Fleiri fréttir Jennifer langar að flytja Jennifer Lopez vill flytja til New York en hún og eiginmaður hennar, Marc Anthony, búa í Los Angeles um þessar mundir. Lopez þráir að ala börnin sín upp í eðlilegu umhverfi þar sem glys og prjál kvikmyndaborgarinnar er víðsfjarri. 4.7.2011 20:00 Leiðar á krepputali "Ástæðan fyrir því að við byrjuðum á þessu var að við vorum svo leiðar á þessu krepputali," segir Karlotta Sigurðardóttir í meðfylgjandi myndskeiði spurð út í félagsskap sem hún tilheyrir, sem kallast Maddömurnar frá Sauðárkróki, en þær bökuðu gómsætar lummur fyrir börnin á Landsmóti hestamanna í ár. Sjá myndir frá Landsmóti hér. 4.7.2011 18:19 Með fjörutíu feta gám á Landsmót „Við bara fórum norður með fjörutíu feta gám þó það væri þriggja stiga hiti. Okkur leist ekki á blikuna en létum vaða," sögðu Bergþóra Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri verslunarinnar Lífland og Rúnar Þór Guðbrandsson. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði tóku þau sig til og fluttu heila verslun norður á Landsmót hestamanna sem fram fór á Vindheimamelum í Skagafirði. Lífland.is Sjá myndir frá Landsmóti hér. 4.7.2011 17:45 Fjölbreytt mannlíf á Landsmóti hestamanna Í meðfylgjandi myndasafni má greinilega sjá þá góðu stemningu sem ríkti á meðal fjölda gesta sem nutu þess að fylgjast með flestum af fallegustu gæðingum landsins á Landsmóti hestamanna sem lauk í gær. 4.7.2011 14:00 Owen Wilson drekkur burt sorgir sínar Vinir leikarans Owen Wilson óttast um heilsu hans eftir sambandsslit hans við barnsmóður sína. Wilson ku vera mjög niðurdreginn og hefur leitað sér huggunar í faðmi Bakkusar. 4.7.2011 15:15 John Grant tilnefndur Tónlistarmaðurinn John Grant, sem spilar á Airwaves-hátíðinni í haust, hefur verið tilnefndur til þrennra verðlauna hjá breska tímaritinu Mojo, þar á meðal fyrir bestu plötuna. Annar tónlistarmaður, Rumer, fékk einnig þrjár tilnefningar. Rokksveitin Arctic Monkeys frá Sheffield fékk tvær, rétt eins og hljómsveitin Arcade Fire sem gaf út plötuna Suburbs. The Vaccines, með Árna Hjörvar á bassanum, fékk eina tilnefningu, eða fyrir besta nýja flytjandann. Verðlaunahátíðin verður haldin í London 21. júlí. 4.7.2011 15:00 Beckham spilar Bítlalög fyrir ófædda dóttur sína Fótboltahetjan David Beckham hefur hlaðið niður vögguvísuútgáfum af Bítlalögunum fyrir ófædda dóttur sína sem kemur í heiminn í næsta mánuði. "David hefur verið að hlaða niður vögguvísum fyrir barnið okkar. Ég elska plötuna The Beatles,“ skrifaði Victoria Beckham á Twitter. Þessi tíðindi hafa ýtt undir orðróm um að dóttirin verði skírð Jude, eftir Bítlalaginu Hey Jude. Það var tólf ára sonur þeirra, Brooklyn, sem stakk upp á nafninu. Hinn átta ára Romeo stakk upp á nafninu Justine Bieber en telja má ólíklegt að það verði fyrir valinu. "Það koma þrjú nöfn til greina og þau eru algjört leyndarmál,“ sagði heimildarmaður. 4.7.2011 14:00 Jógvan krækti í vænan lax í Langá „Þetta tók vel á, ég var orðinn ansi þreyttur í upphandleggsvöðvunum,“ segir Jógvan Hansen söngvari, sem veiddi fimmtán punda lax í Langá á dögunum. 4.7.2011 13:00 Skokkar berfættur um bæinn "Ég hélt alltaf að hlaup væru það leiðinlegasta sem hægt væri að gera — af öllu,“ segir Eyvindur Karlsson, grínisti og nýútskrifaður leikstjóri úr East 15-skólanum í Lundúnum. 4.7.2011 12:00 Gleðja fólk með dansi Dansdúettinn Brak mun gleðja gesti og gangandi í miðbæ Reykjavíkur með dansi í sumar. Dúettinn skipa þær Snæfríður Ingvarsdóttir og Hildur Margrét Jóhannsdóttir. 4.7.2011 11:00 Einar Snorri til liðs við Firsteight „Ég ætla að einbeita mér svolítið að þessu núna,“ segir ljósmyndarinn og auglýsingaleikstjórinn Einar Snorri. 4.7.2011 09:30 Áhyggjufull Demi Moore Demi Moore óttast að eiginmaður hennar, Ashton Kutcher, muni missa áhugann á hjónabandinu nú þegar hann er farinn að vinna við sjónvarpsþáttinn Two and a Half Men. 4.7.2011 09:00 Fær sér húðflúr í fyrsta sinn Leikkonan Jennifer Aniston sást á dögunum spássera um götur New York með húðflúr á hægri fæti. Það var nafnið Norman sem var skrifað með skrautskrift á ökklann en það er nafnið á hundi Aniston sem lést í vor. 3.7.2011 11:00 Viskíauglýsing tekin upp á Íslandi Tökum fyrir erlenda aðila hefur fjölgað hér á landi undanfarið þrátt fyrir tvö eldgos á rúmu ári. Þetta segir Andrea Brabin, eigandi Eskimo umboðsskrifstofunnar, sem leitar nú að þrjú hundruð manns til að leika í erlendri auglýsingu. 2.7.2011 17:00 Tónleikahaldarar snúa bökum saman og stofna BÍT Bandalag íslenskra tónleikahaldara, BÍT, hefur verið stofnað hér á landi. Markmiðið með samtökunum er að styrkja bakland tónleikahaldara og verja hagsmuni þeirra. 2.7.2011 14:15 Frumleg og skringileg Björk Guðmundsdóttir fær mjög góða dóma í The Guardian, einu virtasta dagblaði Englands, fyrir fyrstu Biohpilia-tónleika sína á menningarhátíðinni í Manchester. 2.7.2011 12:00 Sigrún dagskrárstjóri sofnaði yfir Bíódögum "Ég gerði smá tilraun á sjálfri mér á fimmtudagskvöldið þegar við sýndum Bíódaga. Og ég var farin að sofa um miðja mynd,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. 2.7.2011 10:30 Fluttur á sjúkrahús Írinn Jonathan Rhys-Meyers, sem lék Henry VIII í sjónvarpsþáttunum The Tudors, var fluttur á sjúkrahús fyrir skömmu eftir að hafa tekið of stóran skammt af pillum. Talið er að um sjálfsvígstilraun hafi verið að ræða. Atvikið átti sér stað á heimili hans og fannst hann liggjandi á gólfinu í lyfjamóki. Að sögn götublaðsins The Sun var lögreglan kölluð á staðinn eftir að hann neitaði að fá aðhlynningu sjúkraliða. Meyers, sem lék á móti Anitu Briem í The Tudors, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu. Stutt er síðan hann fór í sína fimmtu meðferð en hún virðist ekki hafa skilað sínu. 2.7.2011 08:45 Gallagher þolir ekki rödd söngvara Muse Spjátrungurinn Liam Gallagher segir að hann sé hræddur við hljómsveitina Muse og að tónlist hennar sé "fjandi hrollvekjandi skítur“. 1.7.2011 22:00 Frábær frammistaða Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hefur fengið frábæra dóma fyrir túlkuna sína á Ríkharði III í Old Vic-leikhúsinu í London. Óskarsverðlaunahafinn leikur þennan frægasta þorpara Shakespeares með fótinn í stálspelku, haltrandi með staf. 1.7.2011 20:00 Einstæð og ættleiðir Leikkonan Denise Richards ættleiddi á dögunum nýfædda stúlku sem hefur fengið nafnið Joni. Richards á fyrir tvær dætur með leikaranum og vandræðagemlingnum Charlie Sheen en þau skildu árið 2006. Miklar forræðisdeilur hafa staðið á milli þeirra en deilurnar leystust í fyrra og deila þau nú forræði. 1.7.2011 15:00 Með augum útgefandans Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hefur fært sig upp á skaftið sem ljósmyndari. Á dögunum hélt hann sýningu á Íslendingaslóðum í Kanada og á laugardag opnar hann sýningu með landslagsmyndum úr Skorradal. 1.7.2011 14:00 Lávarðurinn Eyfi tekur Valdimar undir sinn væng „Þetta leggst mjög vel í mig. Það verður gaman að prófa eitthvað nýtt,“ segir popparinn Eyjólfur Kristjánsson. Hann verður heiðursgestur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans um verslunarmannahelgina og stígur þar á svið með hljómsveitinni Valdimar. 1.7.2011 12:00 Opnar veitingastað gengin 29 vikur "Ég er komin 29 vikur og er með strák. Ég leit í spegil í gær þegar ég var að gera mig tilbúna fyrir partýið og sá þá eiginlega í fyrsta skipti ólétta konu," svarar Hrefna Sætran sem opnaði nýjan veitingastað, Grillmarkaðinn, í Lækjargötu í gær. 1.7.2011 11:15 Fredrik elskar íslenska hönnun Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. 1.7.2011 11:00 Potts aftur með Bó Paul Potts, hinn heimsþekkti tenór úr Britain"s Got Talent, verður aftur gestur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í ár. Þetta staðfestir Björgvin í samtali við Fréttablaðið. 1.7.2011 10:00 Stjörnurnar mæta í konunglega brúðkaupið í Mónakó Áhugamenn um kóngafólk og stjörnur úr Hollywood eiga annasama helgi framundan þegar Albert fursti af Mónakó gengur að eiga Charlene Wittstock. Á gestalista brúðkaups Alberts fursta af Mónakó og Charlene Wittstock er að finna aragrúa af frægum nöfnum. Albert er þekktur fyrir að vera vel tengdur inn í Hollywood-heiminn og bíða því margir í eftirvæntingu eftir að sjá hvaða fræga fólk á eftir að heiðra brúðhjónin með nærveru sinni. 1.7.2011 10:00 Sólveig vinsæl hjá Þjóðverjum "Þetta er pínulítið eins og að fara í sumarbúðir," segir Sólveig Arnarsdóttir leikkona. Síðasta tvo og hálfan mánuðinn hefur Sólveig verið á Gotlandi, lítilli eyju undan ströndum Svíþjóðar, við tökur á þýskum sakamálaþáttum, Der Kommissar und Das Meer eða Lögregluforinginn og hafið. Um er að ræða tvær níutíu mínútna langar sjónvarpsmyndir sem byggðar eru á samnefndum bókum eftir sænska höfundinn Mari Jungstedt. Leikkonan hefur ekki verið ein á tökustað, með henni eru maðurinn hennar og nýfætt barn. "Og það kippir sér enginn upp við það þegar ég þarf að gefa því að drekka á milli atriða." 1.7.2011 09:45 Courtney Love stal bíl og bílstjóra Courtney Love gerði ljósmyndarann David LaChapelle brjálaðan fyrr í vikunni þegar hún stal bílnum hans, samkvæmt dagblaðinu New York Post. 1.7.2011 09:00 Lára í garðpartíi Laugavegurinn verður opnaður sem göngugata í dag og af því tilefni munu verslunin Spúútnik og skemmtistaðurinn Dillon halda heljarinnar garðpartí í Dillon-garðinum yfir helgina. Skemmtiatriði verða fyrir alla fjölskylduna; tónleikar, trúðar, andlitsmálning, eldgleypir og grillaðar pylsur. 1.7.2011 08:30 Sjá næstu 50 fréttir
Jennifer langar að flytja Jennifer Lopez vill flytja til New York en hún og eiginmaður hennar, Marc Anthony, búa í Los Angeles um þessar mundir. Lopez þráir að ala börnin sín upp í eðlilegu umhverfi þar sem glys og prjál kvikmyndaborgarinnar er víðsfjarri. 4.7.2011 20:00
Leiðar á krepputali "Ástæðan fyrir því að við byrjuðum á þessu var að við vorum svo leiðar á þessu krepputali," segir Karlotta Sigurðardóttir í meðfylgjandi myndskeiði spurð út í félagsskap sem hún tilheyrir, sem kallast Maddömurnar frá Sauðárkróki, en þær bökuðu gómsætar lummur fyrir börnin á Landsmóti hestamanna í ár. Sjá myndir frá Landsmóti hér. 4.7.2011 18:19
Með fjörutíu feta gám á Landsmót „Við bara fórum norður með fjörutíu feta gám þó það væri þriggja stiga hiti. Okkur leist ekki á blikuna en létum vaða," sögðu Bergþóra Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri verslunarinnar Lífland og Rúnar Þór Guðbrandsson. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði tóku þau sig til og fluttu heila verslun norður á Landsmót hestamanna sem fram fór á Vindheimamelum í Skagafirði. Lífland.is Sjá myndir frá Landsmóti hér. 4.7.2011 17:45
Fjölbreytt mannlíf á Landsmóti hestamanna Í meðfylgjandi myndasafni má greinilega sjá þá góðu stemningu sem ríkti á meðal fjölda gesta sem nutu þess að fylgjast með flestum af fallegustu gæðingum landsins á Landsmóti hestamanna sem lauk í gær. 4.7.2011 14:00
Owen Wilson drekkur burt sorgir sínar Vinir leikarans Owen Wilson óttast um heilsu hans eftir sambandsslit hans við barnsmóður sína. Wilson ku vera mjög niðurdreginn og hefur leitað sér huggunar í faðmi Bakkusar. 4.7.2011 15:15
John Grant tilnefndur Tónlistarmaðurinn John Grant, sem spilar á Airwaves-hátíðinni í haust, hefur verið tilnefndur til þrennra verðlauna hjá breska tímaritinu Mojo, þar á meðal fyrir bestu plötuna. Annar tónlistarmaður, Rumer, fékk einnig þrjár tilnefningar. Rokksveitin Arctic Monkeys frá Sheffield fékk tvær, rétt eins og hljómsveitin Arcade Fire sem gaf út plötuna Suburbs. The Vaccines, með Árna Hjörvar á bassanum, fékk eina tilnefningu, eða fyrir besta nýja flytjandann. Verðlaunahátíðin verður haldin í London 21. júlí. 4.7.2011 15:00
Beckham spilar Bítlalög fyrir ófædda dóttur sína Fótboltahetjan David Beckham hefur hlaðið niður vögguvísuútgáfum af Bítlalögunum fyrir ófædda dóttur sína sem kemur í heiminn í næsta mánuði. "David hefur verið að hlaða niður vögguvísum fyrir barnið okkar. Ég elska plötuna The Beatles,“ skrifaði Victoria Beckham á Twitter. Þessi tíðindi hafa ýtt undir orðróm um að dóttirin verði skírð Jude, eftir Bítlalaginu Hey Jude. Það var tólf ára sonur þeirra, Brooklyn, sem stakk upp á nafninu. Hinn átta ára Romeo stakk upp á nafninu Justine Bieber en telja má ólíklegt að það verði fyrir valinu. "Það koma þrjú nöfn til greina og þau eru algjört leyndarmál,“ sagði heimildarmaður. 4.7.2011 14:00
Jógvan krækti í vænan lax í Langá „Þetta tók vel á, ég var orðinn ansi þreyttur í upphandleggsvöðvunum,“ segir Jógvan Hansen söngvari, sem veiddi fimmtán punda lax í Langá á dögunum. 4.7.2011 13:00
Skokkar berfættur um bæinn "Ég hélt alltaf að hlaup væru það leiðinlegasta sem hægt væri að gera — af öllu,“ segir Eyvindur Karlsson, grínisti og nýútskrifaður leikstjóri úr East 15-skólanum í Lundúnum. 4.7.2011 12:00
Gleðja fólk með dansi Dansdúettinn Brak mun gleðja gesti og gangandi í miðbæ Reykjavíkur með dansi í sumar. Dúettinn skipa þær Snæfríður Ingvarsdóttir og Hildur Margrét Jóhannsdóttir. 4.7.2011 11:00
Einar Snorri til liðs við Firsteight „Ég ætla að einbeita mér svolítið að þessu núna,“ segir ljósmyndarinn og auglýsingaleikstjórinn Einar Snorri. 4.7.2011 09:30
Áhyggjufull Demi Moore Demi Moore óttast að eiginmaður hennar, Ashton Kutcher, muni missa áhugann á hjónabandinu nú þegar hann er farinn að vinna við sjónvarpsþáttinn Two and a Half Men. 4.7.2011 09:00
Fær sér húðflúr í fyrsta sinn Leikkonan Jennifer Aniston sást á dögunum spássera um götur New York með húðflúr á hægri fæti. Það var nafnið Norman sem var skrifað með skrautskrift á ökklann en það er nafnið á hundi Aniston sem lést í vor. 3.7.2011 11:00
Viskíauglýsing tekin upp á Íslandi Tökum fyrir erlenda aðila hefur fjölgað hér á landi undanfarið þrátt fyrir tvö eldgos á rúmu ári. Þetta segir Andrea Brabin, eigandi Eskimo umboðsskrifstofunnar, sem leitar nú að þrjú hundruð manns til að leika í erlendri auglýsingu. 2.7.2011 17:00
Tónleikahaldarar snúa bökum saman og stofna BÍT Bandalag íslenskra tónleikahaldara, BÍT, hefur verið stofnað hér á landi. Markmiðið með samtökunum er að styrkja bakland tónleikahaldara og verja hagsmuni þeirra. 2.7.2011 14:15
Frumleg og skringileg Björk Guðmundsdóttir fær mjög góða dóma í The Guardian, einu virtasta dagblaði Englands, fyrir fyrstu Biohpilia-tónleika sína á menningarhátíðinni í Manchester. 2.7.2011 12:00
Sigrún dagskrárstjóri sofnaði yfir Bíódögum "Ég gerði smá tilraun á sjálfri mér á fimmtudagskvöldið þegar við sýndum Bíódaga. Og ég var farin að sofa um miðja mynd,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. 2.7.2011 10:30
Fluttur á sjúkrahús Írinn Jonathan Rhys-Meyers, sem lék Henry VIII í sjónvarpsþáttunum The Tudors, var fluttur á sjúkrahús fyrir skömmu eftir að hafa tekið of stóran skammt af pillum. Talið er að um sjálfsvígstilraun hafi verið að ræða. Atvikið átti sér stað á heimili hans og fannst hann liggjandi á gólfinu í lyfjamóki. Að sögn götublaðsins The Sun var lögreglan kölluð á staðinn eftir að hann neitaði að fá aðhlynningu sjúkraliða. Meyers, sem lék á móti Anitu Briem í The Tudors, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu. Stutt er síðan hann fór í sína fimmtu meðferð en hún virðist ekki hafa skilað sínu. 2.7.2011 08:45
Gallagher þolir ekki rödd söngvara Muse Spjátrungurinn Liam Gallagher segir að hann sé hræddur við hljómsveitina Muse og að tónlist hennar sé "fjandi hrollvekjandi skítur“. 1.7.2011 22:00
Frábær frammistaða Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hefur fengið frábæra dóma fyrir túlkuna sína á Ríkharði III í Old Vic-leikhúsinu í London. Óskarsverðlaunahafinn leikur þennan frægasta þorpara Shakespeares með fótinn í stálspelku, haltrandi með staf. 1.7.2011 20:00
Einstæð og ættleiðir Leikkonan Denise Richards ættleiddi á dögunum nýfædda stúlku sem hefur fengið nafnið Joni. Richards á fyrir tvær dætur með leikaranum og vandræðagemlingnum Charlie Sheen en þau skildu árið 2006. Miklar forræðisdeilur hafa staðið á milli þeirra en deilurnar leystust í fyrra og deila þau nú forræði. 1.7.2011 15:00
Með augum útgefandans Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hefur fært sig upp á skaftið sem ljósmyndari. Á dögunum hélt hann sýningu á Íslendingaslóðum í Kanada og á laugardag opnar hann sýningu með landslagsmyndum úr Skorradal. 1.7.2011 14:00
Lávarðurinn Eyfi tekur Valdimar undir sinn væng „Þetta leggst mjög vel í mig. Það verður gaman að prófa eitthvað nýtt,“ segir popparinn Eyjólfur Kristjánsson. Hann verður heiðursgestur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans um verslunarmannahelgina og stígur þar á svið með hljómsveitinni Valdimar. 1.7.2011 12:00
Opnar veitingastað gengin 29 vikur "Ég er komin 29 vikur og er með strák. Ég leit í spegil í gær þegar ég var að gera mig tilbúna fyrir partýið og sá þá eiginlega í fyrsta skipti ólétta konu," svarar Hrefna Sætran sem opnaði nýjan veitingastað, Grillmarkaðinn, í Lækjargötu í gær. 1.7.2011 11:15
Fredrik elskar íslenska hönnun Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. 1.7.2011 11:00
Potts aftur með Bó Paul Potts, hinn heimsþekkti tenór úr Britain"s Got Talent, verður aftur gestur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í ár. Þetta staðfestir Björgvin í samtali við Fréttablaðið. 1.7.2011 10:00
Stjörnurnar mæta í konunglega brúðkaupið í Mónakó Áhugamenn um kóngafólk og stjörnur úr Hollywood eiga annasama helgi framundan þegar Albert fursti af Mónakó gengur að eiga Charlene Wittstock. Á gestalista brúðkaups Alberts fursta af Mónakó og Charlene Wittstock er að finna aragrúa af frægum nöfnum. Albert er þekktur fyrir að vera vel tengdur inn í Hollywood-heiminn og bíða því margir í eftirvæntingu eftir að sjá hvaða fræga fólk á eftir að heiðra brúðhjónin með nærveru sinni. 1.7.2011 10:00
Sólveig vinsæl hjá Þjóðverjum "Þetta er pínulítið eins og að fara í sumarbúðir," segir Sólveig Arnarsdóttir leikkona. Síðasta tvo og hálfan mánuðinn hefur Sólveig verið á Gotlandi, lítilli eyju undan ströndum Svíþjóðar, við tökur á þýskum sakamálaþáttum, Der Kommissar und Das Meer eða Lögregluforinginn og hafið. Um er að ræða tvær níutíu mínútna langar sjónvarpsmyndir sem byggðar eru á samnefndum bókum eftir sænska höfundinn Mari Jungstedt. Leikkonan hefur ekki verið ein á tökustað, með henni eru maðurinn hennar og nýfætt barn. "Og það kippir sér enginn upp við það þegar ég þarf að gefa því að drekka á milli atriða." 1.7.2011 09:45
Courtney Love stal bíl og bílstjóra Courtney Love gerði ljósmyndarann David LaChapelle brjálaðan fyrr í vikunni þegar hún stal bílnum hans, samkvæmt dagblaðinu New York Post. 1.7.2011 09:00
Lára í garðpartíi Laugavegurinn verður opnaður sem göngugata í dag og af því tilefni munu verslunin Spúútnik og skemmtistaðurinn Dillon halda heljarinnar garðpartí í Dillon-garðinum yfir helgina. Skemmtiatriði verða fyrir alla fjölskylduna; tónleikar, trúðar, andlitsmálning, eldgleypir og grillaðar pylsur. 1.7.2011 08:30