Lífið

Beckham spilar Bítlalög fyrir ófædda dóttur sína

Fótboltahetjan hefur hlaðið niður Bítlalögum.
Fótboltahetjan hefur hlaðið niður Bítlalögum.
Fótboltahetjan David Beckham hefur hlaðið niður vögguvísuútgáfum af Bítlalögunum fyrir ófædda dóttur sína sem kemur í heiminn í næsta mánuði.

„David hefur verið að hlaða niður vögguvísum fyrir barnið okkar. Ég elska plötuna The Beatles," skrifaði Victoria Beckham á Twitter. Þessi tíðindi hafa ýtt undir orðróm um að dóttirin verði skírð Jude, eftir Bítlalaginu Hey Jude. Það var tólf ára sonur þeirra, Brooklyn, sem stakk upp á nafninu.

Hinn átta ára Romeo stakk upp á nafninu Justine Bieber en telja má ólíklegt að það verði fyrir valinu. „Það koma þrjú nöfn til greina og þau eru algjört leyndarmál," sagði heimildarmaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.