Fleiri fréttir

Aron Pálmi segir frá misnotkun

Í viðtali við tímaritið Ísafold segir Aron Pálmi Ágústsson frá því hvernig hann misnotaði sjö ára gamlan dreng, þá 12 ára gamall. Aron var dæmdur í tíu ára fangelsi tveimur árum síðar fyrir kynferðisbrotið gegn drengnum, sem varð fyrir sálrænu áfalli við atvikið og átti eftir það erfitt með svefn. Í tímaritinu kemur fram að Aron var að herma eftir misnotkun sem hann varð sjálfur fyrir af hálfu nágranna síns stuttu áður.

J-Lo ver vísindatrú

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez, öðru nafni J-Lo, hefur upplýst að pabbi hennar sé vísindatrúar og hafi verið það í 20 ár. Hún hafi þó sjálf verið alin upp í kaþólskri trú.

Kate og Pete í meðferð saman

Vegfarendur sáu til ofurfyrirsætunnar Kate Moss og kærasta hennar Pete Doherty, söngvara Babyshambles, fara saman á Capio Nightingale spítalann í London á mánudag. Þar skráðu þau sig í meðferð undir fölskum nöfnum.

Uma að hætta leik?

Kvikmyndaleikkonan Uma Thurman íhugar nú að gefa leikferil sinn upp á bátinn og helga sig uppeldishlutverkinu. Uma hefur leikið í stórum myndum nýverið eins og Kill Bill og My Super Ex-Girlfriend. En nú hefur hún gefið upp að hún íhugi breytingu. Uma sagði breska dagblaðinu Daily Mirror að hún elskaði starf sitt; “En ég er að hugsa um að verða heimavinnandi móðir.”

Aumingja Borat

Blessaður kallinn hann Borat á enn ein málaferlin yfir höfði sér. Í þetta skipti er það ísraelskur spéfugl sem segir að Borat hafi stolið frá sér "orðatiltækinu" Wa wa wee wa. Dovale Glickman bjó til þessa vitleysu fyrir sextán árum fyrir persónu sem hann lék í sjónvarpsþætti. Wa wa wee wa var einnig notað í sjónvarpsauglýsingum fyrir gulu síðurnar, í Ísrael.

París höfðar mál

París Hilton hefur höfðað mál til þess að að fá lokað vefsíðu þar sem ýmsir persónulegir munir hennar eru boðnir til sölu. Á síðunni er því haldið fram að hlutirnir hafi verið seldir þegar hún stóð ekki í skilum með geymslugjald í vöruhúsi. Það kostar fjörutíu dollara, bara að fá að skoða það sem í boði er af munum stúlkunnar.

Metsöluhöfundurinn Sidney Sheldon er látinn

Metsöluhöfundurinn Sidney Sheldon lést í gær, 89 ára að aldri. Hann dó úr lungnabólgu á sjúkrahúsi nálægt Palm Springs í Kaliforníu að sögn útgefanda hans Warren Cowan. Á ferli sínum skrifaði Sheldon mörg verðlaunaleikrit sem sýnd voru á Broadway, auk Hollywood kvikmyndahandrita, áður en hann sneri sér alfarið að bókaskrifum þegar hann var fimmtugur.

Björk á Hróarskeldu

Eitt af stóru nöfnunum á Hróarskeldu næsta sumar verður íslenskt. Skipuleggjendur hátíðarinnar upplýstu í morgun að Björk verður ein af stjörnunum á næsta ári. Hún spilaði síðast á Hróarskeldu árið 2003 þegar hún var lokaatriðið á appelsínugula sviðinu. Þetta verða einu tónleikarnir hennar á Norðurlöndum á árinu, að sögn Politiken.

Bachelor-stúlka fækkar fötum á sviði

Feministar eru æfir yfir Supergirl, keppni sem fram fór á skemmtistaðnum Pravda á laugardaginn. Þar fækkuðu ungar konur fötum til að reyna að vinna utanlandsferð. Bachelorstúlkan Silja Ívarsdóttir fór úr öllum fötunum.

Sienna Miller og P. Diddy að slá sér upp?

Talið er að leikkonan Sienna Miller og rapparinn P. Diddy, öðru nafni Sean Combs, séu að slá sér upp. Þessar sögusagnir fengu aukinn hljómgrunn eftir að til þeirra sást á hóteli í New York eftir að hafa skemmt sér saman um kvöldið.

Laddi 6-TUGUR

Í kjölfar tilkynningar um að setja ætti upp grínsýninguna LADDI 6- TUGUR í Borgarleikhúsinu rigndi inn fyrirspurnum frá fólki um allt land varðandi það hvernig maður tryggi sér miða.

Bloggað um fréttir á Vísir.is og Gras.is

Notendum BlogCentral.is gefst nú kostur á að blogga um fréttir á Vísir.is og Gras.is. Nú geta Bloggarar hjá stærsta bloggsvæði landsins bloggað á bæði Vísir.is og Gras.is, ekkert annað bloggsvæði hér á landi bíður uppá þennan möguleika þ.e.a.s að menn geti bloggað um fréttir á fleiri en einum vef.

Jolie missir móður sína

Marcheline Bertrand leikkona og móðir Angelinu Jolie lést í Los Angeles á laugardaginn. Banameinið var krabbamein. Í fréttatilkynningu frá Angelinu sagði að móðir hennar hefði látist á Cedars-Sinai læknamiðstöðinni. Aldur Marcheline var ekki gefinn upp, en samkvæmt Internet Movie Database vefsíðunni fæddist hún árið 1950. Angelina var við dánarbeð móður sinnar ásamt bróður sínum, James Haven, og kærastanum, Brad Pitt.

Milljónir fyrir Shilpu í Bretlandi

Bollywood stjarnan Shilpa Shetty varð sigurvegari Celebrity Big Brother í Bretlandi í gær þegar hún hlaut 63 prósent atkvæða í símaatkvæðagreiðslu. Shilpa, 31 árs, varð heimsfræg þegar hún varð fyrir kynþáttaníði bresku sjónvarpsstjörnunnar Jade Goody, en hún var rekin úr þáttunum í næstu atkvæðagreiðslu á eftir. Framleiðanda þáttanna, sjónvarpsstöðinni Channel 4, bárust 40 þúsund kvartanir vegna kynþáttaníðsins.

Síðasta mynd Irwins sýnd í Ástralíu

Síðsta heimildarmynd Steve Irwins verður sýnd í dag í heimalandi hans Ástralíu. Myndin fylgir Irwin síðustu dagana fyrir dauða hans í September, þegar hann var stunginn til bana af stingskötu. Heimildarmyndin sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Channel 9 heitir "Sjávarins hættulegustu" og er kynnt af ekkju Irwins, Terri.

Íslenskur brettagaur á sænskum topp 10 lista

Aftonbladet í samvinnu við jaðarsports ljósmyndara birti nýlega lista yfir topp tíu jaðarsports einstaklingana að þeirra mati. Í 6. sæti á listanum er snjóbretta-snillingurinn frá Akureyri, Eiríkur Helgason, eða bara Eiki. Eiki hefur verið búsettur í Svíþjóð síðustu þrjú árin og hefur stundað nám við íþróttalýðskóla þar sem snjóbretti eru aðalgrein hans.

Borat kemst á valdalista GQ

Borat er númer 19 á lista karlatímaritsins GQ yfir valdamestu menn í Bretlandi. Eitt hundrað nöfn eru á listanum og kemur Borat næstur á eftir Vilhjálmi Bretaprins og tveimur sætum á eftir David Cameron leiðtoga íhaldsflokksins. Tímaritið sagði um höfund Borats að eftir daga Johns Lennons hafi breskur skemmtikraftur ekki haft jafn mikil áhrif á heiminn og Baron Cohen.

Kynþáttaníð í Stóra Bróður bjargaði þættinum

Yfirmaður Stöðvar 4 í Bretlandi segir að nýjasta þáttaröð Big Brother hafi stefnt í að verða sú leiðinlegasta í sögu stöðvarinnar. Kevin Lygo einn yfirmanna Channel 4 sagði breska tímaritinu Broadcast Magazine að fordómafull ummæli bresku sjónvarpsstjörnunnar Jade Goody gegn Indversku Bollywood-stjörnunni Shilpa Shetty hafi bjargað þættinum frá leiðindum. Hann viðurkennir að hafa leitt hugann að því hvað hefði verið hægt að gera, áður en málið kom upp.

Þú ert það sem þú hugsar

Þriðjudaginn 30.janúar heldur Guðjón Bergmann ókeypis kynningarfyrirlestur um námskeið sitt Þú ert það sem þú hugsar á Grand hótel Reykjavík.

Hugi og Dolli fallast í faðma

„Þetta var rosalega góður sáttafundur,“ segir sjónvarpsmaðurinn Hugi Halldórsson sem hefur verið við tökur efnis fyrir stuðningsmannaklúbb íslenska handboltalandsliðsins úti í Þýskalandi.

Stallone í kynlífsbann

Sylvester Stallone hefur upplýst leyndarmálið á bakvið dúndur hnefahögg og góða frammistöðu í nýjustu myndinni um Rocky Balboa, sem er sjötta og síðasta Rocky myndin. Stallone fór í kynlífsbindindi á meðan tökum myndarinnar stóð. Hann sagði: “Þegar þú ert sextugur hefurðu ekki eins mikla orku og þú hafðir þegar þú varst þrítugur.”

Brotnaði á snjóbretti

Jonny Quinn, trommari Snow Patrol, missir af væntanlegri tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu og Ástralíu vegna handleggsbrots.

Enn eitt hneykslið fyrir Paris

Samkvæmisljónið Paris Hilton hefur verið afhjúpuð enn á ný, en afar persónulegir munir hótelerfingjans eru nú til sýnis á internetinu. Á þriðjudag opnaði vefsíðan ParisExposed.com, en þar er að finna dagbækur, myndir, heimavídeó, ástarbréf og hljóðrituð símtöl Parísar auk símanúmera ýmissa þekktra einstaklinga. Hlutirnir voru í geymsluhúsnæði í Los Angeles en voru settir á uppboð þegar sá sem skráður var fyrir geymslunni greiddi ekki reikninginn upp á tæpar 15 þúsund íslenskar krónur.

Capone í útvarpsrekstur

„Það er ekkert komið á hreint, ekki ennþá,“ segir Búi Bendtsen, annar stjórnandi morgunþáttarins sáluga Capone. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru hann og Andri Freyr Viðarsson að skoða þann möguleika að stofna nýja útvarpsstöð.

Eldað fyrir önnum kafna

Birta Ósk Gunnarsdóttir er önnum kafin kona. Hún hefur þó afskaplega gaman af að halda matarboð þegar tími vinnst til.

Kelly ekki í Playboy

Hugh Hefner, útgefandi Playboy, segist ekki hafa áhuga á að birta myndir af Kelly Osbourne í tímaritinu. „Ég sé það ekki gerast í framtíðinni. Við breytum myndunum okkar ekki nógu mikið til þess að það geti gerst,“ sagði hann.

Með fíkjur í fyrirrúmi

Fíkjur geta verið ráðgátur fyrir leikmenn. Rúnar Gíslason hjá Kokkunum veisluþjónustu þekkir þó leyndardóminn og gaf Fréttablaðinu góð ráð um notkun ávaxtanna. „Fíkjur eru í raun og veru ekki líkar neinum öðrum ávöxtum,“ segir Rúnar, sem borðar þær eins og epli. „Það þarf ekkert að fletta hýðinu af, bara bíta í.“

Rannsóknasetur stofnað

Samkeppnin eykst enn milli háskólanna í landinu og eru menn teknir að merkja sér ný svið: í gær var tilkynnt að Háskólinn á Bifröst, Íslenska óperan og Félag íslenskra hljómlistarmanna kæmi að stofnun Rannsóknaseturs í menningarfræðum við Háskólann á Bifröst.

Hendrix-orkudrykkur á markað

Nýr orkudrykkur, Liquid Experience, er væntanlegur í verslanir í Bandaríkjunum í apríl. Drykkurinn er nefndur eftir hljómsveitinni The Jimi Hendrix Experience.

Styður við menningarlífið

Glitnir banki gerði nýlega tvo samstarfssamninga, annars vegar við Nýlistasafnið og hins vegar við menningarmiðstöðina Hafnarborg og Byggðasafn Hafnarfjarðar.

Styttist í Tvíæringinn í Feneyjum

Það styttist í Tvíæringinn í Feneyjum: Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson myndlistarmaður var valinn af fagnefnd sem menntamálaráðherra skipaði til að vera fulltrúi Íslands á þessari stærstu og virtustu myndlistarmessu Evrópu. Í vikunni var tilkynnt að Landsvirkjun kæmi honum til stuðnings.

Upptökustjóri látinn

Einn af upptökustjórum rapparans 50 Cent, Dave Shayman, fannst látinn á heimili sínu í New York. Talið er að hinn 26 ára Shayman hafi framið sjálfsvíg, enda átti hann við þunglyndi að stríða.

Fimmtudags forleikurinn

Hljómsveitirnar Vicky Pollard, Út-Exit, Gordon Riots og Foreign Monkeys leika á vegum Fimmtudagsforleiks Hins hússins í kvöld. Foreign Monkeys eru sigurvegarar Músíktilrauna árið 2006. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er allir 16 ára og eldri velkomnir. Að venju er frítt inn.

Veðbankar spá Scorsese sigri

Mynd Martins Scorseses, “The Departed” er uppáhald veðbanka til Óskarsverðlauna í flokkunum besta mynd og besti leikstjóri í ár. Veðmangarar segja 10/11 líkur á því að myndin verði valin besta myndin, og 1/3 að Scorsese fá leikstjóraverðlaunin. Í bestu mynd kemur Babel næst með 9/4, Little Miss Sunshine 4/1, The Queen 8/1 og Letters from Iwo Jima rekur lestina með 12/1.

Umdeild barnanauðgun á Sundance

Sundance kvikmyndahátíðin í Park city í Utah er nú hálfnuð, en í gær var kvikmyndin "Hounddog" frumsýnd þrátt fyrir fjölda mótmæla. Myndin fjallar um tólf ára stúlku sem er fórnarlamb nauðgunar. Deborah Kampmeier, sem er handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar, hefur borist fjöldinn allur af mótmælum frá hópum sem ekki höfðu séð myndina, vegna atriðis sem sýnir táningsdreng nauðga stúlkunni.

Ekkert samkomulag við Mills

Lögfræðingar Heather Mills McCartney segja ekkert hæft í þeim fréttum að tilboð um samkomulag hafi borist frá Paul McCartney. Tímaritið News of the World greindi frá því að samkomulag hefði náðst um að Paul greiddi Mills rúmlega fjóra milljarða. Paul McCartney og Heather Mills hófu skilnaðarferlið í júlí, en hjónin höfðu verið gift í fjögur ár og eiga saman dótturina Beatrice, sem er þriggja ára.

Þættirnir breyttu mér ekki

Storm Large kom óvænt fram á Hlustendaverðlaunum FM 957 sem fram fóru í gærkvöldi. Fréttablaðið náði tali af söngkonunnni sem fór huldu höfði í gær.

Stefnt að sáttum Auðuns og Adolfs

Auðunn Blöndal var ekki par sáttur við yfirlýsingar Adolfs Inga Erlingssonar sem íþróttafréttamaðurinn lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Adolf að Auðunn og Hugi Halldórsson hefðu viðhaft hneykslanlega framkomu á HM í Þýskalandi.„Við höfum oft orðið okkur til skammar á ferlinum með truflunum og öðru slíku en það var ekkert slíkt uppá teninginum þarna úti,“ sagði Auðunn

Vildi ekki fjölskyldu

Ástæðan fyrir skilnaði Cameron Diaz og popparans Justins Timberlake er talin vera sú að Timberlake var ekki tilbúinn til að stofna fjölskyldu með Diaz.

Denni tekur við Íslandi í dag

„Ég get að svo stöddu ekki gefið upp hvernig hópurinn verður saman settur. Verið er að binda endahnút á það. Ég býst við að það verði klárt á morgun og í kjölfarið verður það gefið upp,” segir Steingrímur Sævarr Ólafsson aðspurður hvernig hópurinn sá sem muni starfa við sjónvarpsþáttinn Ísland í dag verði samansettur.

Sjá næstu 50 fréttir