Lífið

Brotnaði á snjóbretti

Trommuleikari Snow Patrol er handleggsbrotinn.
Trommuleikari Snow Patrol er handleggsbrotinn.

Jonny Quinn, trommari Snow Patrol, missir af væntanlegri tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu og Ástralíu vegna handleggsbrots.

Quinn brotnaði þegar hann var að leika sér á snjóbretti í Ölpunum. Hefur hann fengið vin sinn Graham Hopkins, sem hefur spilað með Thearpy og Cranberries, til að hlaupa í skarðið. Tónleikaferðin hefst 4. mars og er farin til að fylgja eftir hinni vinsælu plötu Eyes Open.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.