekkert er eins og það sýnist. 5.7.2012 22:00 Spiderman snýr aftur Hasarmyndin The Amazing Spider-Man var frumsýnd í gærkvöldi. Kvikmyndin hefur hlotið góða dóma frá gagnrýnendum sem og áhorfendum. Þetta er fjórða kvikmyndin sem fjallar um ævintýri ofurhetjunnar og fá áhorfendur að kynnast áður óþekktum hliðum hennar og verða vitni að tilurð hennar. Í kvikmyndinni tekst Köngulóarmaðurinn á við ómennið The Lizard sem hyggst breyta öllum íbúum New York-borgar í eðlur. 5.7.2012 21:00 Paris Hilton réðst á ljósmyndara Paris Hilton réðst á ljósmyndara í síðustu viku með þeim afleiðingum að hann slasaðist á handlegg og höfði. Hilton var á leið í bifreið sína eftir að hafa verið að skemmta sér og varð ósátt þegar hún varð vör við að verið væri að mynda hana. „Ég sá Paris og mundaði myndavélina. Ég bjóst alls ekki við því að hún mundi ráðast á mig með þessum hætti," sagði Billy Barrera. 5.7.2012 20:00 Elskar stefnumótasíður en er of fræg til að taka þátt Leikkonunni Milu Kunis finnst fátt skemmtilegra en að skoða stefnumótasíður í góðra vina hópi. Sjálf segist hún þó ekki geta nýtt sér þjónustu slíkra síðna sökum frægðar sinnar. "Ein vinkona mín kynntist unnusta sínum í gegnum slíka síðu og allar hinar eru áskrifendur að svipuðum síðum. Mér finnst þetta frábært, ég fer á Netið og vel karlmenn með þeim. Við fáum okkur vín og skoðum karlmenn og sendum sumum skilaboð. Ég mundi skrá mig þarna inn ef ég væri ekki sú sem ég er. Ég get ekki farið á stefnumót því ég er aldrei nógu lengi á sama staðnum til að geta átt í sambandi," sagði leikkonan í viðtali við Elle Uk. 5.7.2012 16:00 Katrín fer í lagningu þrisvar í viku Katrín hertogaynja af Cambridge er mikið í mun að skarta fallegu hári og heimsækir þess vegna hárgreiðslustofuna sína þrisvar í viku. Katrín hefur verið með sama hárgreiðslumann í tíu ár en hún vill ekki fá hárgreiðslumanninn sinn heim til sín eins og venjan er hjá ríka og fræga fólkinu í Bretlandi. "Katrínu finnst gaman að gera sér ferð á stofuna því henni líður vel þar og þekkir alla,“ segja heimildir blaðsins US Weekly sem greinir frá þessum venjum hertogaynjunnar. Einnig kemur fram að Katrín láti blása hár sitt í hvert sinn en það var hárgreiðslustofan, Richard Wards í London, sem sá um að greiða henni á brúðkaupsdaginn í fyrra. 5.7.2012 15:00 Ein á móti Vísindakirkjunni Vísindakirkjan er talin leika lykilhlutverk í skilnaði Tom Cruise og Katie Holmes. Cruise er áhrifamaður innan kirkjunnar en Holmes var sögð hafa alltaf verið með fyrirvara gagnvart Vísindakirkjunni og hennar trú. Katie Holmes kom heimsbyggðinni á óvart er hún sótti um skilnað við Tom Cruise í síðustu viku. Cruise var hér við tökur á Oblivion en hjónin gengu hönd í hönd um miðbæ Reykjavíkur aðeins nokkrum dögum áður er þau fögnuðu bandaríska feðradeginum með sex ára dóttur sinni Suri. 5.7.2012 13:00 Jeppaferðir hafa aldrei verið vinsælli Jeppaferðir hafa færst mjög í aukana á undanförnum árum. Sífellt fleiri fyrirtæki skjóta upp kollinum sem bjóða upp á ferðir um landið á fjallajeppum, en það eru helst útlendingar sem sækja ferðirnar. „Þegar við vorum að byrja í þessum bransa fyrir sautján árum voru kannski tvö eða þrjú fyrirtæki í þessu en nú eru þau orðin svo mörg að ég hef enga tölu á því," segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi um jeppaferðir á Íslandi. 5.7.2012 12:00 Tom Cruise spjallar við Leno í kvöld Stórleikarinn Tom Cruise mun koma fram í spjallþætti Jay Leno á NBC í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu þáttarins. Það hefur gengið á ýmsu hjá Cruise. Hann fór af landi brott á mánudag eftir að tökum á myndinni Oblivion lauk hér við Veiðivötn. Á meðan Cruise var staddur hér á landi fékk hann tilkynningu um að eiginkona hans, Katie Holmes, krefðist skilnaðar og fulls forræðis yfir Suri, sex ára dóttur þeirra. Líklegast mun Cruise ræða bæði skilnaðinn og kvikmyndatökurnar hér á Íslandi við Leno. 5.7.2012 10:10 Gylfi trendaði á Twitter Fótboltakappinn Gylfi Sigurðsson skrifaði undir samning við breska úrvalsdeildarliðið Tottenham í gær, eins og fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá. Notendur samskiptasíðunnar Twitter voru afar duglegir við að ræða um málefni Gylfa í gær, svo duglegir að nafn hans var á lista yfir umtöluðustu málefni síðunnar í Bretlandi og á heimsvísu á tímabili. Það þarf vart að taka fram að Twitter er á meðal vinsælustu samskiptasíðna heims með tugi milljónir notenda um allan heim. 5.7.2012 11:00 Dredd í þrívídd Ný þrívíddarkvikmynd um Dredd dómara er væntanleg í kvikmyndahús í september á þessu ári. Myndin skartar nýsjálenska leikaranum Karl Urban í aðalhlutverki. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að Dredd og lærlingi hans, Anderson, er skipað að taka á glæpahring hinnar harðsvíruðu og valdamiklu Ma-Ma. Fyrst þarf Dredd þó að brjóta sér leið í gegnum vel varið háhýsi til að koma höndum yfir glæpakvendið. 5.7.2012 10:00 Hlátur og mikil dramatík Útvarpskonan Guðrún Dís Emilsdóttir mun stýra sjónvarpsþættinum Flikk-Flakk sem hefur göngu sína á RÚV annað kvöld. Gunna Dís er betur þekkt sem annar tveggja umsjónarmanna útvarpsþáttarins Virkir morgnar á Rás 2. Í sjónvarpsþættinum ferðast fjórir hönnuðir með Gunnu Dís um landið og breyta niðurníddum hafnarsvæðum í falleg torg. Íbúar bæjanna sjá svo um að framkvæma breytingarnar og hafa til þess tvo daga. Gunna Dís hefur áður verið kynnir í beinum útsendingum Sjónvarpsins en þetta er fyrsta stóra verkefnið sem hún tekur að sér fyrir RÚV. 4.7.2012 20:00 Vanessa Paradis bitur og sár Þó svo að leikkonan Amber Heard eigi kærustu virðist hún hafa átt hlut í skilnaði Johnny Depp og Vanessu Paradis. Parið tilkynnti í síðasta mánuði að þau væri að hætta saman eftir 14 ára sambúð. 4.7.2012 16:57 Katie og Suri ánægðar saman Katie Holmes og dóttir hennar Suri Cruise fengu sér ís saman í gærkvöldi. Mægðurnar voru ánægðar að sjá þrátt fyrir miklar breytingar á lífi þeirra síðustu daga. 4.7.2012 16:07 Kim Kardashian og Kanye West stálu senunni Ekki er sjaldgjæft að sjá Hollywoodstjörnur mæta á tískusýningar. Sjaldan hefur þó viðvera stórstjarnanna Kim Kardashian og kærasta hennar Kanye West, verið jafn mikill senuþjófur og þegar þau mættu á tískusýningu Stephane Rolland í París á dögunum. 4.7.2012 15:45 Jennifer Aniston léttklædd á lúxussnekkju Jennifer Aniston og kærasti hennar, Justin Theroux, ferðuðust um Evrópu í síðasta mánuði og stoppuðu á eyjunni Carpri. 4.7.2012 15:06 Sveppi og Pétur Jóhann hræddir í Barcelona Vísir frumsýnir hér nýtt atriði úr öðrum þætti Evrópska draumsins. Sveppi og Pétur Jóhann, sem skipa liðið Gamli gamli, eru komnir á hótel í Barcelona. Þar pípir tölvan, sem þýðir að nýtt verkefni bíður þeirra. Inni á herbergi finna þeir síðan tvo Real Madrid-búninga, sem þeir þurfa að klæðast og fara síðan á Camp Nou, heimavöll Barcelona-liðsins. Strákarnir vita varla í hvorn fótinn þeir eiga að stíga enda eru aðdáendur Barcelona frægir hatursmenn Real Madrid. 4.7.2012 15:00 Raunveruleikastjarna handtekin Deena Crotese úr raunveruleikaþáttunum Jersey Shore var handtekin fyrir að nota ekki gangstétt og tefja umferð. Raunveruleikastjarnan var að dansa út á miðri götu á háannartíma. 4.7.2012 14:14 Með dúfu úr Hogwarts á heimsmeistaramóti Töframenn á borð við David Copperfield og Darren Brown verða á meðal gesta á heimsmeistaramóti töframanna sem Einar Mikael tekur þátt í á næstunni. "Ég mun láta gegnheilt mahóníborð svífa í lausu lofti með töfradúfu frá Hogwarts sitjandi á því allan tímann," segir Einar Mikael Sverrisson töframaður sem keppir fyrstur Íslendinga á Heimsmeistaramóti töframanna í Blackpool í Englandi. Þar mun hann sýna ofangreint töfrabragð og keppa við um 150 töframenn. 4.7.2012 14:00 Vel skipulagður skilnaður Útlit er fyrir að Katie Holmes hafi lengi skipulagt skilnaðinn við Tom Cruise. Í byrjun júní pantaði hún nýja farsíma handa sjálfri sér og starfsfólki með nýjum númerum sem enginn hefur aðgang að. 4.7.2012 13:34 Bondgella í Reykjavík Þrátt fyrir að afmælisbarn gærdagsins, Tom Cruise, hafi yfirgefið landann var mótleikkona hans, Olga Kurylenko úr Oblivion, enn á landinu í gær og snæddi hádegismat á Fish Market ásamt fríðu föruneyti. Lítið hefur verið fjallað um ferðir hennar hér á landi en Olga fer með stærsta kvenhlutverk myndarinnar og er hvað þekktust sem Bondgellan á móti Daniel Craig úr James Bond: Quantum of Solace. 4.7.2012 12:30 Demi Moore ósátt við Ashton Kutcher Leikkonan Demi Moore er ósátt með eiginmann sinn, leikarann Ashton Kutcher. Kutcher sást á dögunum á stefnumóti með Milu kunis. Þau hafa lengi þekkst og kynntust við tökur á That's the 70's show þar sem þau léku kærustupar. 4.7.2012 12:10 Tom grátbað Katie að koma aftur til Íslands Tom Cruise grátbað Katie Holmes að koma aftur til Íslands og fagna fimmtugsafmæli sínu hér á landi í síðustu tilraun til að bjarga hjónabandi þeirra. Hann sakaði Katie um að vera hjartalaus þegar hún neitaði að koma aftur, samkvæmt US Magazine. Tom og Katie standa núna í forræðisdeilu um 6 ára gamla dóttur þeirra, Suri Cruise. Tom hefur sótt um sameiginlegt forræði. Þetta staðfesti lögfræðingur leikarans, Bret Fields. Hann segir leikarann miður sín yfir skilnaðinum og að hann sé ekki tilbúinn að tjá sig opinberlega um málið. 4.7.2012 11:12 Katy Perry kyssir ungan aðdáanda Katy Perry smellti kossi á kinn hjá ungum aðdáenda á rauða dreglinum í London á dögunum 4.7.2012 10:55 Tom Cruise tekjuhæstur í Hollywood Þó svo að það gangi illa í persónulega lífi Tom Cruise þessa dagana, gengur honum vel í starfi. Samkvæmt Forbes tímaritinu er Tom Cruise hæstlaunaðasti leikarinn í Hollywood. Hann þénað 75 miljónir dollara á síðasta sem nemur um 9 milljörðum króna. Aðrir þekktir leikarar sem prýddu listann voru Leonardo DiCaprio, Ben Stiller, Johnny Depp og Robert Pattison. 4.7.2012 10:34 Tiny frumsýnir myndband á Vísi á föstudag Næstkomandi föstudag mun rapparinn Tiny frumsýna glænýtt myndband við lagið 1000 Eyes hér á Vísi. Lagið 1000 Eyes kom út á Tonlist.is fyrir um einum og hálfum mánuði síðan, en sem kunnugt er var lagið samið af þeim fyrrum Quarashi liðum Sölva Blöndal og Agli "Tiny" Thorarensen. 1000 Eyes er fyrsta lagið úr smiðju þeirra Sölva og Tiny, en einnig er von er á fyrsta laginu úr smiðju Sölva undir nafninu Halleluwah seinna í sumar. 3.7.2012 13:00 Gunnar í viðræðum við UFC-bardagasambandið Bardagakappinn Gunnar Nelson á nú í samningaviðræðum við UFC (Ultimate Fighting Championsship), stærsta bardagasambands heims. "Þetta er langstærsta keppnin í heiminum og Gunnar er kominn á þann stað sem hann hefur stefnt á leynt og ljóst. Aðaltakmark margra bardagamanna er að fá samning við UFC, það má líkja þessu við að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta," segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. 3.7.2012 11:00 Katie Holmes er búin að taka giftingahringinn niður Katie Holmes, barnsmóðir Tom Cruise, er búin að taka niður giftingahringinn. Hún sást án hans í fyrsta skipti í New York í gær. Ljósmyndarar sátu fyrir henni í New York. Katie var með hringinn í síðustu viku en á föstudaginn sagði tímaritið People frá því að Katie hefði sótt um skilnað. 3.7.2012 09:29 Johnny Depp kominn með nýja Leikkonan Amber Heard er hætt með kærustu sinni til margra ára og kynda fréttirnar enn frekar undir þann orðróm að Heard eigi í ástarsambandi við leikarann Johnny Depp. Uppi hefur verið orðrómur um að Depp og Heard ættu í sambandi allt frá því í janúar á þessu ári, en þau kynntust við tökur á kvikmyndinni The Rum Diaries. Depp og sambýliskona hans, franska söngkonan Vanessa Paradis, slitu sínu sambandi fyrir skömmu. 3.7.2012 10:00 Hann á afmæli í dag Tom Cruise er fimmtugur í dag, en hann hefur eflaust oft verið kátari á afmælisdaginn. Katie Holmes, eiginkona hans, sótti um skilnað á dögunum, skömmu eftir að hún hitti hann hér á landi. Til stóð að Tom Cruise myndi halda upp á afmælið sitt hér á landi í dag, en óvíst er hvort áformin standi, í ljósi nýjustu frétta. Connor, sonur Toms Cruise og Nicole Kidman, ferðaðist með föður sínum um landið í síðustu viku og nú hefur Isabella, systir hans, slegist í för. 3.7.2012 08:00 Hrefna Rósa grillar fyrir landsmenn „Ég hef sjaldan hlakkað jafn mikið til enda er þetta sjónvarp allra landsmanna,“ segir kokkurinn Hrefna Rósa Sætran sem ætlar að grilla fyrir landsmenn á Ríkissjónvarpinu í haust. Hrefna Rósa er þessa dagana að undirbúa tökur á nýrri þáttaröð sem sérhæfir sig í grillmatreiðslu. Serían er leikstýrð af Kristófer Dignus og framleidd af Stórveldinu. Hrefna Rósa er ánægð að fá tækifæri til að elda á Rúv en hún hefur undanfarin ár verið með matreiðsluþætti á Skjá einum. 2.7.2012 17:00 400 stelpur mættu í prufur fyrir Vonarstræti Leikaraprufur fyrir kvikmyndina Vonarstræti fóru fram á laugardaginn. Ljóst er að ungdómur landsins er spenntur fyrir að fá hlutverk því það mættu rúmlega 400 stelpur í Bankastrætið í von um að landa hlutverki í myndinni. Baldvin Z leikstjóri og framleiðendur hjá Kvikmyndafélagi Íslands voru að vonum mjög ánægðir með mætinguna og áhugann á myndinni. 2.7.2012 13:00 Leno missti af brennivíninu Spjallþáttakóngurinn Jay Leno rétt missti af því að fá að prufa íslenskt brennivín síðastliðinn föstudag. Nanna Bryndís og félagar í hljómsveitinni Of Monsters and Men heimsóttu hann þá í þáttinn The Tonight Show og fluttu þar smell sinn Little Talks. Meðlimir hljómsveitarinnar höfðu ráðgert að gefa Leno íslenskar gjafir og tóku með sér ytra íslenskt brennivín, harðfisk og poka af kúlusúkk. Því miður gleymdust gjafirnar þó uppi á hótelherbergi og fékk Leno því aldrei að njóta þeirra. 2.7.2012 12:15 Milljóna króna myndir Ljósmyndari Morgunblaðsins, Júlíus Sigurjónsson, datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann náði myndum af stórstjörnunni Tom Cruise og eiginkonu hans Katie Holmes á rölti í miðbæ Reykjavíkur. Örfáum dögum eftir að myndirnar voru teknar sótti Holmes um skilnað frá eiginmanni sínum og eru þessar myndir því með þeim allra síðustu sem náðust af parinu saman. 2.7.2012 12:00 Elton John segir rangt að berja samkynhneigða Elton John kom fram á styrktartónleikum í Kiev í Úkraínu í gær. Þar hvatti hann Úkraínumenn til þess að láta af ofsóknum á hendur samkynhneigðum. Tónleikarnir eru hluti af Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem fer að hluta til fram í Úkraínu. John kemur reglulega til Úkraínu og kallar landið í raun annað heimili sitt. "Nýlega las ég um ofbeldi gagnvart samkynhneigðum í Úkraínu. Það er rangt að berja samkynhneigt fólk og hæfir ekki Úkraínu,“ sagði hann. Hann hvatti til þess að látið yrði af ofbeldinu. 1.7.2012 17:16 Jade Jagger í hnapphelduna Jade Jagger giftist Adrian, unnusta sínum, í gær. Jade, sem er 40 ára gömul, er dóttir Micks Jagger og Bianca Jagger. Jade og Fillary giftu sig Aynhoe Park hótelinu nærri Banbury í Oxfordskíri. Á meðal gesta voru Kate Moss, Jerry Hall og hálfsystirin Elizabeth Jagger, eftir því sem Star Magazine greinir frá. Dætur Jade voru brúðarmeyjar í brúðkaupinu. 1.7.2012 16:51 Sjá næstu 50 fréttir
Hringir í Kravitz Söngkonan Vanessa Paradis hefur leitað huggunar hjá fyrrum kærasta sínum, bandaríska söngvaranum Lenny Kravitz, eftir skilnað hennar og Johnny Depp. Paradis og Kravitz áttu í stuttu sambandi árið 1992, þegar þau unnu saman að gerð fyrstu plötunnar sem hún söng á ensku, og hafa haldið sambandi allar götur síðan. ?Áður en Vanessa hitti Johnny var Lenny stóra ástin í lífi hennar. Þó ástarsambandið hafi ekki varað lengi gerði vináttan það og því leitaði hún til Lennys eftir skilnaðinn. Hún vissi að Lenny væri til staðar fyrir hana á þessum erfiðu tímum,? hafði tímaritið The Enquirer eftir heimildarmanni. 9.7.2012 14:00
Erfiðleikar í sambandi Justin Bieber og Selena Gomez eru að ganga í gegnum sambandsörðugleika ef marka má frétt Gossipcop.com. Parið hefur verið saman í á annað ár. 9.7.2012 08:00
Harkalegar deilur innan töframannasamfélagsins "Einar mun ekki taka þátt í keppni FISM í Blackpool í næstu viku," segir Gunnar Kristinn Sigurjónsson, ritari stjórnar Hins íslenska töframannagildis, eða HÍT. 8.7.2012 11:50
Kvikmyndadómur um Starbuck: Faðir vor David Wozniak er sannkallaður samfélagsdragbítur. Hann stendur sig illa í vinnunni, ólétt kærastan er að gefast upp á honum og handrukkarar sitja um hann. Sem ungur maður vandi hann komur sínar í sæðisbanka og nú, um það bil 20 árum síðar, fær hann þær fregnir að hann sé faðir 533 barna. Ástæða þess að honum berast fregnirnar er sú að 142 barnanna hafa stefnt sæðisbankanum og krefjast þess að nafnleynd blóðföðurins verði aflétt. 7.7.2012 10:00
Miley heillar mág sinn Luke Hemsworth, bróðir leikaranna Chris og Liams Hemsworth, segir fjölskylduna afar ánægða með kærustu þess síðarnefnda, Miley Cyrus. „Hún er yndisleg og börnin okkar dá hana. Hún heillaði okkur öll og mér finnst hún bæði áhugaverð og málefnaleg. Hún og Liam eru mjög lík og ég held að margir átti sig ekki á því að þau eru afskaplega ástfangin og þau eru góð saman," sagði Luke Hemsworth sem er leikari líkt og bræður hans og lék lengi í Nágrönnum. 6.7.2012 20:00
Ferðamönnum boðið að gista á jökli í fyrsta skipti "Þetta er í fyrsta sinn sem ferðamönnum gefst kostur á að eyða nótt uppi á íslenskum jökli," segir Pétur Haukur Loftsson, starfsmaður hjá Pure Adventures, en fyrirtækið skipuleggur ferðir upp á Langjökul í samstarfi við Add Ice. Fyrsta ferðin var farin á mánudag og var þá ekið á átta dekkja trukki upp á Langjökul frá skálanum Jaka, komið við í tjaldbúðum í um 1.200 metra hæð og því næst farið alla leið upp á topp jökulsins. Þaðan gátu ferðamennirnir notið útsýnis til allra átta áður en farið var aftur í búðirnar þar sem fólk fékk mat, drykk og gistingu í sérútbúnum jökultjöldum. Að sögn Péturs Hauks tekur ferðafólkið fullan þátt í þeim verkum sem þarf að inna af hendi í tjaldbúðunum og aðstoða þannig við eldamennsku og vatnssöfnun. 6.7.2012 14:00
Harvey Weinstein gestgjafi hjá Evu Maríu "Það var yndislegt af Harvey að vera gestgjafi opnunarinnar en hann hefur stutt okkur mikið í þessu verkefni,“ segir Eva María Daníels, kvikmyndaframleiðandi og stofnandi netgallerísins Gallery for the People, sem var með opnun á dögunum í Los Angeles. Eva María og félagi hennar, Ally Canosa, stofnuðu galleríið fyrr á þessu ári og er það einungis á netinu. Fjórum sinnum á ári er galleríið hins vegar með sýningar þar sem væntanlegum kaupendum gefst tækifæri til að skoða verkin með eigin augum. Síðasta sýning var haldin í Los Angeles í síðustu viku en þær voru svo heppnar að einn stærsti kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, Harvey Weinstein, var gestgjafi opnunarinnar. Hann hefur reynst Evu Maríu og Canosa vel eftir að þær opnuðu galleríið og fest kaup á nokkrum verkum. 6.7.2012 13:00
BIN-hópurinn safnar undirskriftum fyrir Nasa BIN-hópurinn hrindir af stað undirskriftasöfnun á netinu eftir helgi í þeirri von að stöðva framkvæmdir sem standa til í miðbænum. Framkvæmdirnar varða fyrirhugaðar breytingar þar sem breyta á gamla Landsímahúsinu og skemmtistaðnum Nasa í hótel. Nafnið BIN stendur fyrir Björgum Ingólfstorgi og Nasa og hefur hópurinn hist reglulega vegna málsins frá árinu 2009. Meðal þeirra 12 sem skipa kjarna hópsins eru söngvarinn Páll Óskar og Halla Bogadóttir, kennd við verslunina Kraum. Nú þegar hefur nokkrum undirskriftalistum verið komið af stað vegna málsins en engum á vegum BIN-hópsins. 6.7.2012 11:00
Reddaði Bíó Paradís nýju myndinni um Glastonbury Bíó Paradís byrjar að sýna heimildarmyndina Glastonbury The Movie (In Flashback) í kvöld. Um er að ræða endurgerð á myndinni frá árinu 1995, unnin úr hrátökum og tekin upp að nýju að hluta til. Myndin fjallar um tónlistarhátíðina Glastonbury, sem er ein stærsta tónlistarhátíð heims, sumarið 1993 og fram kemur fjöldi listamanna og hljómsveita, þar á meðal Lemonheads og Dexter Fletcher. 5.7.2012 23:00
Fluttu inn í hús morðingja Daniel Craig og Rachel Weisz leika hjón í þrillernum Dream House sem var frumsýndur í íslenskum bíóhúsum í gær. Myndin fjallar um fjölskyldu sem flytur inn í draumahúsið sitt og sér fyrir sér hið fullkomna líf í litlum smábæ. Hlutirnir reynast þó ekki eins góðir og útlit var fyrir þegar þau komast að því að maður hafi drepið konu sína og tvær dætur í húsinu. Þegar fjölskyldan fer að verða vör við undarlega atburði ákveður persóna Craig að leita sér meiri upplýsinga um málið. Með aðstoð nágrannakonu sinnar, leikinni af Naomi Watts, kemst hann að því að ekkert er eins og það sýnist. 5.7.2012 22:00
Spiderman snýr aftur Hasarmyndin The Amazing Spider-Man var frumsýnd í gærkvöldi. Kvikmyndin hefur hlotið góða dóma frá gagnrýnendum sem og áhorfendum. Þetta er fjórða kvikmyndin sem fjallar um ævintýri ofurhetjunnar og fá áhorfendur að kynnast áður óþekktum hliðum hennar og verða vitni að tilurð hennar. Í kvikmyndinni tekst Köngulóarmaðurinn á við ómennið The Lizard sem hyggst breyta öllum íbúum New York-borgar í eðlur. 5.7.2012 21:00
Paris Hilton réðst á ljósmyndara Paris Hilton réðst á ljósmyndara í síðustu viku með þeim afleiðingum að hann slasaðist á handlegg og höfði. Hilton var á leið í bifreið sína eftir að hafa verið að skemmta sér og varð ósátt þegar hún varð vör við að verið væri að mynda hana. „Ég sá Paris og mundaði myndavélina. Ég bjóst alls ekki við því að hún mundi ráðast á mig með þessum hætti," sagði Billy Barrera. 5.7.2012 20:00
Elskar stefnumótasíður en er of fræg til að taka þátt Leikkonunni Milu Kunis finnst fátt skemmtilegra en að skoða stefnumótasíður í góðra vina hópi. Sjálf segist hún þó ekki geta nýtt sér þjónustu slíkra síðna sökum frægðar sinnar. "Ein vinkona mín kynntist unnusta sínum í gegnum slíka síðu og allar hinar eru áskrifendur að svipuðum síðum. Mér finnst þetta frábært, ég fer á Netið og vel karlmenn með þeim. Við fáum okkur vín og skoðum karlmenn og sendum sumum skilaboð. Ég mundi skrá mig þarna inn ef ég væri ekki sú sem ég er. Ég get ekki farið á stefnumót því ég er aldrei nógu lengi á sama staðnum til að geta átt í sambandi," sagði leikkonan í viðtali við Elle Uk. 5.7.2012 16:00
Katrín fer í lagningu þrisvar í viku Katrín hertogaynja af Cambridge er mikið í mun að skarta fallegu hári og heimsækir þess vegna hárgreiðslustofuna sína þrisvar í viku. Katrín hefur verið með sama hárgreiðslumann í tíu ár en hún vill ekki fá hárgreiðslumanninn sinn heim til sín eins og venjan er hjá ríka og fræga fólkinu í Bretlandi. "Katrínu finnst gaman að gera sér ferð á stofuna því henni líður vel þar og þekkir alla,“ segja heimildir blaðsins US Weekly sem greinir frá þessum venjum hertogaynjunnar. Einnig kemur fram að Katrín láti blása hár sitt í hvert sinn en það var hárgreiðslustofan, Richard Wards í London, sem sá um að greiða henni á brúðkaupsdaginn í fyrra. 5.7.2012 15:00
Ein á móti Vísindakirkjunni Vísindakirkjan er talin leika lykilhlutverk í skilnaði Tom Cruise og Katie Holmes. Cruise er áhrifamaður innan kirkjunnar en Holmes var sögð hafa alltaf verið með fyrirvara gagnvart Vísindakirkjunni og hennar trú. Katie Holmes kom heimsbyggðinni á óvart er hún sótti um skilnað við Tom Cruise í síðustu viku. Cruise var hér við tökur á Oblivion en hjónin gengu hönd í hönd um miðbæ Reykjavíkur aðeins nokkrum dögum áður er þau fögnuðu bandaríska feðradeginum með sex ára dóttur sinni Suri. 5.7.2012 13:00
Jeppaferðir hafa aldrei verið vinsælli Jeppaferðir hafa færst mjög í aukana á undanförnum árum. Sífellt fleiri fyrirtæki skjóta upp kollinum sem bjóða upp á ferðir um landið á fjallajeppum, en það eru helst útlendingar sem sækja ferðirnar. „Þegar við vorum að byrja í þessum bransa fyrir sautján árum voru kannski tvö eða þrjú fyrirtæki í þessu en nú eru þau orðin svo mörg að ég hef enga tölu á því," segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi um jeppaferðir á Íslandi. 5.7.2012 12:00
Tom Cruise spjallar við Leno í kvöld Stórleikarinn Tom Cruise mun koma fram í spjallþætti Jay Leno á NBC í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu þáttarins. Það hefur gengið á ýmsu hjá Cruise. Hann fór af landi brott á mánudag eftir að tökum á myndinni Oblivion lauk hér við Veiðivötn. Á meðan Cruise var staddur hér á landi fékk hann tilkynningu um að eiginkona hans, Katie Holmes, krefðist skilnaðar og fulls forræðis yfir Suri, sex ára dóttur þeirra. Líklegast mun Cruise ræða bæði skilnaðinn og kvikmyndatökurnar hér á Íslandi við Leno. 5.7.2012 10:10
Gylfi trendaði á Twitter Fótboltakappinn Gylfi Sigurðsson skrifaði undir samning við breska úrvalsdeildarliðið Tottenham í gær, eins og fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá. Notendur samskiptasíðunnar Twitter voru afar duglegir við að ræða um málefni Gylfa í gær, svo duglegir að nafn hans var á lista yfir umtöluðustu málefni síðunnar í Bretlandi og á heimsvísu á tímabili. Það þarf vart að taka fram að Twitter er á meðal vinsælustu samskiptasíðna heims með tugi milljónir notenda um allan heim. 5.7.2012 11:00
Dredd í þrívídd Ný þrívíddarkvikmynd um Dredd dómara er væntanleg í kvikmyndahús í september á þessu ári. Myndin skartar nýsjálenska leikaranum Karl Urban í aðalhlutverki. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að Dredd og lærlingi hans, Anderson, er skipað að taka á glæpahring hinnar harðsvíruðu og valdamiklu Ma-Ma. Fyrst þarf Dredd þó að brjóta sér leið í gegnum vel varið háhýsi til að koma höndum yfir glæpakvendið. 5.7.2012 10:00
Hlátur og mikil dramatík Útvarpskonan Guðrún Dís Emilsdóttir mun stýra sjónvarpsþættinum Flikk-Flakk sem hefur göngu sína á RÚV annað kvöld. Gunna Dís er betur þekkt sem annar tveggja umsjónarmanna útvarpsþáttarins Virkir morgnar á Rás 2. Í sjónvarpsþættinum ferðast fjórir hönnuðir með Gunnu Dís um landið og breyta niðurníddum hafnarsvæðum í falleg torg. Íbúar bæjanna sjá svo um að framkvæma breytingarnar og hafa til þess tvo daga. Gunna Dís hefur áður verið kynnir í beinum útsendingum Sjónvarpsins en þetta er fyrsta stóra verkefnið sem hún tekur að sér fyrir RÚV. 4.7.2012 20:00
Vanessa Paradis bitur og sár Þó svo að leikkonan Amber Heard eigi kærustu virðist hún hafa átt hlut í skilnaði Johnny Depp og Vanessu Paradis. Parið tilkynnti í síðasta mánuði að þau væri að hætta saman eftir 14 ára sambúð. 4.7.2012 16:57
Katie og Suri ánægðar saman Katie Holmes og dóttir hennar Suri Cruise fengu sér ís saman í gærkvöldi. Mægðurnar voru ánægðar að sjá þrátt fyrir miklar breytingar á lífi þeirra síðustu daga. 4.7.2012 16:07
Kim Kardashian og Kanye West stálu senunni Ekki er sjaldgjæft að sjá Hollywoodstjörnur mæta á tískusýningar. Sjaldan hefur þó viðvera stórstjarnanna Kim Kardashian og kærasta hennar Kanye West, verið jafn mikill senuþjófur og þegar þau mættu á tískusýningu Stephane Rolland í París á dögunum. 4.7.2012 15:45
Jennifer Aniston léttklædd á lúxussnekkju Jennifer Aniston og kærasti hennar, Justin Theroux, ferðuðust um Evrópu í síðasta mánuði og stoppuðu á eyjunni Carpri. 4.7.2012 15:06
Sveppi og Pétur Jóhann hræddir í Barcelona Vísir frumsýnir hér nýtt atriði úr öðrum þætti Evrópska draumsins. Sveppi og Pétur Jóhann, sem skipa liðið Gamli gamli, eru komnir á hótel í Barcelona. Þar pípir tölvan, sem þýðir að nýtt verkefni bíður þeirra. Inni á herbergi finna þeir síðan tvo Real Madrid-búninga, sem þeir þurfa að klæðast og fara síðan á Camp Nou, heimavöll Barcelona-liðsins. Strákarnir vita varla í hvorn fótinn þeir eiga að stíga enda eru aðdáendur Barcelona frægir hatursmenn Real Madrid. 4.7.2012 15:00
Raunveruleikastjarna handtekin Deena Crotese úr raunveruleikaþáttunum Jersey Shore var handtekin fyrir að nota ekki gangstétt og tefja umferð. Raunveruleikastjarnan var að dansa út á miðri götu á háannartíma. 4.7.2012 14:14
Með dúfu úr Hogwarts á heimsmeistaramóti Töframenn á borð við David Copperfield og Darren Brown verða á meðal gesta á heimsmeistaramóti töframanna sem Einar Mikael tekur þátt í á næstunni. "Ég mun láta gegnheilt mahóníborð svífa í lausu lofti með töfradúfu frá Hogwarts sitjandi á því allan tímann," segir Einar Mikael Sverrisson töframaður sem keppir fyrstur Íslendinga á Heimsmeistaramóti töframanna í Blackpool í Englandi. Þar mun hann sýna ofangreint töfrabragð og keppa við um 150 töframenn. 4.7.2012 14:00
Vel skipulagður skilnaður Útlit er fyrir að Katie Holmes hafi lengi skipulagt skilnaðinn við Tom Cruise. Í byrjun júní pantaði hún nýja farsíma handa sjálfri sér og starfsfólki með nýjum númerum sem enginn hefur aðgang að. 4.7.2012 13:34
Bondgella í Reykjavík Þrátt fyrir að afmælisbarn gærdagsins, Tom Cruise, hafi yfirgefið landann var mótleikkona hans, Olga Kurylenko úr Oblivion, enn á landinu í gær og snæddi hádegismat á Fish Market ásamt fríðu föruneyti. Lítið hefur verið fjallað um ferðir hennar hér á landi en Olga fer með stærsta kvenhlutverk myndarinnar og er hvað þekktust sem Bondgellan á móti Daniel Craig úr James Bond: Quantum of Solace. 4.7.2012 12:30
Demi Moore ósátt við Ashton Kutcher Leikkonan Demi Moore er ósátt með eiginmann sinn, leikarann Ashton Kutcher. Kutcher sást á dögunum á stefnumóti með Milu kunis. Þau hafa lengi þekkst og kynntust við tökur á That's the 70's show þar sem þau léku kærustupar. 4.7.2012 12:10
Tom grátbað Katie að koma aftur til Íslands Tom Cruise grátbað Katie Holmes að koma aftur til Íslands og fagna fimmtugsafmæli sínu hér á landi í síðustu tilraun til að bjarga hjónabandi þeirra. Hann sakaði Katie um að vera hjartalaus þegar hún neitaði að koma aftur, samkvæmt US Magazine. Tom og Katie standa núna í forræðisdeilu um 6 ára gamla dóttur þeirra, Suri Cruise. Tom hefur sótt um sameiginlegt forræði. Þetta staðfesti lögfræðingur leikarans, Bret Fields. Hann segir leikarann miður sín yfir skilnaðinum og að hann sé ekki tilbúinn að tjá sig opinberlega um málið. 4.7.2012 11:12
Katy Perry kyssir ungan aðdáanda Katy Perry smellti kossi á kinn hjá ungum aðdáenda á rauða dreglinum í London á dögunum 4.7.2012 10:55
Tom Cruise tekjuhæstur í Hollywood Þó svo að það gangi illa í persónulega lífi Tom Cruise þessa dagana, gengur honum vel í starfi. Samkvæmt Forbes tímaritinu er Tom Cruise hæstlaunaðasti leikarinn í Hollywood. Hann þénað 75 miljónir dollara á síðasta sem nemur um 9 milljörðum króna. Aðrir þekktir leikarar sem prýddu listann voru Leonardo DiCaprio, Ben Stiller, Johnny Depp og Robert Pattison. 4.7.2012 10:34
Tiny frumsýnir myndband á Vísi á föstudag Næstkomandi föstudag mun rapparinn Tiny frumsýna glænýtt myndband við lagið 1000 Eyes hér á Vísi. Lagið 1000 Eyes kom út á Tonlist.is fyrir um einum og hálfum mánuði síðan, en sem kunnugt er var lagið samið af þeim fyrrum Quarashi liðum Sölva Blöndal og Agli "Tiny" Thorarensen. 1000 Eyes er fyrsta lagið úr smiðju þeirra Sölva og Tiny, en einnig er von er á fyrsta laginu úr smiðju Sölva undir nafninu Halleluwah seinna í sumar. 3.7.2012 13:00
Gunnar í viðræðum við UFC-bardagasambandið Bardagakappinn Gunnar Nelson á nú í samningaviðræðum við UFC (Ultimate Fighting Championsship), stærsta bardagasambands heims. "Þetta er langstærsta keppnin í heiminum og Gunnar er kominn á þann stað sem hann hefur stefnt á leynt og ljóst. Aðaltakmark margra bardagamanna er að fá samning við UFC, það má líkja þessu við að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta," segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. 3.7.2012 11:00
Katie Holmes er búin að taka giftingahringinn niður Katie Holmes, barnsmóðir Tom Cruise, er búin að taka niður giftingahringinn. Hún sást án hans í fyrsta skipti í New York í gær. Ljósmyndarar sátu fyrir henni í New York. Katie var með hringinn í síðustu viku en á föstudaginn sagði tímaritið People frá því að Katie hefði sótt um skilnað. 3.7.2012 09:29
Johnny Depp kominn með nýja Leikkonan Amber Heard er hætt með kærustu sinni til margra ára og kynda fréttirnar enn frekar undir þann orðróm að Heard eigi í ástarsambandi við leikarann Johnny Depp. Uppi hefur verið orðrómur um að Depp og Heard ættu í sambandi allt frá því í janúar á þessu ári, en þau kynntust við tökur á kvikmyndinni The Rum Diaries. Depp og sambýliskona hans, franska söngkonan Vanessa Paradis, slitu sínu sambandi fyrir skömmu. 3.7.2012 10:00
Hann á afmæli í dag Tom Cruise er fimmtugur í dag, en hann hefur eflaust oft verið kátari á afmælisdaginn. Katie Holmes, eiginkona hans, sótti um skilnað á dögunum, skömmu eftir að hún hitti hann hér á landi. Til stóð að Tom Cruise myndi halda upp á afmælið sitt hér á landi í dag, en óvíst er hvort áformin standi, í ljósi nýjustu frétta. Connor, sonur Toms Cruise og Nicole Kidman, ferðaðist með föður sínum um landið í síðustu viku og nú hefur Isabella, systir hans, slegist í för. 3.7.2012 08:00
Hrefna Rósa grillar fyrir landsmenn „Ég hef sjaldan hlakkað jafn mikið til enda er þetta sjónvarp allra landsmanna,“ segir kokkurinn Hrefna Rósa Sætran sem ætlar að grilla fyrir landsmenn á Ríkissjónvarpinu í haust. Hrefna Rósa er þessa dagana að undirbúa tökur á nýrri þáttaröð sem sérhæfir sig í grillmatreiðslu. Serían er leikstýrð af Kristófer Dignus og framleidd af Stórveldinu. Hrefna Rósa er ánægð að fá tækifæri til að elda á Rúv en hún hefur undanfarin ár verið með matreiðsluþætti á Skjá einum. 2.7.2012 17:00
400 stelpur mættu í prufur fyrir Vonarstræti Leikaraprufur fyrir kvikmyndina Vonarstræti fóru fram á laugardaginn. Ljóst er að ungdómur landsins er spenntur fyrir að fá hlutverk því það mættu rúmlega 400 stelpur í Bankastrætið í von um að landa hlutverki í myndinni. Baldvin Z leikstjóri og framleiðendur hjá Kvikmyndafélagi Íslands voru að vonum mjög ánægðir með mætinguna og áhugann á myndinni. 2.7.2012 13:00
Leno missti af brennivíninu Spjallþáttakóngurinn Jay Leno rétt missti af því að fá að prufa íslenskt brennivín síðastliðinn föstudag. Nanna Bryndís og félagar í hljómsveitinni Of Monsters and Men heimsóttu hann þá í þáttinn The Tonight Show og fluttu þar smell sinn Little Talks. Meðlimir hljómsveitarinnar höfðu ráðgert að gefa Leno íslenskar gjafir og tóku með sér ytra íslenskt brennivín, harðfisk og poka af kúlusúkk. Því miður gleymdust gjafirnar þó uppi á hótelherbergi og fékk Leno því aldrei að njóta þeirra. 2.7.2012 12:15
Milljóna króna myndir Ljósmyndari Morgunblaðsins, Júlíus Sigurjónsson, datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann náði myndum af stórstjörnunni Tom Cruise og eiginkonu hans Katie Holmes á rölti í miðbæ Reykjavíkur. Örfáum dögum eftir að myndirnar voru teknar sótti Holmes um skilnað frá eiginmanni sínum og eru þessar myndir því með þeim allra síðustu sem náðust af parinu saman. 2.7.2012 12:00
Elton John segir rangt að berja samkynhneigða Elton John kom fram á styrktartónleikum í Kiev í Úkraínu í gær. Þar hvatti hann Úkraínumenn til þess að láta af ofsóknum á hendur samkynhneigðum. Tónleikarnir eru hluti af Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem fer að hluta til fram í Úkraínu. John kemur reglulega til Úkraínu og kallar landið í raun annað heimili sitt. "Nýlega las ég um ofbeldi gagnvart samkynhneigðum í Úkraínu. Það er rangt að berja samkynhneigt fólk og hæfir ekki Úkraínu,“ sagði hann. Hann hvatti til þess að látið yrði af ofbeldinu. 1.7.2012 17:16
Jade Jagger í hnapphelduna Jade Jagger giftist Adrian, unnusta sínum, í gær. Jade, sem er 40 ára gömul, er dóttir Micks Jagger og Bianca Jagger. Jade og Fillary giftu sig Aynhoe Park hótelinu nærri Banbury í Oxfordskíri. Á meðal gesta voru Kate Moss, Jerry Hall og hálfsystirin Elizabeth Jagger, eftir því sem Star Magazine greinir frá. Dætur Jade voru brúðarmeyjar í brúðkaupinu. 1.7.2012 16:51