Fleiri fréttir

Flöskuskeyti varð kveikjan að norsk-íslenskri vináttu

Nikulás Tumi Hlynsson fékk skemmtilega heimsókn á föstudag. Þá kom hin fimm ára gamla Linnéa Nana Christensen frá Noregi til landsins ásamt fjölskyldu sinni, en hún fann flöskuskeyti frá Nikulási í fyrra.

Kynþokki og húmor

Jessica Biel segir það skipta miklu máli að hafa húmor fyrir því hvernig paparazzi-ljósmyndararnir elta hana á röndum. „Það er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir öllu því sem viðkemur þessum kjánalegu slúðurtímaritum. Þegar ég skoða þau þá sé ég að blaðamennirnir vita meira um mig en ég sjálf. Það er fyndið hvað heimurinn er orðinn klikkaður og það þýðir ekkert annað en að hlæja að því.“

Mills fær 8,5 milljarða

Heather Mills-McCartney fær eina stærstu skilnaðargreiðslu sögunnar þegar gengið verður frá skilnaði hennar og Pauls McCartney. Talið er að fyrirsætan fyrrverandi fái fast að tveimur milljörðum króna í byrjun og væna summu árlega héðan í frá.

Lohan sýpur seyðið af sopanum

Glamurdrósin Lindsay Lohan mætti í vikunni niður á lögreglustöð í Beverly Hills til mynda-, fingrafara-, og skýrslutöku vegna ölvunaraksturs og árekstrar í maí síðastliðnum. Rúm vika er liðin síðan Lindsay lauk 45 daga langri áfengis og vímuefnameðferð.

Raunveruleikaþáttur í lausu lofti

„Ég kom eiginlega alveg af fjöllum þegar ég las þetta í blöðunum um morguninn, hafði ekki hugmynd um að ég væri búinn að kaupa þennan þátt," segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Eins kom fram í fjölmiðlum á miðvikudag er Emilía Björk Óskarsdóttir hætt í Nylon og er þegar hafin leit að arftaka hennar.

Davíð Þór úr Gettu betur í guðfræði

Davíð Þór Jónsson hefur ákveðið að venda kvæði sín í kross. Hann mun ekki semja spurningar né dæma í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur á þessu ári heldur hyggst hann endurnýja kynnin við guðfræðideild Háskóla Íslands.

Skemmtu sér um borð í snekkju Romans Abramovich

Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson fóru ásamt unnustum sínum í heimsókn til góðvinar síns Eiðs Smára Guðjohnsen og eiginkonu hans Ragnhildar Sveinsdóttur á dögunum.

Töfrandi bæjarstemning

Aðdáendur Harry Potter settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur í gær, þar sem þeir biðu þolinmóðir eftir því að koma höndum yfir eintak af síðustu bókinni í bókaflokknum um Harry Potter.

Bjarni söng sitt síðasta fyrir starfsfólk Glitnis

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sló í gegn í eigin kveðjuhófi sem haldið var á Kjarvalsstöðum í fyrrakvöld þegar hann vatt sér upp á svið og söng nokkur lög með Stuðmönnum í tilefni dagsins.

Mel B harðákveðin í að giftast nýja kærastanum sínum

Kryddstúlkan Mel B er svo ánægð með nýja kærastann sinn að hún ætlar að giftast honum. Sá nýi heitir Stephen Belafonte og vinnur sem kvikmyndaframleiðandi. Þau hafa þekkst í sjö ár en hafa verið saman síðan Eddie Murphy sparkaði Mel B og neitaði að hann væri faðir barnsins sem hún gekk með.

Skera mótórhjól út úr tré

Hópur sex tréskurðarmanna, sem kalla sig ,,Einstakir", vinnur hörðum höndum að gerð mótorhjóls. Hjólið er í fullri stærð, en ekki alveg hefðbundið, því það er skorið út úr tré. Sami hópur skar í fyrra út nærri fjögurra metra háa nákvæma eftirlíkingu af Telecaster rafmagnsgítar. Hjólið verður til sýnis á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í Eyjafirði, sem hefst tíunda ágúst næstkomandi.

Mel Gibson til sölu

Aðdáendur Mels Gibsons hafa nú sjaldgæft tækifæri til að eignast hann í risaútgáfu. Risavaxið auglýsingaspjald af leikaranum er nú fáanlegt á Ebay. Að sögn seljandans var spjaldið sérhannað fyrir sjónvarpsþátt og hið eina sinnar tegundar í heiminum.

Brigitte Nielsen í meðferð

Leikkonan og fyrirsætan Brigitte Nielsen sannar að það eru ekki bara tvítug nýstirni sem fara í meðferð. Fyrrverandi frú Stallone skráði sig fyrir nokkrum vikum í áfengismeðferð á stofnun í Hollywood og líkur henni á næstu dögum. Nielsen varð 44 ára á sunnudaginn var.

Rigning í Reykjavík

Eftir margra vikna góðviðristíð fór loksins að rigna í höfuðborginni í morgun og auðvitað finna þeir sem vinna úti mest fyrir því. Að því tilefni fór Ísland í dag og hitti krakka úr vinnuskóla Reykjavíkur sem voru moldug frá hvirfli til ilja í af því að liggja í blautum beðunum.

Lögregla kölluð til vegna skelfilegs bangsa

Vopnaðir lögreglumenn þustu á vettvang í þýsku borginni Wuppertal eftir að kona tilkynnti um grímuklæddan glæpamann í bílastæðahúsi. Glæpamaðurinn reyndist vera bangsi í yfirstærð.

Ósátt við dóm um Harry Potter

JK Rowling, höfundur Harry Potter bókanna er æfareið yfir því New York Times hafi birt dóm um nýjustu bókina í flokknum tveimur dögum áður en hún kemur út. Í dómnum fer gagnrýnandi blaðsins lofsamlegum orðum um bókina. Hann gefur líka upp að sex persónur látist, en nafngreinir þær ekki. Hann segist hafa keypt bókina í ónefndri búð í New York.

Lilly Allen sýnir geirvörtuna

Myndband af Lily Allen þar sem hún vippar út brjóstinu til að sýna þriðju geirvörtuna sína er eitt það vinsælasta á YouTube. Söngkonan geðþekka var að kynna þáttinn Friday Night Project á Channel 4 sjónvarpsstöðinni.

Berrösssuð í fimbulkulda í þágu umhverfisins

Bandaríski listamaðurinn Spencer Tunick hyggst nota óvenjulega listsköpun sína til að vekja athygli á loftslagsbreytingum. Tunick, sem er þekktastur fyrir að mynda berrassað fólk í stórum hópum á opinberum stöðum, leitar nú að sjálfboðaliðum til að hátta sig á svissneskum jökli.

Kate Moss forðast Pete Doherty eins og heitan eldinn

Kate Moss hefur skipt um símanúmer í heimasímanum sínum og gemsanum til að hennar fyrrverandi, Pete Doherty, geti ekki hringt í hana. Moss henti Doherty út fyrir skemmstu eftir að upp komst að hann hefði haldið framhjá henni með 29 ára Suður-Afrískri fyrirsætu.

Posh líkt við geðstirt nagdýr

Victoriu Beckham er ekki tekið jafn vel vestan hafs og hún átti von á. Heimildarmynd um flutning hennar til Bandaríkjanna var sýnd á NBC sjónvarpsstöðinni á mánudag, og vakti takmarkaða hrifningu gagnrýnenda.

Fann tönn í höfði sínu

Ástralski ruðningsleikmaðurinn Ben Czislowski fékk óvenjulega skýringu á höfuðverk sem hafði verið að ergja hann í fjóra mánuði. Höfuðverkurinn hófst eftir að Czislowski lenti í árekstri við leikmanninn Matt Austin og þurfti að láta sauma sár á höfði sínu. Þegar hann var orðinn þreyttur á verknum og fékk svo augnsýkingu í ofanálag leitaði hann til læknis, sem fann tönn hins leikmannsins í höfði hans.

Heiðingjar reiðir yfir Hómer Simpson

Heiðingjar í Bretlandi eru æfareiðir yfir 55 metra langri mynd af Hómer Simpson, sem hefur verið máluð á tún við hliðina á frægu frjósemistákni þeirra, Risanum í Cerne Abbas. Myndin af teiknimyndafígúrunni er liður í markaðsherferð vegna bíómyndar um Simpson fjölskylduna sem kemur út í næstu viku.

Nýjustu Potter bókinni lekið?

Svo virðist sem ,,Harry Potter and the Deathly Hallows", nýjustu bókinni um galdradrenginn vinsæla hafi verið lekið á netið. Myndir af því sem virtust vera hver einasta síða bókarinnar birtust á ýmsum skráarskiptasíðum á netinu í gær.

Eyrún Huld flytur norður

„Ég er að flytjast norður og taka við kennarastöðu hjá MA,“ segir Eyrún Huld Haraldsdóttir. Nafn Eyrúnar Huldar var á allra vörum þegar þjóðin horfði á sigurgöngu Magna Ásgeirssonar í Rock Star: Supernova í fyrrasumar.

Hjónabandið undir smásjá

Fulltrúar frá barnaverndar­yfirvöldum í Malaví eru á leiðinni til Bretlands þar sem þeir hyggjast rannsaka hjónaband poppdrottningar­innar Madonnu og leikstjórans Guys Ritchie. Niðurstaðan mun ráða því hvort hjónin fái að ættleiða David Banda.

Gisele gat varla andað fyrir stressi

Gisele Bündchen er ekki lengur andlit og líkami undirfatafyrirtækisins Victoria‘s Secret en hún hefur nóg að gera og er nú andlit nýs ilmvatns frá hönnuðunum Dolce & Gabbana.

Ekki á leið til Íslands í bráð

Fyrirsætan Chloe Ophelia Gorbulew sest á skólabekk í Northumbria University í Newcastle í haust, en þar hyggst hún læra arkitektúr. „Mig hefur lengi dreymt um að læra arkitektúr,“ segir Chloe.

Sævar selur

Sævar Karl er búinn að selja verslun sína í Bankastrætinu. Eftir öll þessi ár er verslun Sævar Karls ekki lengur í eigu Sævars Karls.

Emilía hætt í Nylon

Emilía Björg Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja skilið við hljómsveitina Nylon. Emilía hefur verið ein fjögurra söngkvenna flokksins síðan hann var stofnaður af Einari Bárðarsyni árið 2004. Ástæður brothvarfsins segir Emilía vera mikið álag og fjarveru frá fjölskyldunni sem fylgir lífinu í Nylon. Hún kveðst þó ánægð með tíma sinn í Nylon.

Síðasta bókin um Harry Potter kemur út á föstudaginn

Næstkomandi föstudag kemur út sjöunda og síðasta bókin um Harry Potter. Gífurleg spenna ríkir um sögulokin í þessum vinsæla bókaflokki og hafa vangaveltur verið um hvort að Potter verði látinn deyja. Víst er að dyggir íslenskir lesendur bíða óþreyjufullir tíðinda af örlögum helstu sögupersóna þessa ævintýris.

Rannsókn á fangelsisdvöl Parisar Hilton

Lögreglustjórinn í Los Angeles ætlar að hefja rannsókn á því hvort Paris Hilton hafi hlotið sérstaka meðferð á meðan á fangelsisdvöl hennar stóð. Rannsóknin mun meðal annars miða að því að kanna fullyrðingar um það að Paris hafi fengið að nota farsíma á meðan aðrir fangar þurfi að notast við peningasíma.

Beckham-hjónin nakin

Eitt af því skemmtilegasta sem hjónakornin David og Victoria Beckham gera er að læsa hurðunum á heimili sínu á kvöldin til að geta valsað um í friði án fata. Þetta kemur fram í viðtali við fótboltamanninn og kryddpíuna við tískutímaritið W í Bandaríkjunum sem ritstjórar tímaritsins segja að sé „hið opinskáasta sem hjónin hafa veitt til þessa“.

Benni um frægðina

Benedikt H. Hermannsson, betur þekktur sem Benni Hemm Hemm, talar um plötusölu og frægðina í nýju viðtali við Bart Cameron, fyrrum ritstjóra Reykjavík Grapevine. Í viðtalinu, sem birtist í tímaritinu The Stranger í Seattle á miðvikudag, segir Benni að Íslendingar láti sér ekki mikið um frægð hans finnast, og að það hafi ekki mikla þýðingu að toppa sölulistana hér á landi.

Dafnar eins og blómi í eggi

„Ég hef það alveg frábært. Og dafna eins og blómi í eggi,“ segir hin 44 ára gamla fegurðar­drottning Unnur Steinsson, sem er ólétt að sínu fjórða barni. Unnur, sem er komin rúmlega fimm mánuði á leið, segir að fyrstu mánuðirnir hafi verið erfiðir en síðan hafi þetta verið eintóm sæla.

Handarför á stjörnustéttinni

Þríeykið Daniel Radcliffe, Emma Watson og Rupert Grint, eða Harry, Hermione og Ron, hafa fengið handarför sín fest í steypu rétt við Frægðarstéttina í Hollywood. „Þetta er algjörlega ótrúlegt,“ sagði Radcliffe, sem hefur leikið Harry Potter síðan hann var ellefu ára gamall. „Að vera hérna á meðal nafna eins og John Wayne og allra hinna er rosalegt,“ sagði hann yfir sig hrifinn.

Kristján stóð sig vel sem vallarþulur

Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi FL Group og fyrrverandi sjónvarpsmaður, brá sér í hlutverk vallarþular þegar Þróttur og Keflavík mættust í VISA-bikarnum á Valbjarnarvelli í fyrradag og þótti standa sig með afbrigðum vel.

Stella sýnir í London

Stella McCartney mun kynna Adidas-sumarlínu sína fyrir árið 2008 á tískuvikunni í London í fyrsta sinn í haust. Sýningin mun slá botninn í tískuvikuna.

Með nýjan mann

Britney Spears er komin með nýjan mann upp á arminn. Reyndar felst það í starfi mannsins, sem heitir Damon, að vera viðloðandi arma Britneyar, þar sem hann er lífvörður söngkonunnar. Samkvæmt heimildum vefsíðu bandaríska tímaritsins US Weekly deildi parið hverri rómantísku kvöldstundinni á fætur annarri í síðustu viku og hélt svo heim í hús söngkonunnar þar sem það varði nóttinni.

Einar Bárðarson í London

Í London er Einar Bárðarson búinn að koma sér og sínum vel fyrir á skrifstofu við Oxford stræti. Þar rekur hann útgáfufyrirtækið Believer Music sem FL Group hefur fjármagnað ásamt Tryggva Jónssyni.

Slökkviliðsmenn á ferð

Níu fræknir hjólagarpar í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lögðu af stað á laugardaginn alla leiðina frá Fonti á Langanesi. Þaðan hjóla þeir sem leið liggur suður yfir Sprengisand þar sem þeir eru staddir núna. Þeir ætla að enda eftir helgi úti á Reykjanestá.

Turturro þunnur í útvarpinu

John Turturro, sem leikur í Transformers, fékk að finna fyrir því þegar hann var staddur á Spáni á dögunum. Hann mætti þunnur í útvarpsviðtal.

Skilur ekkert í Jagger

Bassaleikari Blur, Alex James, skilur ekkert í því að Mick Jagger skuli enn djamma eins og tvítugur maður.

Beyonce hugsar um aðdáendur sína

Tveir aðdáendur Beyonce Knowels slösuðust á tónleikum hennar í Missouri í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Þeir urðu fyrir eldvörpum sem áttu að spúa á sviðinu en eitthvað fór úrskeiðis.

Sjá næstu 50 fréttir