Ferðamönnum boðið að gista á jökli í fyrsta skipti 6. júlí 2012 14:00 Pétur Haukur Loftsson, starfsmaður Pure Adventures. Mynd/Ernir „Þetta er í fyrsta sinn sem ferðamönnum gefst kostur á að eyða nótt uppi á íslenskum jökli," segir Pétur Haukur Loftsson, starfsmaður hjá Pure Adventures, en fyrirtækið skipuleggur ferðir upp á Langjökul í samstarfi við Add Ice. Fyrsta ferðin var farin á mánudag og var þá ekið á átta dekkja trukki upp á Langjökul frá skálanum Jaka, komið við í tjaldbúðum í um 1.200 metra hæð og því næst farið alla leið upp á topp jökulsins. Þaðan gátu ferðamennirnir notið útsýnis til allra átta áður en farið var aftur í búðirnar þar sem fólk fékk mat, drykk og gistingu í sérútbúnum jökultjöldum. Að sögn Péturs Hauks tekur ferðafólkið fullan þátt í þeim verkum sem þarf að inna af hendi í tjaldbúðunum og aðstoða þannig við eldamennsku og vatnssöfnun. Pétur Haukur segir það einstaka upplifun að eyða nótt uppi á Langjökli enda sé friðsældin mikil. „Þögnin er algjör, maður heyrir ekkert nema mögulega í einstaka flugvél. Svo vaknar maður morguninn eftir með einstakt útsýni sem má hiklaust kalla milljón dala útsýni," segir hann. Fyrirtækið býður upp á þrjár ólíkar ferðir á jökulinn. Sú fyrsta felur í sér akstur til og frá Reykjavík ásamt jöklaferðinni, næsta inniheldur einungis jöklaferðina og hentar því vel ferðamönnum sem eru á eigin bíl og loks er boðið upp á Gyllta hringinn á bakaleiðinni í þeirri þriðju. Ferðirnar kosta frá 65 þúsund til 85 þúsund krónur á mann og er tólf ára aldurstakmark.Svona líta tjaldbúðir ferðamannanna á jöklinum út.Mynd/Pure AdventuresPétur Haukur tekur fram að fólk þurfi að vera vel búið ætli það upp á jökulinn og því dugi ekki að mæta í strigaskóm. „Fólk þarf auðvitað að vera vel skóað og í hlýjum fatnaði. Annars er þetta ekki líkamlega krefjandi og ætti því að henta öllum sem vilja prófa eitthvað nýtt og spennandi." Boðið er upp á jöklagistingu fram til 1. september og aftur frá og með 1. maí á næsta ári. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunum pureadventures.is og glaciercamps.is. sara@frettabladid.is Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem ferðamönnum gefst kostur á að eyða nótt uppi á íslenskum jökli," segir Pétur Haukur Loftsson, starfsmaður hjá Pure Adventures, en fyrirtækið skipuleggur ferðir upp á Langjökul í samstarfi við Add Ice. Fyrsta ferðin var farin á mánudag og var þá ekið á átta dekkja trukki upp á Langjökul frá skálanum Jaka, komið við í tjaldbúðum í um 1.200 metra hæð og því næst farið alla leið upp á topp jökulsins. Þaðan gátu ferðamennirnir notið útsýnis til allra átta áður en farið var aftur í búðirnar þar sem fólk fékk mat, drykk og gistingu í sérútbúnum jökultjöldum. Að sögn Péturs Hauks tekur ferðafólkið fullan þátt í þeim verkum sem þarf að inna af hendi í tjaldbúðunum og aðstoða þannig við eldamennsku og vatnssöfnun. Pétur Haukur segir það einstaka upplifun að eyða nótt uppi á Langjökli enda sé friðsældin mikil. „Þögnin er algjör, maður heyrir ekkert nema mögulega í einstaka flugvél. Svo vaknar maður morguninn eftir með einstakt útsýni sem má hiklaust kalla milljón dala útsýni," segir hann. Fyrirtækið býður upp á þrjár ólíkar ferðir á jökulinn. Sú fyrsta felur í sér akstur til og frá Reykjavík ásamt jöklaferðinni, næsta inniheldur einungis jöklaferðina og hentar því vel ferðamönnum sem eru á eigin bíl og loks er boðið upp á Gyllta hringinn á bakaleiðinni í þeirri þriðju. Ferðirnar kosta frá 65 þúsund til 85 þúsund krónur á mann og er tólf ára aldurstakmark.Svona líta tjaldbúðir ferðamannanna á jöklinum út.Mynd/Pure AdventuresPétur Haukur tekur fram að fólk þurfi að vera vel búið ætli það upp á jökulinn og því dugi ekki að mæta í strigaskóm. „Fólk þarf auðvitað að vera vel skóað og í hlýjum fatnaði. Annars er þetta ekki líkamlega krefjandi og ætti því að henta öllum sem vilja prófa eitthvað nýtt og spennandi." Boðið er upp á jöklagistingu fram til 1. september og aftur frá og með 1. maí á næsta ári. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunum pureadventures.is og glaciercamps.is. sara@frettabladid.is
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning