Fleiri fréttir Gusgus undirbýr sprengju - eitt skemmtilegasta kvöld sumarsins Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að ein ástsælasta hljómsveit landsins, Gusgus, gaf út nýja plötu í byrjun vikunnar. Platan, Arabian Horse, er strax farin að vekja mikla athygli og fá toppdóma hér heima og út um allan heim. 27.5.2011 16:15 Snilldarhönnun fyrir barnshafandi konur Hera Guðmundsdóttir nemandi á öðru ári í fatahönnun í LHÍ, sigraði samvinnuverkefni milli fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands og verslunarinnar Tvö líf, sem selur fatnað fyrir konur á meðgöngu. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Hera hönnunina ásamt Ásdísi Birtu Gunnarsdóttur verslunareiganda. 27.5.2011 15:11 Kæruleysislegt en ekki asnalegt Sjöunda þáttaröð Popppunkts hefst á laugardagskvöld í Sjónvarpinu þegar Vinir Sjonna og Stjórnin eigast við. Sumarið leggst vel í spurningahöfundinn Dr. Gunna, sem er að vonum ánægður með vinsældirnar sem þættirnir hafa notið. „Fólk hefur haft það á orði að þetta sé kæruleysislegt en samt ekki asnalegt,“ segir hann. 27.5.2011 15:00 Hangover II Meðfylgjandi myndir voru teknar á sérstakri forsýningu Sambíóanna á kvikmyndinni Hangover 2 í Egilshöll. Gestirnir veinuðu úr hlátri nánast alla myndina sem toppar fyrri myndina svo sannarlega. Hangover 2 verður frumsýnd í dag í Sambíóunum Álfabakka og Sambíóunum Kringlunni og Egilshöll. Sjá nánar hér. 27.5.2011 14:26 Ekki nógu fínir fyrir Hörpuna "Þetta er okkar Harpa,“ segir tónlistarmaðurinn KK sem spilar með Magga Eiríks á Kaffi Rósenberg í kvöld kl. 22. KK og Maggi eru báðir heiðursmeðlimir Blúsfélags Reykjavíkur og hafa gefið út sex plötur saman, þar á meðal þrjár vinsælar Ferðalaga-plötur. Þeir hafa spilað reglulega á Rósenberg um árin enda líður þeim ákaflega vel þar 27.5.2011 13:00 Íslenskir huldumenn opna hamborgarastað á Spáni "Þeir vilja nú helst ekki láta nafns síns getið,“ segir Eyþór Eiríksson, sem rekur hamborgarastað í borginni Torrevieja á Spáni. 27.5.2011 12:15 Slasaður hundur horfinn Gísli Rúnar Kristinsson saknar Millu sem er þriggja ára tík. Síðast sást til hennar snemma í gærmorgun á Dalvegi í Kópavogi. Hún svarar ef nafn hennar er kallað. Milla, sem er af mini doberman tegundinni, er væntanlega slösuð en Gísli fékk þær upplýsingar stuttu eftir að viðtalið var tekið við hann í dag að keyrt hafi verið utan í Millu og hún flúið óttaslegin af vettvangi í kjölfarið en það staðfestir að hún er á lífi. Vinsamlegast hafið samband við Gísla í síma 895-6667 ef þið hafið einhverjar upplýsingar um ferðir Millu. 27.5.2011 11:30 Hárkolla Arnars Gunnlaugs slær í gegn Landslið U21 hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu en liðið leikur í úrslitakeppni Evrópumótsins í júní í Danmörku. Og nú er búið að gera auglýsingar til að skapa smá stemningu fyrir mótið. 27.5.2011 11:30 Ekki búinn að jafna sig Leikarinn Ryan Reynolds er ekki búinn að jafna sig á skilnaðinum við leikkonuna Scarlett Johansson. 27.5.2011 11:00 Eigum ekki 300 milljónir "Þetta var skemmtileg hugmynd en þegar maður fór yfir málin og skoðaði það af alvöru þá var þetta ekki fyrir okkur. Þar að auki eigum við engar 300 milljónir,“ segir Sigmar Vilhjálmsson. Í lok apríl kvissaðist það út að tvíeykið Simmi og Jói hyggðust gera tilboð í flatbökufyrirtækið Pizza-Pizza, umboðsaðila Dominos, sem Landsbankinn tók yfir vegna skuldsetningar. 27.5.2011 10:00 Þetta kallast hörkukelerí á almannafæri Bieber Justin Bieber leiddi kærustuna sína Selenu Gomez á Havaí í gærdag. Þá buslaði kærustuparið í sjónum, fór á jet-ski og lét vel að hvort öðru. Ef meðfylgjandi myndir eru skoðaðar má sjá að parið lét lífvörðinn sem hékk utan í þeim ekki koma í veg fyrir hörkukelerí enda ástfangin upp fyrir haus. 27.5.2011 07:45 Þessi galli segir sex Jennifer Lopez, 41 árs, stillti sér upp á rauða dreglinum fyrir lokaþátt ameríska Idolsins klædd í ómótstæðilegan Michael Kors galla og Gucci skó. American Idol úrslitaþátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 20:30. Þá kemur í ljós hver stendur uppi sem sigurvegari, Lauren Alaina eða Scotty McCreery. 27.5.2011 07:05 Vill gefa út djassplötu Söngkonan Lady Gaga vill taka sér frí frá taktföstu danspoppinu og taka upp jólaplötu með þekktum djasslögum. 27.5.2011 07:00 Nolan til bjargar Matthew Modine Christopher Nolan er að safna liði fyrir þriðju mynd sína um Leðurblökumanninn. Meðal þeirra sem hafa bæst í hópinn eru sjónvarpsleikararnir Brett Cullen og Chris Ellis auk Tom Conti. Athyglisverðasta nafnið er hins vegar Matthew Modine. 26.5.2011 22:00 Ný Facebook-mynd Önnur kvikmynd þar sem afþreyingarvefurinn Facebook er umfjöllunarefnið er hugsanlega í undirbúningi. Framleiðandinn Warner Bros hefur tryggt sér réttinn á skáldsögunni The Future Of Us eftir þau Jay Asher og Carolyn Macker sem verður gefin út á þessu ári. 26.5.2011 20:00 Orðnir nógu miðaldra fyrir útrás til Danmerkur Ein langlífasta rokkhljómsveit Íslands, Ham, er að fara halda sína fyrstu tónleika í útlöndum í fimm ár. Þeir leita reyndar ekki langt yfir skammt heldur verða með tvenna tónleika í Danmörku, eina á Spot í Árósum og aðra í Kaupmannahöfn. "Ef tónleikarnir frá 2006 eru teknir frá þá höfum við ekki spilað erlendis síðan í New York, sællar minningar,“ segir Sigurjón Kjartasson, Ham-liði, í samtali við Fréttablaðið. Umrædd New York-ferð er sennilega ein frægasta rokkreisa íslenskrar hljómsveitar í háa herrans tíð. 26.5.2011 19:00 Takið eftir því hvað allir eru glaðir Það voru allir áberandi brosmildir í gær eins og myndirnar sýna greinilega þegar Aurora velgerðasjóður úthlutaði 10 milljónum til sviðslista en styrkurinn var tilkynntur í árlegri úthlutun sjóðsins 15. febrúar síðastliðinn þegar úthlutað var rúmlega 100 milljónum til ýmissa verkefna á sviði mannúðar, mennta og menningar hérlendis og í Afríkuríkinu Síerra Leóne. Með þessum styrk vill Aurora efla enn frekar sviðslistir með því að styrkja framúrskarandi verkefni sem væntanlega munu hafa varanleg áhrif og nýtast til framtíðar. Sjóðnum bárust alls 67 umsóknir sem var langt umfram það sem búist var við og er því ljóst að um mikla grósku er að ræða á vettvangi sviðslista á Íslandi. Stjórn Auroru fékk með sér í lið þau Viðar Eggertsson leikstjóra og Ingibjörgu Þórisdóttur dramatúrg og leiklistagagrýnanda, til að veita faglega ráðgjöf við val á verkefnum en lögð var mikil áhersla á að verkefnin væru listræn, metnaðarfull og unnin af fagfólki. Styrktarverkefnin: Vesturport - Nýtt leikrit byggt á þjóðsögunni um Axlar-Björn (4 milljónir) Íslenski dansflokkurinn - Uppfærsla á verki Ohad Naharin, Minus 16 (3 milljónir) 16 elskendur - Sýning ársins (2 milljónir) Brúðuleikhúsið 10 fingur - Litla skrímslið (1 milljón) 26.5.2011 17:37 Léttist um 53 kg (hljómar eins og lygasaga) Mamma og pabbi þau gáfu mér skíðatæki til að byrja heima því ég vildi ekki vera að fara í ræktina og láta alla sjá mig, svaraði Karen Anna Guðmundsdóttir, 30 ára, sem var 120 kg en hún hefur misst 53 kg síðan hún tók ákvörðun um að taka sig í gegn með því að hreyfa sig reglulega og borða rétt. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Karen Anna frá því hvernig hún fór að því að léttast um 53 kg og líðanin samhliða breytingunum. Þá má einnig sjá Freyju Sigurðardóttur einkaþjálfara. 26.5.2011 15:44 Öryggismyndavélar vakta hústökuhúsið „Ég er orðin nokkuð örugg. Mér líður allavegana betur með þetta," segir Sandra Hlíf Ocares, sem keypti niðurnítt hús á Bræðraborgarstígnum fyrir nokkru, en nú er búið að koma upptökuvélum í húsið. 26.5.2011 14:06 Steindi Jr. gefur út sumarplötu „Við ætlum að gefa út plötu og okkur langar að gefa hana út sem fyrst, helst eftir mánuð,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann og félagi hans Ágúst Bent hafa ákveðið að gefa út öll lögin sem hafa hljómað í tveimur þáttaröðum Steindans okkar á Stöð 2. Sjö lög voru í fyrstu þáttaröðinni í fyrra og átta til viðbótar hljóma í þeirri nýjustu sem hefur verið sýnd að undanförnu. Flest lögin hafa notið mikilla vinsælda hjá aðdáendum þáttarins en þau voru unnin í samstarfi við upptökuteymin Stop Wait Go og Redd Lights, auk tónlistarmannsins Berndsen. 26.5.2011 14:00 Oliver Stone þekkir ekki Charlie Sheen Bandaríski leikstjórinn Oliver Stone hefur hrósað Charlie Sheen í fyrir leik sinn stríðsmynd hans Platoon. 25 ár eru liðin síðan þessi áhrifamikla Víetnam-mynd kom út. Þrátt fyrir það segist leikstjórinn ekki þekkja Sheen lengur enda hefur hann hegðun hans verið stórundarleg síðustu mánuði. 26.5.2011 12:00 Skiptir um föt inni á baði Það getur tekið á að vera eina stelpan í hópi sex stráka en Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson, ber sig vel eftir tæplega tveggja mánaða búsetu í Berlín. 26.5.2011 12:00 Hjálmar án rafmagns Órafmögnuð tónleikaröð hefst í Hvítu perlunni í kvöld þar sem vefsíðan Gogoyoko fær uppáhaldshljómsveitirnar sínar til að setja bestu lög sín í nýjan búning. Tónleikarnir verða festir á filmu og gefnir út á mynddiski fyrir næstu jól. Hljómsveitin Hjálmar, sem gefur út nýja plötu í haust, ríður á vaðið og spilar lögin sín órafmögnuð. Aðeins eitt hundrað miðar verða í boði á tónleikana og fer miðasala fram í versluninni 12 Tónum. 26.5.2011 10:00 Þú ert ómótstæðileg svona ólétt Victoria Beckham, 37 ára, var vægast sagt ómótstæðileg klædd í svartan kjól eftir sjálfa sig, eins og sjá má í myndasfani, síðasta mánudag þegar hún ásamt elsta syni sínum, Brooklyn, fylgdist með þegar Simon Fuller, gaurinn á bak við Idolið, fékk eigin stjörnu á Hollywood Boulevard. Simon hefur verið vinur Beckham hjónanna undanfarin 15 ár en hann er umboðsmaður Victoriu. 26.5.2011 09:30 Paris á endalaust margar töskur Paris Hilton setti tilkynningu á Twitter síðuna sína þess efnist að nú má nálgast töskurnar hennar á netinu. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá örlítið brotabrot af persónulegum töskum Parisar. Þá twittaði Paris eftirfarandi: Ég er í skýjunum yfir öllum ástarkveðjunum sem aðdáendur mínir senda mér. Þið skiptið mig svo gríðarlega miklu máli. Ég elska ykkur. Takk. Ástarkveðja Paris. 26.5.2011 09:15 Fitnessdrottning opnar matardagbók Freyja Sigurðardóttir Fitnessdrottning með meiru leyfði okkur að skyggnast örlítið inn í líf sitt með því að skrá niður matardagbókina sína. Hún segir vatnsdrykkju vera gríðarlega mikilvæga sem og góður svefn. Vaknaði 04:45. Græjaði mig í vinnuna, fékk mér heimatilbúið múslí. Það samanstendur af tröllahöfrum, rúsínum, þurrkuðum ávöxtum, hnetum og Hleðslu próteindrykk út á. Tók inn tvær CLA fitusýrur, vítamín og eitt risastórt vatnsglas. Þá brunaði ég Reykjanesbrautina og mætti í Hreyfingu klukkan 6:00 til að þjálfa en ég starfa þar sem einkaþjálfari. Klukkan 7:00 tók ég sjálf æfingu. Fyrir æfinguna fékk ég mér HydroxyCut Hardcore brennslu efni blandað í vatn og tók síðan hrikalega á því. Eftir æfingu fékk ég mér súkkulaði próteindrykk Whay Isolate frá Fitnesssport. Ég elska þennan próteindrykk en bragðið er alveg æðislegt. Klukkan 8:15 hélt ég áfram að þjálfa kroppalingana mína í Hreyfingu. Klukkan 10:00 fékk ég mér eitt epli og vatn. Klukkan 12:00 fékk ég mér NINGS en ég alveg elska heilsuréttina þaðan. Á Nings á ég fjóra uppáhalds rétti en ég mæli hiklaust með þeim fyrir þá sem vilja huga vel að því sem þeir setja ofan í sig. Nr.88 Tröllatrefjar með kjúklingi og grænmeti. Nr.60 Tofukjöt og blandað grænmeti með Satay sósu Nr.65 Steiktar eggjanúðlur með kjúklingi, eggjum og grænmeti Nr.68 Ristaðar hrísgrjónanúðlur með kjúklingi, eggjum og grænmeti. Fyrir valinu í dag var réttur númer 88. Réttirnir frá Nings eru alveg ekta, allt þeirra hráefni er lífrænt. Ég drakk vatn með. Þjálfaði þennan dag til klukkan 15:00. Á heimleiðinni drakk ég eina ískalda karmellu Hleðslu og borðaði einn banana. Hlustaði á Hljóma og Valdimar í botn á leiðinni. Var síðan mætt til Keflavík City klukkan 16:00 en þá voru vaktaskipti á börnunum mínum þremur. Halli, maðurinn minn, fór á æfingu og ég tók við duglegum strákum. Við fórum saman í Nettó að versla í matinn. Jökull Máni elsti strákurinn minn fékk að velja kvöldmat og fyrir valinu varð Fahitas og Taco með fullt af grænmeti. Kvöldmatur klukkan 19:00. Fahitas, grænmeti, Taco sósa, sýrður rjómi 5% og fituminna hakk. Þessi réttur slær alltaf í gegn. Síðan fórum við í smá hjólatúr en fjölskyldan er nýbúin að fjárfesta í hjólum. Drakk alveg fullt af vatni yfir daginn en það er gríðarlega mikilvægt. Svo var ég alveg búin á því klukkan22:00. Svefn er líka mikilvægur og þess vegna reyni ég að hvílast vel því næsta dag vakna ég klukkan 05:20. 26.5.2011 08:15 Gusgus spilar á Bestu hátíðinni Hljómsveitin Gusgus og fjöldi annarra þekktra flytjenda hafa staðfest komu sína á Bestu útihátíðina sem verður haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu helgina 8. til 10. júlí. Gusgus gaf nýverið út sjöttu plötu sína, Arabian Horse, og sveitin er þekkt fyrir að spara hvergi til þegar kemur að sviðsframkomu. Sveitin spilar á laugardagskvöldinu, sama kvöld og hljómsveitin Quarashi rís upp frá dauðum. 26.5.2011 08:00 Heimilislegt yfirbragð Bandaríska hljómsveitin Death Cab for Cutie er mætt með sína sjöundu hljóðversplötu. Heimilið er þar í aðalhlutverki. Sjöunda hljóðversplata bandarísku indíhljómsveitarinnar Death Cab for Cutie kemur út í næstu viku. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu síðustu plötu, Narrow Stairs, sem fékk fínar viðtökur víðast hvar. 26.5.2011 08:00 Fékk danskt barnabarn Leikarinn Jack Nicholson brosir breitt þessar dagana en dóttir hans, hin danska Honey Hollman, eignaðist son á dögunum og gerði því hinn 74 ára gamla leikara að afa. Nicholson er þekktur fyrir kvensemi sína en hann á fjögur börn með þremur konum og er Holly afrakstur sambands Nicholson við dönsku fyrirsætuna Winnie Hollman árið 1981. Feðginin eru náin og hefur Honey verið með annan fótinn hjá pabba sínum í Hollywood síðan hún var lítil. 26.5.2011 07:00 Berjast við vampírur Spennumyndin Dylan Dog: Dead of Night með Anitu Briem í einu af aðalhlutverkunum var frumsýnd í Laugarásbíói í gær. 26.5.2011 06:00 Stjörnurnar sáu svart á Billboard Þær voru ekki af verri endanum stjörnurnar sem prýddu rauða dregilinn á hinum árlegu Billboard verðlaum sem fór fram í Las Vegas um liðna helgi. 26.5.2011 05:00 Sumarbrúðkaup í vændum Leikstjórinn Sofia Coppola ætlar að ganga að eiga kærasta sinn og barnsföður, rokkarann Thomas Mars, á Suður-Ítalíu í sumar. Ætlunin er að halda rómantíska athöfn við sumarhús Coppola-fjölskyldunnar að viðstöddum nánustu fjölskyldumeðlimum. 26.5.2011 04:00 Þýsk hljómsveit með tónleika Þýska hljómsveitin Die Ukrainiens heldur tvenna tónleika um helgina. Þeir fyrri verða á Faktorý á föstudagskvöld og þeir seinni verða á Vertinum á Hvammstanga á laugardagskvöld. Die Ukrainiens er frá Dresden í Þýskalandi og hefur tónlist hennar verið lýst sem blöndu af Rússadiskói og Balkantónlist. Lög sveitarinnar eru ýmist þekkt þjóð- og popplög frá Rússlandi, Úkraínu og öðrum Austur-Evrópulöndum eða frumsamin lög. Tónleikar Die Ukrainiens þykja kraftmiklir og dansvænir og minna um margt á austur-evrópsk brúðkaup og/eða jarðarfarir. 26.5.2011 03:30 Reynir við Ermarsundið Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri og sjósundkappi, ætlar að verða annar Íslendingurinn sem synt hefur yfir Ermarsund. „Benedikt Hjartarson kláraði þetta sund árið 2008 og ég hef ekki verið látinn vera síðan," segir Árni Þór glettinn. 25.5.2011 22:00 Hannaði mínimalískan heyrnatólamagnara Heyrnartólamagnari, bókaskápur og bakki eru meðal verka Snorra Þórðarsonar Reykdal á vorsýningu Iðnskólans í Hafnarfirði, sem var opnuð á laugardaginn. 25.5.2011 20:00 Nýtt austurrískt leikrit byggt á 10 ráðum eftir Hallgrím Leikrit byggt á síðustu bók Hallgríms Helgasonar, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, verður frumsýnt í Salzburg í Austurríki í haust. Sjaldgæft er að leikrit byggð á bókum íslenskra höfunda séu sett á fjalirnar erlendis. 25.5.2011 19:00 Tískuföt á meðgöngu Hera Guðmundsdóttir, nemandi á öðru ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, sigraði í samkeppni um meðgöngu- og brjóstagjafafatnað fyrir verslunina Tvö líf. Lína Heru þótti bæði praktísk og flott. 25.5.2011 17:00 Vill hanga í himninum Áslaug Rán Einarsdóttir og Aníta H. Björnsdóttir fljúga á svifvængjum um allan heim í nafni kvenfrelsis. "Við erum báðar með ódrepandi ferðabakteríu og sáum þarna tækifæri til að sameina tvö áhugamál." 25.5.2011 16:00 Í spor einhverfra „Ég gerði bók um einhverfu,“ segir Jóhann Leó Linduson, nemi í grafískri hönnun, um útskriftarverkefni sitt. Jóhann Leó stefnir á að útskrifast úr grafískri hönnun nú í vor. Bókin ber heitið Í annarra manna spor og Jóhann segir að tilgangurinn með henni sé að útskýra á einfaldan hátt vandamál tengd einhverfu. 25.5.2011 15:00 Maria Shriver ræður spæjara Maria Shriver hefur ráðið einkaspæjara til að rannsaka þær fullyrðingar að fyrrverandi eiginmaður hennar, Arnold Schwarzenegger, eigi fleiri en eitt barn utan hjónabands þeirra. Þetta kom fram á fréttasíðunni RadarOnline.com. 25.5.2011 14:00 Hvernig dettur þér í hug að vera svona til fara? Söngkonan Lady Gaga kynnti nýju plötuna sína, Born This Way, í New York með látum í fyrradag. Þá var hún meðal annars mynduð fyrir utan upptökuver sjónvarpsþáttarins The Late Show með David Letterman þar sem hún var gestur. Eins og sjá má í myndasafni var söngkonan léttklædd vægast sagt. 25.5.2011 11:20 Þessi toppar þá alla (svei mér þá) Jennifer Lopez, 41 ára, var klædd í bláan Zac Posen kjól í gær þegar Simon Fuller, gaurinn á bak við Idolið, fékk eigin Hall of Fame stjörnu sem þykir mikill heiður í skemmtanabransanum. Þá má sjá eiginmann Jennifer, Marc Anthony, og Randy Jackson einn af dómurum American Idol keppninnar í myndasafni. 25.5.2011 09:30 Bieber setur konuilmvatn á markað Söngvarinn Justin Bieber setur á markað konuilmvatn, sem ber heitið Someday, eftir 25 daga. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá auglýsingu ilmvatnsins. Í tilkynningu frá söngvaranum er skýrt tekið fram að Justin lét gera ómótstæðilegan ilm fyrir aðdáendur sína sem eru ófáir um víða veröld. Hann fær ekki nóg af því að lykta af Someday ilminum. 25.5.2011 08:43 Tenórinn í Hörpu með grúppíuhóp Hátt í fjögur hundruð erlendir aðdáendur þýska tenórsins Jonasar Kaufmann voru í Eldborgarsal Hörpunnar þegar hann þandi raddböndin með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð Reykjavíkur. Margra mánaða og jafnvel ára bið er eftir miðum á tónleika Kaufmanns í Evrópu. 25.5.2011 08:00 Úr tónlist í tískuna Plötuútgefandinn Haraldur Leví Gunnarsson opnaði tískuverslunina Lólu við Laugaveg 55 ásamt kærustu sinni, Eddu Ýr Aspelund, í gær. Verslunin selur notaðan fatnað og er hver flík sérvalin af Haraldi og Eddu. "Við ætluðum okkur að opna verslun síðasta sumar en það varð ekkert úr því þá. Við ákváðum því að kýla á þetta í sumar og höfum nú unnið hörðum höndum að því að koma öllu í stand. Við höfum staðið hér undanfarna daga með pensil í hönd og unnið að því að koma húsnæðinu í almennilegt stand," segir Haraldur Leví sem einnig er eigandi hljómplötuútgáfunnar Record Records og fyrrum trymbill hljómsveitanna Lödu Sport og Lifun. 24.5.2011 22:00 Sjá næstu 50 fréttir
Gusgus undirbýr sprengju - eitt skemmtilegasta kvöld sumarsins Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að ein ástsælasta hljómsveit landsins, Gusgus, gaf út nýja plötu í byrjun vikunnar. Platan, Arabian Horse, er strax farin að vekja mikla athygli og fá toppdóma hér heima og út um allan heim. 27.5.2011 16:15
Snilldarhönnun fyrir barnshafandi konur Hera Guðmundsdóttir nemandi á öðru ári í fatahönnun í LHÍ, sigraði samvinnuverkefni milli fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands og verslunarinnar Tvö líf, sem selur fatnað fyrir konur á meðgöngu. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Hera hönnunina ásamt Ásdísi Birtu Gunnarsdóttur verslunareiganda. 27.5.2011 15:11
Kæruleysislegt en ekki asnalegt Sjöunda þáttaröð Popppunkts hefst á laugardagskvöld í Sjónvarpinu þegar Vinir Sjonna og Stjórnin eigast við. Sumarið leggst vel í spurningahöfundinn Dr. Gunna, sem er að vonum ánægður með vinsældirnar sem þættirnir hafa notið. „Fólk hefur haft það á orði að þetta sé kæruleysislegt en samt ekki asnalegt,“ segir hann. 27.5.2011 15:00
Hangover II Meðfylgjandi myndir voru teknar á sérstakri forsýningu Sambíóanna á kvikmyndinni Hangover 2 í Egilshöll. Gestirnir veinuðu úr hlátri nánast alla myndina sem toppar fyrri myndina svo sannarlega. Hangover 2 verður frumsýnd í dag í Sambíóunum Álfabakka og Sambíóunum Kringlunni og Egilshöll. Sjá nánar hér. 27.5.2011 14:26
Ekki nógu fínir fyrir Hörpuna "Þetta er okkar Harpa,“ segir tónlistarmaðurinn KK sem spilar með Magga Eiríks á Kaffi Rósenberg í kvöld kl. 22. KK og Maggi eru báðir heiðursmeðlimir Blúsfélags Reykjavíkur og hafa gefið út sex plötur saman, þar á meðal þrjár vinsælar Ferðalaga-plötur. Þeir hafa spilað reglulega á Rósenberg um árin enda líður þeim ákaflega vel þar 27.5.2011 13:00
Íslenskir huldumenn opna hamborgarastað á Spáni "Þeir vilja nú helst ekki láta nafns síns getið,“ segir Eyþór Eiríksson, sem rekur hamborgarastað í borginni Torrevieja á Spáni. 27.5.2011 12:15
Slasaður hundur horfinn Gísli Rúnar Kristinsson saknar Millu sem er þriggja ára tík. Síðast sást til hennar snemma í gærmorgun á Dalvegi í Kópavogi. Hún svarar ef nafn hennar er kallað. Milla, sem er af mini doberman tegundinni, er væntanlega slösuð en Gísli fékk þær upplýsingar stuttu eftir að viðtalið var tekið við hann í dag að keyrt hafi verið utan í Millu og hún flúið óttaslegin af vettvangi í kjölfarið en það staðfestir að hún er á lífi. Vinsamlegast hafið samband við Gísla í síma 895-6667 ef þið hafið einhverjar upplýsingar um ferðir Millu. 27.5.2011 11:30
Hárkolla Arnars Gunnlaugs slær í gegn Landslið U21 hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu en liðið leikur í úrslitakeppni Evrópumótsins í júní í Danmörku. Og nú er búið að gera auglýsingar til að skapa smá stemningu fyrir mótið. 27.5.2011 11:30
Ekki búinn að jafna sig Leikarinn Ryan Reynolds er ekki búinn að jafna sig á skilnaðinum við leikkonuna Scarlett Johansson. 27.5.2011 11:00
Eigum ekki 300 milljónir "Þetta var skemmtileg hugmynd en þegar maður fór yfir málin og skoðaði það af alvöru þá var þetta ekki fyrir okkur. Þar að auki eigum við engar 300 milljónir,“ segir Sigmar Vilhjálmsson. Í lok apríl kvissaðist það út að tvíeykið Simmi og Jói hyggðust gera tilboð í flatbökufyrirtækið Pizza-Pizza, umboðsaðila Dominos, sem Landsbankinn tók yfir vegna skuldsetningar. 27.5.2011 10:00
Þetta kallast hörkukelerí á almannafæri Bieber Justin Bieber leiddi kærustuna sína Selenu Gomez á Havaí í gærdag. Þá buslaði kærustuparið í sjónum, fór á jet-ski og lét vel að hvort öðru. Ef meðfylgjandi myndir eru skoðaðar má sjá að parið lét lífvörðinn sem hékk utan í þeim ekki koma í veg fyrir hörkukelerí enda ástfangin upp fyrir haus. 27.5.2011 07:45
Þessi galli segir sex Jennifer Lopez, 41 árs, stillti sér upp á rauða dreglinum fyrir lokaþátt ameríska Idolsins klædd í ómótstæðilegan Michael Kors galla og Gucci skó. American Idol úrslitaþátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 20:30. Þá kemur í ljós hver stendur uppi sem sigurvegari, Lauren Alaina eða Scotty McCreery. 27.5.2011 07:05
Vill gefa út djassplötu Söngkonan Lady Gaga vill taka sér frí frá taktföstu danspoppinu og taka upp jólaplötu með þekktum djasslögum. 27.5.2011 07:00
Nolan til bjargar Matthew Modine Christopher Nolan er að safna liði fyrir þriðju mynd sína um Leðurblökumanninn. Meðal þeirra sem hafa bæst í hópinn eru sjónvarpsleikararnir Brett Cullen og Chris Ellis auk Tom Conti. Athyglisverðasta nafnið er hins vegar Matthew Modine. 26.5.2011 22:00
Ný Facebook-mynd Önnur kvikmynd þar sem afþreyingarvefurinn Facebook er umfjöllunarefnið er hugsanlega í undirbúningi. Framleiðandinn Warner Bros hefur tryggt sér réttinn á skáldsögunni The Future Of Us eftir þau Jay Asher og Carolyn Macker sem verður gefin út á þessu ári. 26.5.2011 20:00
Orðnir nógu miðaldra fyrir útrás til Danmerkur Ein langlífasta rokkhljómsveit Íslands, Ham, er að fara halda sína fyrstu tónleika í útlöndum í fimm ár. Þeir leita reyndar ekki langt yfir skammt heldur verða með tvenna tónleika í Danmörku, eina á Spot í Árósum og aðra í Kaupmannahöfn. "Ef tónleikarnir frá 2006 eru teknir frá þá höfum við ekki spilað erlendis síðan í New York, sællar minningar,“ segir Sigurjón Kjartasson, Ham-liði, í samtali við Fréttablaðið. Umrædd New York-ferð er sennilega ein frægasta rokkreisa íslenskrar hljómsveitar í háa herrans tíð. 26.5.2011 19:00
Takið eftir því hvað allir eru glaðir Það voru allir áberandi brosmildir í gær eins og myndirnar sýna greinilega þegar Aurora velgerðasjóður úthlutaði 10 milljónum til sviðslista en styrkurinn var tilkynntur í árlegri úthlutun sjóðsins 15. febrúar síðastliðinn þegar úthlutað var rúmlega 100 milljónum til ýmissa verkefna á sviði mannúðar, mennta og menningar hérlendis og í Afríkuríkinu Síerra Leóne. Með þessum styrk vill Aurora efla enn frekar sviðslistir með því að styrkja framúrskarandi verkefni sem væntanlega munu hafa varanleg áhrif og nýtast til framtíðar. Sjóðnum bárust alls 67 umsóknir sem var langt umfram það sem búist var við og er því ljóst að um mikla grósku er að ræða á vettvangi sviðslista á Íslandi. Stjórn Auroru fékk með sér í lið þau Viðar Eggertsson leikstjóra og Ingibjörgu Þórisdóttur dramatúrg og leiklistagagrýnanda, til að veita faglega ráðgjöf við val á verkefnum en lögð var mikil áhersla á að verkefnin væru listræn, metnaðarfull og unnin af fagfólki. Styrktarverkefnin: Vesturport - Nýtt leikrit byggt á þjóðsögunni um Axlar-Björn (4 milljónir) Íslenski dansflokkurinn - Uppfærsla á verki Ohad Naharin, Minus 16 (3 milljónir) 16 elskendur - Sýning ársins (2 milljónir) Brúðuleikhúsið 10 fingur - Litla skrímslið (1 milljón) 26.5.2011 17:37
Léttist um 53 kg (hljómar eins og lygasaga) Mamma og pabbi þau gáfu mér skíðatæki til að byrja heima því ég vildi ekki vera að fara í ræktina og láta alla sjá mig, svaraði Karen Anna Guðmundsdóttir, 30 ára, sem var 120 kg en hún hefur misst 53 kg síðan hún tók ákvörðun um að taka sig í gegn með því að hreyfa sig reglulega og borða rétt. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Karen Anna frá því hvernig hún fór að því að léttast um 53 kg og líðanin samhliða breytingunum. Þá má einnig sjá Freyju Sigurðardóttur einkaþjálfara. 26.5.2011 15:44
Öryggismyndavélar vakta hústökuhúsið „Ég er orðin nokkuð örugg. Mér líður allavegana betur með þetta," segir Sandra Hlíf Ocares, sem keypti niðurnítt hús á Bræðraborgarstígnum fyrir nokkru, en nú er búið að koma upptökuvélum í húsið. 26.5.2011 14:06
Steindi Jr. gefur út sumarplötu „Við ætlum að gefa út plötu og okkur langar að gefa hana út sem fyrst, helst eftir mánuð,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann og félagi hans Ágúst Bent hafa ákveðið að gefa út öll lögin sem hafa hljómað í tveimur þáttaröðum Steindans okkar á Stöð 2. Sjö lög voru í fyrstu þáttaröðinni í fyrra og átta til viðbótar hljóma í þeirri nýjustu sem hefur verið sýnd að undanförnu. Flest lögin hafa notið mikilla vinsælda hjá aðdáendum þáttarins en þau voru unnin í samstarfi við upptökuteymin Stop Wait Go og Redd Lights, auk tónlistarmannsins Berndsen. 26.5.2011 14:00
Oliver Stone þekkir ekki Charlie Sheen Bandaríski leikstjórinn Oliver Stone hefur hrósað Charlie Sheen í fyrir leik sinn stríðsmynd hans Platoon. 25 ár eru liðin síðan þessi áhrifamikla Víetnam-mynd kom út. Þrátt fyrir það segist leikstjórinn ekki þekkja Sheen lengur enda hefur hann hegðun hans verið stórundarleg síðustu mánuði. 26.5.2011 12:00
Skiptir um föt inni á baði Það getur tekið á að vera eina stelpan í hópi sex stráka en Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson, ber sig vel eftir tæplega tveggja mánaða búsetu í Berlín. 26.5.2011 12:00
Hjálmar án rafmagns Órafmögnuð tónleikaröð hefst í Hvítu perlunni í kvöld þar sem vefsíðan Gogoyoko fær uppáhaldshljómsveitirnar sínar til að setja bestu lög sín í nýjan búning. Tónleikarnir verða festir á filmu og gefnir út á mynddiski fyrir næstu jól. Hljómsveitin Hjálmar, sem gefur út nýja plötu í haust, ríður á vaðið og spilar lögin sín órafmögnuð. Aðeins eitt hundrað miðar verða í boði á tónleikana og fer miðasala fram í versluninni 12 Tónum. 26.5.2011 10:00
Þú ert ómótstæðileg svona ólétt Victoria Beckham, 37 ára, var vægast sagt ómótstæðileg klædd í svartan kjól eftir sjálfa sig, eins og sjá má í myndasfani, síðasta mánudag þegar hún ásamt elsta syni sínum, Brooklyn, fylgdist með þegar Simon Fuller, gaurinn á bak við Idolið, fékk eigin stjörnu á Hollywood Boulevard. Simon hefur verið vinur Beckham hjónanna undanfarin 15 ár en hann er umboðsmaður Victoriu. 26.5.2011 09:30
Paris á endalaust margar töskur Paris Hilton setti tilkynningu á Twitter síðuna sína þess efnist að nú má nálgast töskurnar hennar á netinu. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá örlítið brotabrot af persónulegum töskum Parisar. Þá twittaði Paris eftirfarandi: Ég er í skýjunum yfir öllum ástarkveðjunum sem aðdáendur mínir senda mér. Þið skiptið mig svo gríðarlega miklu máli. Ég elska ykkur. Takk. Ástarkveðja Paris. 26.5.2011 09:15
Fitnessdrottning opnar matardagbók Freyja Sigurðardóttir Fitnessdrottning með meiru leyfði okkur að skyggnast örlítið inn í líf sitt með því að skrá niður matardagbókina sína. Hún segir vatnsdrykkju vera gríðarlega mikilvæga sem og góður svefn. Vaknaði 04:45. Græjaði mig í vinnuna, fékk mér heimatilbúið múslí. Það samanstendur af tröllahöfrum, rúsínum, þurrkuðum ávöxtum, hnetum og Hleðslu próteindrykk út á. Tók inn tvær CLA fitusýrur, vítamín og eitt risastórt vatnsglas. Þá brunaði ég Reykjanesbrautina og mætti í Hreyfingu klukkan 6:00 til að þjálfa en ég starfa þar sem einkaþjálfari. Klukkan 7:00 tók ég sjálf æfingu. Fyrir æfinguna fékk ég mér HydroxyCut Hardcore brennslu efni blandað í vatn og tók síðan hrikalega á því. Eftir æfingu fékk ég mér súkkulaði próteindrykk Whay Isolate frá Fitnesssport. Ég elska þennan próteindrykk en bragðið er alveg æðislegt. Klukkan 8:15 hélt ég áfram að þjálfa kroppalingana mína í Hreyfingu. Klukkan 10:00 fékk ég mér eitt epli og vatn. Klukkan 12:00 fékk ég mér NINGS en ég alveg elska heilsuréttina þaðan. Á Nings á ég fjóra uppáhalds rétti en ég mæli hiklaust með þeim fyrir þá sem vilja huga vel að því sem þeir setja ofan í sig. Nr.88 Tröllatrefjar með kjúklingi og grænmeti. Nr.60 Tofukjöt og blandað grænmeti með Satay sósu Nr.65 Steiktar eggjanúðlur með kjúklingi, eggjum og grænmeti Nr.68 Ristaðar hrísgrjónanúðlur með kjúklingi, eggjum og grænmeti. Fyrir valinu í dag var réttur númer 88. Réttirnir frá Nings eru alveg ekta, allt þeirra hráefni er lífrænt. Ég drakk vatn með. Þjálfaði þennan dag til klukkan 15:00. Á heimleiðinni drakk ég eina ískalda karmellu Hleðslu og borðaði einn banana. Hlustaði á Hljóma og Valdimar í botn á leiðinni. Var síðan mætt til Keflavík City klukkan 16:00 en þá voru vaktaskipti á börnunum mínum þremur. Halli, maðurinn minn, fór á æfingu og ég tók við duglegum strákum. Við fórum saman í Nettó að versla í matinn. Jökull Máni elsti strákurinn minn fékk að velja kvöldmat og fyrir valinu varð Fahitas og Taco með fullt af grænmeti. Kvöldmatur klukkan 19:00. Fahitas, grænmeti, Taco sósa, sýrður rjómi 5% og fituminna hakk. Þessi réttur slær alltaf í gegn. Síðan fórum við í smá hjólatúr en fjölskyldan er nýbúin að fjárfesta í hjólum. Drakk alveg fullt af vatni yfir daginn en það er gríðarlega mikilvægt. Svo var ég alveg búin á því klukkan22:00. Svefn er líka mikilvægur og þess vegna reyni ég að hvílast vel því næsta dag vakna ég klukkan 05:20. 26.5.2011 08:15
Gusgus spilar á Bestu hátíðinni Hljómsveitin Gusgus og fjöldi annarra þekktra flytjenda hafa staðfest komu sína á Bestu útihátíðina sem verður haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu helgina 8. til 10. júlí. Gusgus gaf nýverið út sjöttu plötu sína, Arabian Horse, og sveitin er þekkt fyrir að spara hvergi til þegar kemur að sviðsframkomu. Sveitin spilar á laugardagskvöldinu, sama kvöld og hljómsveitin Quarashi rís upp frá dauðum. 26.5.2011 08:00
Heimilislegt yfirbragð Bandaríska hljómsveitin Death Cab for Cutie er mætt með sína sjöundu hljóðversplötu. Heimilið er þar í aðalhlutverki. Sjöunda hljóðversplata bandarísku indíhljómsveitarinnar Death Cab for Cutie kemur út í næstu viku. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu síðustu plötu, Narrow Stairs, sem fékk fínar viðtökur víðast hvar. 26.5.2011 08:00
Fékk danskt barnabarn Leikarinn Jack Nicholson brosir breitt þessar dagana en dóttir hans, hin danska Honey Hollman, eignaðist son á dögunum og gerði því hinn 74 ára gamla leikara að afa. Nicholson er þekktur fyrir kvensemi sína en hann á fjögur börn með þremur konum og er Holly afrakstur sambands Nicholson við dönsku fyrirsætuna Winnie Hollman árið 1981. Feðginin eru náin og hefur Honey verið með annan fótinn hjá pabba sínum í Hollywood síðan hún var lítil. 26.5.2011 07:00
Berjast við vampírur Spennumyndin Dylan Dog: Dead of Night með Anitu Briem í einu af aðalhlutverkunum var frumsýnd í Laugarásbíói í gær. 26.5.2011 06:00
Stjörnurnar sáu svart á Billboard Þær voru ekki af verri endanum stjörnurnar sem prýddu rauða dregilinn á hinum árlegu Billboard verðlaum sem fór fram í Las Vegas um liðna helgi. 26.5.2011 05:00
Sumarbrúðkaup í vændum Leikstjórinn Sofia Coppola ætlar að ganga að eiga kærasta sinn og barnsföður, rokkarann Thomas Mars, á Suður-Ítalíu í sumar. Ætlunin er að halda rómantíska athöfn við sumarhús Coppola-fjölskyldunnar að viðstöddum nánustu fjölskyldumeðlimum. 26.5.2011 04:00
Þýsk hljómsveit með tónleika Þýska hljómsveitin Die Ukrainiens heldur tvenna tónleika um helgina. Þeir fyrri verða á Faktorý á föstudagskvöld og þeir seinni verða á Vertinum á Hvammstanga á laugardagskvöld. Die Ukrainiens er frá Dresden í Þýskalandi og hefur tónlist hennar verið lýst sem blöndu af Rússadiskói og Balkantónlist. Lög sveitarinnar eru ýmist þekkt þjóð- og popplög frá Rússlandi, Úkraínu og öðrum Austur-Evrópulöndum eða frumsamin lög. Tónleikar Die Ukrainiens þykja kraftmiklir og dansvænir og minna um margt á austur-evrópsk brúðkaup og/eða jarðarfarir. 26.5.2011 03:30
Reynir við Ermarsundið Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri og sjósundkappi, ætlar að verða annar Íslendingurinn sem synt hefur yfir Ermarsund. „Benedikt Hjartarson kláraði þetta sund árið 2008 og ég hef ekki verið látinn vera síðan," segir Árni Þór glettinn. 25.5.2011 22:00
Hannaði mínimalískan heyrnatólamagnara Heyrnartólamagnari, bókaskápur og bakki eru meðal verka Snorra Þórðarsonar Reykdal á vorsýningu Iðnskólans í Hafnarfirði, sem var opnuð á laugardaginn. 25.5.2011 20:00
Nýtt austurrískt leikrit byggt á 10 ráðum eftir Hallgrím Leikrit byggt á síðustu bók Hallgríms Helgasonar, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, verður frumsýnt í Salzburg í Austurríki í haust. Sjaldgæft er að leikrit byggð á bókum íslenskra höfunda séu sett á fjalirnar erlendis. 25.5.2011 19:00
Tískuföt á meðgöngu Hera Guðmundsdóttir, nemandi á öðru ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, sigraði í samkeppni um meðgöngu- og brjóstagjafafatnað fyrir verslunina Tvö líf. Lína Heru þótti bæði praktísk og flott. 25.5.2011 17:00
Vill hanga í himninum Áslaug Rán Einarsdóttir og Aníta H. Björnsdóttir fljúga á svifvængjum um allan heim í nafni kvenfrelsis. "Við erum báðar með ódrepandi ferðabakteríu og sáum þarna tækifæri til að sameina tvö áhugamál." 25.5.2011 16:00
Í spor einhverfra „Ég gerði bók um einhverfu,“ segir Jóhann Leó Linduson, nemi í grafískri hönnun, um útskriftarverkefni sitt. Jóhann Leó stefnir á að útskrifast úr grafískri hönnun nú í vor. Bókin ber heitið Í annarra manna spor og Jóhann segir að tilgangurinn með henni sé að útskýra á einfaldan hátt vandamál tengd einhverfu. 25.5.2011 15:00
Maria Shriver ræður spæjara Maria Shriver hefur ráðið einkaspæjara til að rannsaka þær fullyrðingar að fyrrverandi eiginmaður hennar, Arnold Schwarzenegger, eigi fleiri en eitt barn utan hjónabands þeirra. Þetta kom fram á fréttasíðunni RadarOnline.com. 25.5.2011 14:00
Hvernig dettur þér í hug að vera svona til fara? Söngkonan Lady Gaga kynnti nýju plötuna sína, Born This Way, í New York með látum í fyrradag. Þá var hún meðal annars mynduð fyrir utan upptökuver sjónvarpsþáttarins The Late Show með David Letterman þar sem hún var gestur. Eins og sjá má í myndasafni var söngkonan léttklædd vægast sagt. 25.5.2011 11:20
Þessi toppar þá alla (svei mér þá) Jennifer Lopez, 41 ára, var klædd í bláan Zac Posen kjól í gær þegar Simon Fuller, gaurinn á bak við Idolið, fékk eigin Hall of Fame stjörnu sem þykir mikill heiður í skemmtanabransanum. Þá má sjá eiginmann Jennifer, Marc Anthony, og Randy Jackson einn af dómurum American Idol keppninnar í myndasafni. 25.5.2011 09:30
Bieber setur konuilmvatn á markað Söngvarinn Justin Bieber setur á markað konuilmvatn, sem ber heitið Someday, eftir 25 daga. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá auglýsingu ilmvatnsins. Í tilkynningu frá söngvaranum er skýrt tekið fram að Justin lét gera ómótstæðilegan ilm fyrir aðdáendur sína sem eru ófáir um víða veröld. Hann fær ekki nóg af því að lykta af Someday ilminum. 25.5.2011 08:43
Tenórinn í Hörpu með grúppíuhóp Hátt í fjögur hundruð erlendir aðdáendur þýska tenórsins Jonasar Kaufmann voru í Eldborgarsal Hörpunnar þegar hann þandi raddböndin með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð Reykjavíkur. Margra mánaða og jafnvel ára bið er eftir miðum á tónleika Kaufmanns í Evrópu. 25.5.2011 08:00
Úr tónlist í tískuna Plötuútgefandinn Haraldur Leví Gunnarsson opnaði tískuverslunina Lólu við Laugaveg 55 ásamt kærustu sinni, Eddu Ýr Aspelund, í gær. Verslunin selur notaðan fatnað og er hver flík sérvalin af Haraldi og Eddu. "Við ætluðum okkur að opna verslun síðasta sumar en það varð ekkert úr því þá. Við ákváðum því að kýla á þetta í sumar og höfum nú unnið hörðum höndum að því að koma öllu í stand. Við höfum staðið hér undanfarna daga með pensil í hönd og unnið að því að koma húsnæðinu í almennilegt stand," segir Haraldur Leví sem einnig er eigandi hljómplötuútgáfunnar Record Records og fyrrum trymbill hljómsveitanna Lödu Sport og Lifun. 24.5.2011 22:00