Lífið

Hrefna Rósa grillar fyrir landsmenn

Hrefna Rósa.
Hrefna Rósa.
„Ég hef sjaldan hlakkað jafn mikið til enda er þetta sjónvarp allra landsmanna,“ segir kokkurinn Hrefna Rósa Sætran sem ætlar að grilla fyrir landsmenn á Ríkissjónvarpinu í haust.

Hrefna Rósa er þessa dagana að undirbúa tökur á nýrri þáttaröð sem sérhæfir sig í grillmatreiðslu. Serían er leikstýrð af Kristófer Dignus og framleidd af Stórveldinu. Hrefna Rósa er ánægð að fá tækifæri til að elda á Rúv en hún hefur undanfarin ár verið með matreiðsluþætti á Skjá einum.

„Ég var svo heppin að þeir hjá Stórveldinu höfðu samband við mig og gáfu mér þetta tækifæri,? segir Hrefna sem hefur notað alla helgina til að undirbúa tökurnar sem hefjast á pallinum í garðinum hennar í dag. ?Við smíðuðum risastóran pall síðasta sumar og nú er búið að breyta honum í glæsilegt stúdíó.“

Ekki er ennþá komið nafn á þættina en þeir verða sex talsins, hálftíma að lengd og hefjast sýningar í ágúst. Hrefna segist ætla að einbeita sér að einu hráefni í hverju þætti og vill kenna fólki góð og einföld ráð við grillið.

„Hugmyndin kom upp samhliða bókinni minni, Grillbók Hagkaupa, en í þáttunum ætla ég að nota uppskriftir úr bókinni og sýna hvernig ég grilla,“ segir Hrefna Rósa sem sjálf grillar einungis á kolagrilli. „Ég hef alltaf gert það, bæði heima og svo á Fisk- og Grillmarkaðnum, en það er ekki vegna þess að mér finnst það betra heldur meira svona vani. Í þáttunum nota ég samt gasgrill því flestir eiga svoleiðis.“ -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.