Lífið

Katrín fer í lagningu þrisvar í viku

Katrínu hertogaynju af Cambridge er svo annt um hárið sitt að hún heimsækir hárgreiðslustofu sína þrisvar í viku.
Katrínu hertogaynju af Cambridge er svo annt um hárið sitt að hún heimsækir hárgreiðslustofu sína þrisvar í viku.
Katrín hertogaynja af Cambridge er mikið í mun að skarta fallegu hári og heimsækir þess vegna hárgreiðslustofuna sína þrisvar í viku. Katrín hefur verið með sama hárgreiðslumann í tíu ár en hún vill ekki fá hárgreiðslumanninn sinn heim til sín eins og venjan er hjá ríka og fræga fólkinu í Bretlandi.

„Katrínu finnst gaman að gera sér ferð á stofuna því henni líður vel þar og þekkir alla," segja heimildir blaðsins US Weekly sem greinir frá þessum venjum hertogaynjunnar. Einnig kemur fram að Katrín láti blása hár sitt í hvert sinn en það var hárgreiðslustofan, Richard Wards í London, sem sá um að greiða henni á brúðkaupsdaginn í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.