Lífið

Michael Jackson múslimi ?

Michael Jackson.
Michael Jackson. MYND/AP

Bróðir Michaels Jacksons vill að bróðirinn gerist múslimi og telur að hann sé alvarlega að íhuga þann möguleika. Jermaine Jackson, sem býr í Bahrain er sjálfur múslimi og telur að trúin sé það eina sem geti fært bróður sínum ró og frið. Hann er sjálfur múslimi og segir að það haldi lífi sínu í jafnvægi að biðja fimm sinnum á dag.

Michael dvaldi langdvölum hjá Jermaine, í Bahrain, meðan hann var að jafna sig eftir réttarhöldin vegna ásakana um að hann væri barnaníðingur. Michael var sýknaður, en réttarhöldin fengu mikið á hann. Hann hefur talað um að flytja til Evrópu og endurvekja þar feril sinn.

Jermain var á sínum tíma söngvari með sjölskyldugrúppunni "The Jackson Five."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.