Lífið

Reddaði Bíó Paradís nýju myndinni um Glastonbury

Bíó Paradís byrjar að sýna heimildarmyndina Glastonbury The Movie (In Flashback) í kvöld.

Þessi endurútgáfa myndarinnar er splunkuný, var frumsýnd í London 29. júní. Myndin barst Bíó Paradís með skömmum fyrirvara gegnum einn tökumanna myndarinnar, íslenska kvikmyndagerðarmanninn Úlf Hróbjartsson, sem kom á beinu sambandi við framleiðendurna.

Um er að ræða endurgerð á myndinni frá árinu 1995, unnin úr hrátökum og tekin upp að nýju að hluta til. Myndin fjallar um tónlistarhátíðina Glastonbury, sem er ein stærsta tónlistarhátíð heims, sumarið 1993 og fram kemur fjöldi listamanna og hljómsveita, þeirra á meðal Charlie Creed-Miles and Dexter Fletcher, Co-Creators, Lemonheads, Omar, Stereo MCs, Spiritualized, The Verve, Chuck Prophet, McKoy, Porno For Pyros, Ozric Tentacles, Airto Moreira, Back to the Planet og The Orb.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.