Lífið

Þú ert það sem þú hugsar

Guðjón heldur ókeypis kynningarfyrirlestur 30. janúar um námskeið sitt.
Guðjón heldur ókeypis kynningarfyrirlestur 30. janúar um námskeið sitt.

Þriðjudaginn 30.janúar heldur Guðjón Bergmann ókeypis kynningarfyrirlestur um námskeið sitt Þú ert það sem þú hugsar á Grand hótel Reykjavík. Rúmlega 180 manns hafa sótt námskeiðið á síðustu mánuðum og hafa þátttakendur verið á einu máli um mikilvægi þess að sækja slíkt námskeið.

Á námskeiðinu kennir Guðjón m.a. aðferðir til að takast á við streitu, efla sjálfstraust og jákvæðni og koma lífinu í betra jafnvægi. Kynningin tekur u.þ.b. klukkustund og hefst kl.20:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan að húsrúm leyfir.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Bergmann á netfanginu gudjon@gbergmann.is og skoða má ummæli um námskeiðið á http://gbergmann.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.