Fleiri fréttir

Audda og Huga úthýst úr þýskri handboltahöll

„Þetta er ekki héraðsmót heldur heimsmeistarakeppnin í handbolta í Þýskalandi,“ segir Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður Ríkissjónvarpsins, þegar hann lýsir framgöngu Huga og Audda sem hneykslanlegri.

Ástþór fram til forseta enn og aftur

„Ég er nú staddur úti í Danmörku. Að safna kröftum. Tók mér frí frá þessu en þegar nær dregur þá kemur það,“ segir Ástþór Magnússon athafnamaður aðspurður um það hvenær menn gætu farið að eiga á því von að rödd hans sem forsetaframbjóðanda fari að heyrast.

Hætt með kærastanum

Britney Spears er búin að sparka kærastanum sínum, fyrirsætunni Isaac Cohen. Þau höfðu verið á föstu í tvær vikur en bandarískir fjölmiðlar segja Britney hafa fengið nóg á fimmtudaginn í síðustu viku. „Við erum ekki lengur saman,“ var það eina sem fékkst upp úr hinni 25 ára einstæðu móður. Þrátt fyrir þetta sást til Britney á föstudagskvöldið í samræðum við umræddan Cohen.

Höfðar mál

Leikkonan Kiera Knightley hefur höfðað mál gegn breska dagblaðinu The Daily Mail vegna fréttar þar sem er gefið í skyn að hún hafi sagt ósatt þegar hún vildi ekki viðurkenna að hún þjáðist af átröskun. Blaðið birti grein um stúlku sem lést af völdum átröskunar og með greininni fylgdi mynd af hinni 21 árs Knightley á strönd þar sem rætt var um þyngd hennar.

Íhugaði að hætta

Leonardo DiCaprio íhugaði að hætta að leika eftir að hann lék í hinni vinsælu Titanic árið 1997.

Vinir saman á sviði

Hnefaleikakappinn fyrrverandi Muhammad Ali steig upp á svið með vini sínum, gamanleikaranum Billy Crystal, á 65 ára afmælisdegi sínum á miðvikudag.

Bó berst fyrir bættu öryggi á netinu

„Nei, ég hef nú ekki lent í því að fólk hafi efast um hver ég væri en sumir hafa ekki alltaf kveikt á perunni,“ segir stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson en eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær leikur hann í auglýsingu fyrir Auðkennislykil sem á að tryggja öryggi bankaviðskipta á netinu. Í auglýsingunni er gert út á að þótt menn séu þekktir á þessari eyju skipti það litlu máli á netinu. „Mér finnst þetta gott málefni enda nota ég netið mikið sjálfur. Og það er aldrei nógu mikið gert til að tryggja öryggið þar,“ segir söngvarinn.

Knightley í mál við Daily Mail

Keira Knightley hefur farið í mál við breskt dagblað vegna greinar sem gaf í skyn að hún hefði logið til um að vera ekki með átröskun. The Daily Mail birti mynd af hinn 21 árs gömlu leikkonu á strönd, og í texta með myndinni var bent á holdafar hennar. Myndin birtist í grein um stúlku sem dó af völdum anorexíu. Fréttavefur BBC segir að í tilkynningu frá lögmönnum leikkonunnar segi að blaðið hafi auk þess gefið í skyn að Knightley hafi gefið slæmt fordæmi og átt þannig þátt í dauða stúlkunnar.

Britney ófrísk?

Vangaveltur þess efnis hvort Britney Spears sé barnshafandi hafa gengið fjöllunum hærra síðustu daga. Nýjustu fregnir herma þó að Britney sé EKKI ófrísk. Umboðsmaður poppstjörnunnar, Larry Rudolph, hefur slegið á orðróminn með því að útskýra hvernig sagan komst á kreik. Mynd náðist af nýja kærastanum, Isaac Cohen, þar sem hann sat við hlið Britneyjar með hnetusmjör á fingrunum.

Lindsay aftur í meðferð

Leikkonan Lindsey Lohan hefur skráð sig í meðferð hjá lúxus meðferðarheimili í Kaliforníu samkvæmt bandaríska tímaritinu US Weekly. Lindsey viðurkenndi í síðasta mánuði að hún sækti AA fundi, en tilgreindi ekki ástæðu þess. Talsmaður leikkonunnar segir að Lindsey hafi tekið ákvörðun um að hugsa betur um líðan sína og heilbrigði og að hún óskaði eftir að fjölmiðlar virtu einkalíf hennar á meðan.

Beckham hjónin í Playboy partý

Victoria og David Beckham eru komin á boðslista Hugh Hefners fyrir næsta Playboy partý. Vinir hjónanna í Hollywood telja meðal annars TomKat og J.Lo, en nú hefur Hugh Hefner sagt að "stelpurnar hans" vilji fá hjónin í partýið. Þá spáir Hefner því að Hollywood eigi eftir að elska Victoriu og David.

Hundurinn bjargaði Salmu Hayek

Nokkrum klukkustundum fyrir Golden Globe verðlaunaafhendinguna í síðustu viku ákvað Salma Hayek að leggja sig. Hún hafði ekki hugmynd um að á heimili hennar í Kaliforníu var gasleki. Salma sem var með höfuðverk, vaknaði upp við það að hundurinn hennar, Diva, lét öllum illum látum. Hann beit í ermi hennar og reyndi að draga hana út.

Monica leitar að vinnu í Lundúnum

Hvíta húss lærlingurinn fyrrverandi, Monica Lewinsky, er nú að leita sér að vinnu í Lundúnum, eftir að hafa lokið meistaranámi við London School of Economics. Talsmaður hennar vill ekki upplýsa í hvaða geira hún sé að leita sér að vinnu, né hversu lengi hún verði í Lundúnum.

Lítill álfur á leiðinni

Bandaríska leikkonan Jenna Elfman, sem gerði garðinn frægan í þáttunum um Dhörmu & Greg, á von á sínu fyrsta barni. Hún og eiginmaður hennar Bodhi Elfman hafa verið gift í sextán ár, og eru sögð í skýjunum yfir þessari fjölgun í fjölskyldunni. Jenna er 35 ára gömul og umboðsmaður hennar segir að meðgangan sé henni bæði auðveld og ánægjuleg.

Niðurbrotin sjónvarpsstjarna

Breska sjónvarpsstjarnan Jade Goody er niðurbrotin manneskja eftir harkalega gagnrýni sem hún hefur fengið fyrir árásir sínar á Indversku kvikmyndaleikkonuna Shilpu Shetty, í raunveruleikaþættinum Big Brother á Channel 4. Breska lögreglan hefur sett vörð um heimili Goody, og yfirmenn Channel 4 koma saman til neyðarfundar í dag, til þess að ræða hvort leggja eigi þáttinn niður. Jade Goody er sökuð um stæka kynþáttafordóma.

Yfirhirðmey Sonju drottningar rekin

Yfirhirðmey Sonju drottningar Noregs hefur misst vinnuna og hirðin tjáir sig ekki um hvers vegna. Sidsel Wiborg, sem er 57 ára gömul hefur verið skráð veik í tíu mánuði, og staðfesti í samtali við norska blaðið VG, að henni hafi verið tilkynnt að ekki sé óskað eftir að hún komi aftur til vinnu.

Mills fær 3,6 milljarða króna

Heather Mills og Paul McCartney hafa, að sögn breska blaðsins News of The World, náð samkomulagi um greiðslur til Mills við skilnað þeirra. Hún mun fá um þrjá komma sjö milljarða króna fyrir fjögurra ára hjónabandið. Það mun vera bæði í reiðufé og fasteignum.

Oprah er ríkust

Drottning spjallþáttanna, Oprah Winfrey, trónir á toppi lista yfir ríkustu konur skemmtanaiðnaðarins. Forbes tímaritið gefur listann út og metur eignir hennar á tæpa 105 miljarða króna.

Rannsóknarblaðamaður í Kastljósið

Friðrik Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn í sérverkefni fyrir Kastljós í sjónvarpinu. Hann mun sinna rannsóknarvinnu bak við tjöldin.

Söfnuðu fyrir skólagöngu fátækrar stelpu í heilt ár

Æskulýðsfélagið í Digraneskirkju heitir Meme group og er fyrir krakka í 8-10. bekk. Krakkarnir í félaginu ákváðu að styrkja fátæka stelpu á Indlandi til náms. Litla stelpan heitir Lakshmi en nánari upplýsingar um hana er að finna á www.jarma.net.

Hringur fékk sparibauk

Pétur Þorsteinn Óskarsson frá Glitni, Hringur, Anna Marta Ásgeirsdóttir, Ásgeir Haraldsson prófessor í Barnalækningum og sviðsstjóri Barnalækninga á Barnaspítala Hringsins, og Vilhjálmur Halldórsson frá Glitni.

Kate djammar og djammar og djammar

Kate Moss hélt upp á 33 ára afmælið sitt á þriðjudaginn með því að eyða um 700.000 krónum á 24 tíma djammi. Hún byrjaði fjörið heima hjá sér og drakk kampavín með vinum sínum.

Diaz ósátt við Timberlake

Cameron Diaz og Justin Timberlake rifust í Golden Globe eftirpartýi. Að sögn viðstaddra voru endurfundir þeirra ekkert sérstaklega glaðlegir. Þau eru nýlega hætt saman.

Pink fór í geitarhús

Poppstjarnan Pink hefur beðið Ástrali afsökunar á því að hafa stutt dýraverndarsamtök sem berjast gegn ástralskri ullarverslun. Ástæðan er sú að það er siður rúningarmanna í Ástralíu að klippa laust skinn aftan af kindum til þess að verja þær fyrir ágangi flugna.

James Brown ennþá ofan jarðar

Mánuði eftir dauða sinn og þrem vikum eftir útförina hefur sálarsöngvarinn James Brown enn ekki verið lagður til hinstu hvíldar, meðan hugsanlegir erfingjar rífast um jarðneskar eigur hans.

Íslensk Passat auglýsing gerir það gott

Ímyndarauglýsing fyrir Volkswagen Passat sem Hvíta húsið og Saga film gerðu fyrir bifreiðaumboðið HEKLU er nú sýnd við góðan orðstír á sjónvarpsstöðvum í Suður-Kóreu og Ungverjalandi.

Búinn í meðferð

Keith Urban hefur verið útskrifaður úr meðferð og er nú á leið í tónleikaferðalag. Hann ætlar að kynna plötu sína Love, Pain and The Whole Crazy Thing.

Pitt og Jolie flytja til New Orleans

Brad Pitt og Angelina Jolie hafa flutt fjölskyldu sína til New Orleans. Þau festu kaup á hefðarsetri fyrir um 247 miljónir króna í franska hluta borgarinnar.

Allt á fullu hjá Victoriu

Það stendur meira til í ferð Victoriu Beckham til Bandaríkjanna en að skoða hús og skóla. Hún var á Golden Globe verðlaunahátíðinni með Tom Cruise og konu hans Katie Holmes. Í dag ætlar Victoria að hitta Jennifer Lopez.

Tveir vinir og hinir ekki með

Jennifer Aniston og Courtney Cox munu mætast aftur á sjónvarpskjánum í nýjum dramaþáttum sem nefnast Dirt. Þetta verður í fyrsta sinn sem þær leika hvor á móti annarri síðan í Friends árið 2004.

Sundhöll verður hnefaleikahöll

Gamla sundhöllin í í Keflavík hefur verið lánuð fyrir starfsemi hnefaleikafélags Reykjaness. Henni verður breitt í hnefaleikahöll þar sem innilaugin í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar hefur leyst hana af.

Sjötíu kíló á 10 mánuðum

Idolstjarnan fyrrverandi og Ólafsfirðingurinn Gísli Hvanndal Jakobsson hefur misst sjötíu kíló síðan hann fór í magaminnkunaraðgerð í maí á síðasta ári.

Hlynur með hauskúpubindi á Alþingi

„Ég myndi nú ekki taka svo djúpt á árinni að segja ég væri að innleiða nýja tískustrauma á Alþingi,“ segir Hlynur Hallsson, varaþingmaður Vinstri-grænna. Hlynur bindur bagga sína ekki sömu hnútum og flestir á þingi hvað klæðaburð snertir og þekkt er þegar hann mætti bindislaus í ræðustól um árið og fékk bágt fyrir.

Kylie veik

Ástralska söngkonan Kylie Minogue hefur hætt við að koma fram á tvennum tónleikum vegna veikinda. Kylie er um þessar mundir á tónleikaferð um Bretland sem ber heitið Showgirl Homecoming Tour.

Klám á heimasíðu Nylon

Spjallsvæði virðist vera óvarin fyrir ágangi klámsíðna og nú hefur stúlknasveitin Nylon orðið fyrir barðinu á óforskömmuðum netverjum. Tengla á klámsíður var að finna á spjallsvæði stúlknasveitarinnar Nylon sem starfrækt er á heimasíðu sveitarinnar og fór fréttin eins og eldur um sinu á netheimum í gær.

Sendir frá sér ilmvatn

Christina Aguilera ætlar að gefa út ilmvatn undir sínu nafni. Söngkonan mun slást í lið með Procter and Gamble til að framleiða ilmvatnið, en hún segir fyrirtækið vera tilvalinn félaga.

Guli eðalvagninn til sölu á 25 milljónir

„Hún var bara skráð hjá okkur fyrir helgi,“ segir Þröstur Brynjólfsson hjá bílasölunni Bílalind en guli Hummer-eðalvagninn sem Ásgeir Davíðsson, oftast kenndur við Goldfinger, hefur gert út er til á sölu hjá bílasölunni. Þröstur segir að enn hafi ekki borist margar fyrirspurnir enda sé tiltölulega stuttur sölutími liðinn en hann bjóst fastlega við því að bílinn myndi seljast.

Britney gerist gjafmild

Britney Spears kom flækingi sem varð á vegi hennar í Los Angeles skemmtilega á óvart í síðustu viku, þegar hún gaf honum 300 dollara, eða um 21.000 krónur. Söngkonan hafði nýlega tekið háa upphæð út úr hraðbanka þegar hún staðnæmdist á rauðu ljósi.

Jessica enn í sárum

Jessica Simpson segist enn þjást eftir skilnaðinn við Nick Lachey. „Það koma enn stundir þegar ég þjáist svo mikið að ég get varla andað,“ segir Jessica. „Ég elska Nick af öllu hjarta og hann er enn góður vinur. Hann er hluti af mér enda ólumst við upp saman. Ég varð ástfangin af honum þegar ég var 19 ára. Það er ungt,“ segir hún enn fremur.

Leitar að barnfóstru

Madonna leitar nú logandi ljósi að barnfóstru fyrir son sinn, David Banda, sem hún ættleiddi frá Malaví í október. Leitin hefur staðið yfir frá því í desember og hefur söngkonan fengið vinkonur sínar, þær Stellu McCartney og Gwyneth Paltrow, í lið með sér.

Úr skugga Davids Beckham

Félagaskipti Davids Beckham frá spænska stórliðinu Real Madrid til L.A. Galaxy hafa vakið furðu og undran margra knattspyrnuforkólfa. Victoria er hins vegar sögð vera í skýjunum.

40.000 dollara nótt Britneyjar og nýja kærastans í Vegas

Britney Spears og nýi fylgdarmaðurinn hennar, leikarinn og módelið, Isaac Cohen, sáust saman aðra helgina í röð, í þetta skiptið í Las Vegas á laugardagskvöldið. Þau eru sögð hafa gist í 810 fermetra sérsvítu á 34. hæð í Fantasy-turni The Palms hótelssins, svokallaðri Hugh Hefner Sky Villa, þar sem nóttin kostar 40.000 dollara (2,8 milljónir króna).

Óttast mannrán

Lítið hefur sést til hinnar níu mánaða gömlu Suri Cruise, dóttur Katie Holmes og Tom Cruise, frá því að hún kom í heiminn. Fjölmiðlar hafa mikið velt því fyrir sér hvar barnið sé niður komið og hver ástæðan fyrir feluleiknum sé.

Metnaðarfull Paris

Hótelerfinginn Paris Hilton segist ætla að leggja metnað sinn í leiklist í nánustu framtíð og er sannfærð um að hún eigi eftir að ná langt á þessum vettvangi.

Sjá næstu 50 fréttir