Lífið

Borat kemst á valdalista GQ

Myndin er tekin þegar Borat mætti á frumsýningu kvikmyndar sinnar í Kanada á síðasta ári.
Myndin er tekin þegar Borat mætti á frumsýningu kvikmyndar sinnar í Kanada á síðasta ári. MYND/Getty Images

Borat er númer 19 á lista karlatímaritsins GQ yfir valdamestu menn í Bretlandi. Eitt hundrað nöfn eru á listanum og kemur Borat næstur á eftir Vilhjálmi Bretaprins og tveimur sætum á eftir David Cameron leiðtoga íhaldsflokksins. Tímaritið sagði um höfund Borats að eftir daga Johns Lennons hafi breskur skemmtikraftur ekki haft jafn mikil áhrif á heiminn og Baron Cohen.

Efstur á listanum er Gordon Brown fjármálaráðherra Breta, annað árið í röð, en Tony Blair forsætisráðherra kemur næstur á eftir honum. Tímaritið útskýrði valið þannig að Brown væri framkvæmdaaðili ríkisstjórnarinnar, en Blair væri einungis ímynd hennar.

Rupert Murdoch er í fimmta sæti listans, en Jamie Olivier því fimmtánda. Fyrirliði breska landsliðsins í fótbolta John Terry er í 32. sæti listans, eina fótboltakempan sem kemst á hundrað manna listann, en David Beckham er ekki á listanum.

Listi GQ:

1 Gordon Brown (fjármálaráðherra)

2 Tony Blair (forsætisráðherra)

3 Mervyn King (seðlabankastjóri í Bretlandi)

4 Sir Terry Leahy (aðalstjórnandi Tesco)

5 Rupert Murdoch (framkvæmdastjóri News Corporation)

6 Mark Thompson (útvarpsstjóri BBC)

7 Sir Philip Green (eigandi Arcadia Group)

8 Viscount Rothermere (eigandi Daily Mail)

9 Ed Balls (hagfræðilegur ritari fjármálaráðuneytisins)

10 John Reid (innanríkisráðherra)

11 Paul Dacre (ritstjóri Associated Newspapers)

12 David Miliband (utanríkisráðherra fyrir umhverfismál)

13 Sir Martin Sorrell (yfirmaður WPP )

14 Michael Grade (yfirstjórnandi ITV sjónvarpsstöðvarinnar)

15 Jamie Oliver

16 Roman Abramovich

17 David Cameron

18 Prince William

19 Sacha Baron Cohen/Borat

20 James Murdoch (yfirmaður BSkyB)

Fréttavefur Sky greindi frá.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.