Hættir í sjónvarpi og leggur drög að ævisögu sinni 25. janúar 2007 08:00 Hermann Gunnarsson Liggur undir feldi og íhugar hvort loks sé kominn tími að setja ævina á blað. „Ég er nokkuð viss um að einhverjir svitna þegar þeir frétta að ég sé að leggja drög að ævisögu minni," segir sjálfur Hemmi Gunn - einhver skærasta sjónvarpsstjarna sem þjóðin hefur alið. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Hemmi nú standa á tímamótum og allt bendi til þess að nú verði settur punktur aftan við glæsilegan sjónvarpsferil hans. Allra síðasti skemmtiþáttur Hemma, „Í sjöunda himni", á Stöð tvö verður í kvöld. Áður hafði Hemmi stjórnað þættinum „Það var lagið" sem einnig var til sýninga á Stöð 2. „Það þurfti reyndar að draga mig með töngum til að taka að mér „Það var lagið" og ég var efins um að ég hefði áhuga á endurkomu á skjáinn með þessum hætti," segir Hemmi. En bætir því við að starf við fjölmiðla sé ólæknandi baktería. Og því sé ef til vill óvarlegt af sér að skjóta loku fyrir það með öllu að hann og sjónvarp séu skilin skiptum. Hemmi verður sem fyrr fastagestur hjá Heimi Karls og Guðna Bergs í umfjöllun þeirra um Meistaradeildina. En nú taka við ný ævintýri og ný verkefni. Hemmi er nú að vinna að ævisögu sinni. „Fyrir fjörutíu árum var fyrst komið að máli við mig og ég beðinn um að skrifa ævisögu mína," segir Hemmi og hlær sínum fræga hlátri. Og gefur til kynna að þá honum hafi fundist hann vera allt of ungur að árum - rétt rúmlega tvítugur maðurinn. En Hemmi hélt upp á sextugsafmæli sitt í síðasta mánuði. „Þegar ég flutti svo til Taílands [fyrir þremur árum] var hugmyndin sú að ég myndi skrifa ævisöguna meðan ég mundi nokkurn veginn hvernig í þessu liggur. Svo var ég plataður út í veitingarekstur og ekki gafst tími til skrifa. Ég punktaði hins vegar nokkra hluti hjá mér." Saga Hemma yrði ekki eitthvað „rjómatertubox" eins og Hemmi kemst sjálfur að orði. Og segir hann jafnframt að fara muni um mann og annan við þessi tíðindi. En Hemmi má, líkt og þjóð má vita, muna tímana tvenna og er af ýmsu að taka þegar ævintýralegt lífshlaup hans er annars vegar. „Ljósið hefur þó verið ráðandi, sem betur fer, og það væri ekkert gaman ef ég hefði ekki upplifað mótlætið," segir Hemmi. Fer þá á flug og vísar til Gróu á Leiti sem ósjaldan hefur farið á kreik þegar Hemmi er annars vegar: „Ætli ég hafi ekki síðan bókarauka um alla þá hluti sem ég er sagður hafa gert." Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
„Ég er nokkuð viss um að einhverjir svitna þegar þeir frétta að ég sé að leggja drög að ævisögu minni," segir sjálfur Hemmi Gunn - einhver skærasta sjónvarpsstjarna sem þjóðin hefur alið. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Hemmi nú standa á tímamótum og allt bendi til þess að nú verði settur punktur aftan við glæsilegan sjónvarpsferil hans. Allra síðasti skemmtiþáttur Hemma, „Í sjöunda himni", á Stöð tvö verður í kvöld. Áður hafði Hemmi stjórnað þættinum „Það var lagið" sem einnig var til sýninga á Stöð 2. „Það þurfti reyndar að draga mig með töngum til að taka að mér „Það var lagið" og ég var efins um að ég hefði áhuga á endurkomu á skjáinn með þessum hætti," segir Hemmi. En bætir því við að starf við fjölmiðla sé ólæknandi baktería. Og því sé ef til vill óvarlegt af sér að skjóta loku fyrir það með öllu að hann og sjónvarp séu skilin skiptum. Hemmi verður sem fyrr fastagestur hjá Heimi Karls og Guðna Bergs í umfjöllun þeirra um Meistaradeildina. En nú taka við ný ævintýri og ný verkefni. Hemmi er nú að vinna að ævisögu sinni. „Fyrir fjörutíu árum var fyrst komið að máli við mig og ég beðinn um að skrifa ævisögu mína," segir Hemmi og hlær sínum fræga hlátri. Og gefur til kynna að þá honum hafi fundist hann vera allt of ungur að árum - rétt rúmlega tvítugur maðurinn. En Hemmi hélt upp á sextugsafmæli sitt í síðasta mánuði. „Þegar ég flutti svo til Taílands [fyrir þremur árum] var hugmyndin sú að ég myndi skrifa ævisöguna meðan ég mundi nokkurn veginn hvernig í þessu liggur. Svo var ég plataður út í veitingarekstur og ekki gafst tími til skrifa. Ég punktaði hins vegar nokkra hluti hjá mér." Saga Hemma yrði ekki eitthvað „rjómatertubox" eins og Hemmi kemst sjálfur að orði. Og segir hann jafnframt að fara muni um mann og annan við þessi tíðindi. En Hemmi má, líkt og þjóð má vita, muna tímana tvenna og er af ýmsu að taka þegar ævintýralegt lífshlaup hans er annars vegar. „Ljósið hefur þó verið ráðandi, sem betur fer, og það væri ekkert gaman ef ég hefði ekki upplifað mótlætið," segir Hemmi. Fer þá á flug og vísar til Gróu á Leiti sem ósjaldan hefur farið á kreik þegar Hemmi er annars vegar: „Ætli ég hafi ekki síðan bókarauka um alla þá hluti sem ég er sagður hafa gert."
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira