Lífið

Katie Holmes er búin að taka giftingahringinn niður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessi mynd af Katie Holmes náðist í New York í gær.
Þessi mynd af Katie Holmes náðist í New York í gær. mynd/ afp.
Katie Holmes, barnsmóðir Tom Cruise, er búin að taka niður giftingahringinn. Hún sást án hans í fyrsta skipti í New York í gær. Ljósmyndarar sátu fyrir henni í New York. Katie var með hringinn í síðustu viku en á föstudaginn sagði tímaritið People frá því að Katie hefði sótt um skilnað.

Katie mun hafa fullyrt við vini og vandamenn að hjónabandið hafi verið í molum í að minnsta kosti sex mánuði. Heimildarmenn tengdir Tom Cruise segja að skilnaðurinn komi Cruise í opna skjöldu.

Tom Cruise, sem á fimmtugsafmæli í dag, var staddur hér á landi í gær. Lítið er vitað um það hvernig hann ver afmælisdeginum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.