Jeppaferðir hafa aldrei verið vinsælli 5. júlí 2012 12:00 Jeppaferðir hafa færst mjög í aukana á undanförnum árum. Sífellt fleiri fyrirtæki skjóta upp kollinum sem bjóða upp á ferðir um landið á fjallajeppum, en það eru helst útlendingar sem sækja ferðirnar. „Þegar við vorum að byrja í þessum bransa fyrir sautján árum voru kannski tvö eða þrjú fyrirtæki í þessu en nú eru þau orðin svo mörg að ég hef enga tölu á því," segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi um jeppaferðir á Íslandi. Björn Hróarsson hjá Extreme Iceland tekur í sama streng og Kristján og segir aukninguna hafa verið mikla á síðustu árum, en hann er búinn að vera viðloðandi þennan bransa í rúm 30 ár. „Aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum, bara álíka og fjölgun ferðamanna til landsins og jafnvel meira," segir hann. Svo virðist vera sem erlendir ferðamenn hafi töluvert meiri áhuga á jeppaferðum en Íslendingar og eru þeir Björn og Kristján sammála um að það séu nær eingöngu útlendingar sem sæki ferðirnar. Kristján segir þó alltaf eitthvað um það að Íslendingar óski eftir ferðum líka. „Það er til dæmis mikið um að starfsmannafélög fari í ferðir með okkur, eða fyrirtæki sem eru með erlenda gesti og þá fylgja oft Íslendingar með," segir hann. Þó jeppaferðir séu farnar allt árið um kring er þó alltaf meira um að vera yfir sumartímann. „Það var ekki mikið að gera hjá okkur yfir vetrartímann fyrstu tvö eða þrjú árin en fljótlega eftir það fór að vera straumur í ferðir allt árið um kring. Það fer þó eftir árstíðum hvaða ferðir eru vinsælastar," segir Kristján. Jeppaferðir blandast oft saman við annars konar ferðir og segir Kristján vera hægt að flétta flesta hugsanlega afþreyingu inn í ferðirnar. Hann segir þá hjá Mountain Taxi fara mest í ferðir í Þórsmörk, í Landmannalaugar, á Langjökul og á Fjallabakssvæðið auk þess sem fólk kjósi oft að fara í lengri ferðir sem taki þá allt upp í tvær vikur. Hann segir ferðir á Gullfoss og Geysi líka alltaf vera mjög vinsælar. Björn nefnir einnig Þórsmörk, Landmannalaugar og Langjökul sem vinsælustu ferðirnar hjá Extreme Iceland og bætir við ferðum á Jökulsárlón og Hveravelli. Einnig segir hann þá bjóða upp á hringferðir sem séu mjög vinsælar. „Við erum yfirleitt alltaf með að minnsta kosti eina hringferð í gangi. Í augnablikinu erum við með þrjár," segir hann. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Jeppaferðir hafa færst mjög í aukana á undanförnum árum. Sífellt fleiri fyrirtæki skjóta upp kollinum sem bjóða upp á ferðir um landið á fjallajeppum, en það eru helst útlendingar sem sækja ferðirnar. „Þegar við vorum að byrja í þessum bransa fyrir sautján árum voru kannski tvö eða þrjú fyrirtæki í þessu en nú eru þau orðin svo mörg að ég hef enga tölu á því," segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi um jeppaferðir á Íslandi. Björn Hróarsson hjá Extreme Iceland tekur í sama streng og Kristján og segir aukninguna hafa verið mikla á síðustu árum, en hann er búinn að vera viðloðandi þennan bransa í rúm 30 ár. „Aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum, bara álíka og fjölgun ferðamanna til landsins og jafnvel meira," segir hann. Svo virðist vera sem erlendir ferðamenn hafi töluvert meiri áhuga á jeppaferðum en Íslendingar og eru þeir Björn og Kristján sammála um að það séu nær eingöngu útlendingar sem sæki ferðirnar. Kristján segir þó alltaf eitthvað um það að Íslendingar óski eftir ferðum líka. „Það er til dæmis mikið um að starfsmannafélög fari í ferðir með okkur, eða fyrirtæki sem eru með erlenda gesti og þá fylgja oft Íslendingar með," segir hann. Þó jeppaferðir séu farnar allt árið um kring er þó alltaf meira um að vera yfir sumartímann. „Það var ekki mikið að gera hjá okkur yfir vetrartímann fyrstu tvö eða þrjú árin en fljótlega eftir það fór að vera straumur í ferðir allt árið um kring. Það fer þó eftir árstíðum hvaða ferðir eru vinsælastar," segir Kristján. Jeppaferðir blandast oft saman við annars konar ferðir og segir Kristján vera hægt að flétta flesta hugsanlega afþreyingu inn í ferðirnar. Hann segir þá hjá Mountain Taxi fara mest í ferðir í Þórsmörk, í Landmannalaugar, á Langjökul og á Fjallabakssvæðið auk þess sem fólk kjósi oft að fara í lengri ferðir sem taki þá allt upp í tvær vikur. Hann segir ferðir á Gullfoss og Geysi líka alltaf vera mjög vinsælar. Björn nefnir einnig Þórsmörk, Landmannalaugar og Langjökul sem vinsælustu ferðirnar hjá Extreme Iceland og bætir við ferðum á Jökulsárlón og Hveravelli. Einnig segir hann þá bjóða upp á hringferðir sem séu mjög vinsælar. „Við erum yfirleitt alltaf með að minnsta kosti eina hringferð í gangi. Í augnablikinu erum við með þrjár," segir hann. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög