Fleiri fréttir

Segir Chris Rock víst vera pabbann

Kona sem heldur því fram að Chris Rock sé barnsfaðir sinn er hvergi nærri af baki dottin þó DNA próf hafi afsannað tengsl hans við barnið. Hún ætlar nú að skrifa bók um samband sitt við grínistann.

Ritchie ekki að skilja

Kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie sem jafnframt er eiginmaður Madonnu segir hjónaband þeirra vera á góðu róli. Þetta kemur fram í viðtali People magazine við Ritchie þar sem hann var að kynna nýjustu kvikmynd sína RocknRolla.

Sér ekki fyrir sér framhald á Dark Knight

Því fylgir eitt stórt vandamál að búa til geysivinsæla bíómynd. Hvernig á að gera framhaldsmynd sem er betri? Michael Caine, sem leikur Alfred Pennyworth þjón Batmans í The Dark Knight, segir að það verði ekki auðvelt.

Sex börn duga Brangelinu ekki

Brad Pitt og Angelina Jolie voru kannski að eignast sitt fimmta og sjötta barn, en vinur parsins segir þau hvergi nærri hætt að fjölga mannkyninu.

Franska forsetafrúin á topp vinsældalista

Carla Bruni forsetafrú Frakklands hefur velt Coldplay úr sessi í efsta sæti franska vinsældalistans. Plata hennar, Comme si de rien n'etait, hefur hlotið mikla athygli og gagnrýni frá því hún kom út þann 11. júlí. Þar syngur hún meðal annars um ástríðufullt samband sitt við Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, sem hún giftist snemma á árinu eftir örstutt tilhugalíf.

Garðar Thor leitar að eftirmanni Einars

Garðar Thor Cortes leitar sér nú að nýjum umboðsmanni. Morgunblaðið sagði frá því fyrir fáeinum dögum að Einar Bárðarson, sem verið hefur umboðsmaður hans, hygðist snúa sér að öðrum verkefnum.

Elvis á Skoda

„Hann vekur mikla athygli," segir Ragnheiður Vala Arnarsdóttir. Friðrik Páll eiginmaður hennar er eigandi forláta Skoda sem ber einkanúmerið Elvis. Þau hjónin búa í Eyjum, en Ragnheiður segist taka eftir miklum áhuga á númerinu þegar þau fari í bæinn, og komið hafi fyrir að ferðamenn láti taka af sér myndir með bílnum.

Gibson ólöglegur í gallabuxum

Mel Gibson prýðir forsíðu DV í dag þar sem hann sést spila golf í gallabuxum og sandölum á Urriðavelli í Garðabæ. Allir þeir sem eitthvað hafa komið nálægt því ágæta sporti vita vel að iðkun íþróttarinnar í slíkum klæðnaði jaðrar við guðlast.

Spennandi andlit í Ástríði

Tökur á þáttaröðinni Ástríði hefjast í næstu viku. Ilmur Kristjánsdóttir er þar í aðalhlutverki sem hin unga Ástríður, sem hefur störf hjá fjármálafyrirtæki hér á landi.

Damien Rice sló í gegn á Borgarfirði eystra

Tónlistarhátíðin Bræðslan fór fram á Borgarfirði eystra í fjórða sinn um helgina. Fjölbreyttur hópur tónlistarmanna kom fram á hátíðinni, meðal annarra Damian Rice og Eivör Pálsdóttir

Varð fyrir vélhjóli!

Leikkonan unga Lindsay Lohan varð fyrir vélhjóli fyrir utan skemmtistað í New York rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Leikkonan var flutt á sjúkrahús í kjölfarið en var útskrifuð um klukkutíma síðar. Hún var ekki alvarlega slösuð.

Björn fílar Batman

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra er mikill kvikmyndaaðdáandi. Flestir vita um aðdáun ráðherrans á Die Hard myndunum með Bruce Willis fremstan í flokki. Björn er einnig hrifinn af nýjustu Batman myndinni sem hann segir magnaða í öllu tilliti.

Áhugaleikhópurinn Sýnir sýnir spunaverk

Leiksýningin Eyjan er spunaverk sem segir sögu þriggja mismunandi kvenna sem festast saman á eyðieyju eftir hræðilegt flugslys og verða að takast á við hin nýja raunveruleika.

Neitar að fara í brúnkumeðferð

Leikkonan Keira Knightley er ekki mikill aðdándi brúnkumeðferðar. Leikkonan er svo mikið á móti svokölluðu „airbrush“ að hún neitar að láta dekkja sig örlítið á myndum fyrir kynningarherferð nýjustu kvikmyndar sinnar, Duchess.

Gibson í laxi með Landsbankamönnum

Vísir hefur flutt reglulegar fréttir af veru stórleikarans Mel Gibson hér á landi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur leikarinn eytt deginum í veiði með mönnum úr Landsbankanum. Mun Gibson vera nokkuð áhugasamur um laxveiði og gat því ekki sleppt tækifærinu meðan hann dvaldi hér á landi.

Tvíburarnir eru glasabörn

Angelina Jolie varð ófrísk af nýfæddum tvíburum hennar og Brad Pitt með glasafrjóvgun. Það er tímaritiði US Weekly sem heldur þessi fram en þar er haft eftir heimildarmanni að leikkonan hafi viljað verða ófrísk fljótt, og jók með þessu líkurnar á að verða þunguð.

Gibson snæddi við Tjörnina í gærkvöldi

Ástralski stórleikarinn Mel Gibson sem staddur er hér á landi þessa dagana fór út að borða í Reykjavík í gærkvöldi. Snæddi hann ásamt sonum sínum tveimur á veitingastaðnum Við Tjörnina. Að sögn þeirra sem til sáu lét hann vel að matnum og lék á alls oddi við starfsfólk.

Rollingarnir skipta um útgefanda

Gamlingjarnir í Rolling Stones hafa yfirgefið útgáfufyrirtæki sitt til margra ára, EMI, og samið við útgáfurisann Universal. Fyrirtækið sagði í gær að samningurinn næði bæði yfir komandi plötur sveitarinnar og gamlar plötur, líkt og Sticky Fingers og Brown Sugar.

Baggalútur fer fram á að ráðskona biðjist opinberlega afsökunar

Vísi hefur borist tilkynning frá Baggalúti í kjölfar fréttar miðilsins um óánægju vegna texta við nýtt lag sveitarinnar, Þjóðhátíð '93. Í fréttinni var rætt við Hjálmar Sigmarsson, ráðskonu Karlahóps Femínistafélag Íslands, sem fannst lagið fullmikið af hinu góða.

Kári lagði álög á hest Sigurbjarnar

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar játar í Fréttablaðinu í dag að hafa lagt álög á hest Sigurbjarnar Bárðarsonar knapa með þeim afleiðingum að hestur hans missti skeifu og féll úr keppni á Landsmóti. Sigurbjörn segir Kára rammgöldróttan þó eflaust sé þetta allt saman tilviljun.

Þorbjörg Helga er Frakklandsaðdáandi

„Picasso safnið í Barcelona er alveg frábært," segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi sem skellti sér, ásamt fjölskyldu sinni, í sumarferð til Spánar og Frakklands til að hlaða batteríin eftir átök liðins vetrar í borgarstjórninni.

Mel Gibson fékk sér þrefaldan Latté á Te & Kaffi

Ástralski stórleikarinn Mel Gibson er staddur hér á landi um þessar mundir. Leikarinn mun hafa litið við í Hallgrímskirkju ásamt syni sínum í morgun. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur í Hallgrímskirkju er staddur í fríi í Borgarfirði og hafði því ekki heyrt af komu leikarans í kirkju sína.

Sjá næstu 50 fréttir