Fleiri fréttir Talandi fíll Fílar hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir að tala en þar virðist hafa orðið breyting á ef marka má starfsfólk í skemmtigarði í Jongin í Suður-Kóreu. Kosis, sextán ára gamall fíll, er sagður geta gefið frá sér hljóð sem minni á orð í kóresku. 8.9.2006 21:14 Jakobínarína ein þriggja sveita á hátíðinni Hafnfirska rokksveitin Jakobínarína er meðal þeirra þriggja hljómsveita sem troða upp á Iceland Airwaves tónleikum í London þann 12. september. Ein helsta von Svía í rokkbransanum um þessar mundir, Love is All, og hinir innfæddu Tilly and the Wall, sem fyrir skemmstu gaf út sina aðra breiðskífu 'Bottoms of Barrales' hjá hinni skemmtilegu Moshi Moshi plötuútgáfu, koma einnig fram á tónleikunum sem haldnir eru undir formerkjunum 'A Taste of Airwaves' og fara fram í London's King's College. Hljómsveitirnar þrjár munu allar koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár, sem fer fram í áttunda sinn í miðborg Reykjavíkur daganna 18. - 22. október. 8.9.2006 11:04 Magni í úrslitaþátt Rock Star Magni Ásgeirsson komst í úrslitaþátt Rock Star: Supernova eftir að öll atkvæði höfðu verið talin. Magni var um tíma meðal þriggja neðstu eins og allir hinir fimm þátttakendurnir en þegar allt kom til alls var hann ekki í hættu. 8.9.2006 00:01 Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin Stórtíðindi berast úr herbúðum útgáfuhreyfingarinnar Nýhil sem blæs til upplestrarkvölds í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Þór Steinarsson, forvígismaður kynningarmála félagsins, segir þar von á stórkostlegri upplifun sem enginn megi missa af. 7.9.2006 18:00 Vill ekki umfangsmikla jarðarför Faðir krókdílafangarans Steve Irwin sem lést fyrr í vikunni vill ekki að sonur sinn verði jarðaður í boði ríkisins með mikilli viðhöfn. 7.9.2006 17:00 Tattú-hátíð fær frábæra dóma Tattú-rokkhátíð sem var haldin hér á landi dagana 8. til 11. júní fær góða fimm síðna umfjöllun í nýjasta tölublaði tattú-tímaritsins Prick. 7.9.2006 16:00 Suri í dagsljósið Fyrstu ljósmyndirnar af Suri, barni Tom Cruise og Katie Holmes, voru birtar opinberlega í tímaritinu Vanity Fair í gær. Suri fæddist 18. apríl en hafði ekki sést opinberlega fyrr en í gær. 7.9.2006 15:00 Jazz á Cafe Rósenberg Jazzkvartett Sunnu Gunnlaugsdóttur heldur tónleika á Café Rósenberg í Lækjargötu kl. 21 í kvöld. Hljómsveitina skipa auk Sunnu sem leikur á wurlitzer rafpíano þeir Jóel Pálsson saxófónleikari, Þorgrímur Jónsson bassaleikari og Scott McLemore á trommur. Á efnisskránni eru tónsmíðar eftir Ornette Coleman, Cörlu Bley auk laga eftir hljómsveitarmeðlimi. Sunna mun leika í góðum félagsskap á Jazzhátíð í Reykjavík í lok mánaðarins en á spilar hún ásamt Tore Brunborg saxófónleikara og kvartett sínum. 7.9.2006 14:00 Margbrotin myndlist í Reykjanesbæ Myndlistarmönnum hefur fækkað í Reykjanesbæ eftir Ljósanótt um síðustu helgi en talið er að allt að hundrað myndlistarmenn hafi komið að sýningum í bænum um þá helgi sem hlýtur að vera met miðað við höfðatölu. 7.9.2006 14:00 Fræðsla og faldir fjársjóðir Fræðslustarf Listasafns Reykjavíkur verður eflt í vetur en þar er stefnt að aukinni fræðslu fyrir alla aldurshópa. 7.9.2006 13:30 Forskot á sæluna með Tim Sweeney Á laugardaginn er hinn virti plötusnúður Tim Sweeney væntanlegur til landsins til að þeyta skífum í Bláa Lóninu og á Barnum. Plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson stendur fyrir komu hans hingað og segir hann Tim vera með betri plötusnúðum í heiminum í dag. 7.9.2006 13:00 Clooney komin með nýja Leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney er nú komin með nýja dömu upp árminn. Sú heppna mun vera leikkonan Ellen Barkin en hún lék ásamt Clooney í myndinni Oceans Thirteen. Það sem er fréttnæmt við þetta er að Barkin er 52 ára og þar af leiðandi eldri en Clooney en hann er þekktur fyrir að falla ávallt fyrir yngri konum. Clooney hefur margt oft verið valinn kynþokkafyllsti maður heims en hann hefur ekki verið milll sambandsmaður og segist sjálfur vera lítið fyrir kærustupara leik eins og hann kallar það. 7.9.2006 12:45 Áhugi hjá CNN Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt 20 ára afmæli Höfðafundarins og komu Mikhail Gorbatsjov hingað til lands í október mikinn áhuga, þar á meðal CNN og CBS. 7.9.2006 12:30 Fólk ársins að mati GQ Breska tímaritið GQ hélt kosninsgu meðal lesanda sinna um fólk ársins. Þar vann fyrrverandi Bítillinn Sir. Paul McCartney aðalverðlaunin en hann var valinn maður ársins. Paul McCartney er stærsta lifandi goðsögnin sem við höfum í dag og hann nýtur einnig mikillar virðingar í heiminum, segir Dylan Jones ritstjóri GQ. McCartney var valinn vegna nýutkominni plötu hans og velheppnuðu hljómleikaferðalegi hans um Bandaríkjin. 7.9.2006 12:15 Arctic Monkeys bestir á Mercury Breska hljómsveitin Arctic Monkeys var valinn besta hljómsveitin á Mercury Awards sem haldin var fyrir stuttu í Bretlandi. Það kom ekki mörgum á óvart að hljómsveitin skyldi hafa hampað verðlaununum en plata þeirra, Whatever People Say I Am, That's What I'm Not, seldist upp í Bretlandi um leið og hún kom út í febrúar á þessu ári. 7.9.2006 12:00 Hitað upp í Iðnó Stórtónleikar verða haldnir í Iðnó annað kvöld. Fram koma Apparat Organ Quartet, Flís, Benni Hemm Hemm, Paul Lydon og Kira Kira, ásamt Hilmari Jenssyni. 7.9.2006 11:15 Búið spil hjá Orlando Leikaraparið Orlando Bloom og Kate Boshworth eru hætt saman eftir að hafa verið kærustupar í fjögur ár. Samkvæmt sjónvarpstöðinni Entertainment Tonight hætti parið saman í góðu og vegna mikils vinnuálags. Bloom og Bosworth hafa áður hætt saman tvisvar á þessum fjórum árum en alltaf náð sman aftur. Síðustu 12 mánuðuðir hafa verið parinu erfiðir vegna þess að Bloom er að kynna nýjustu mynd sína stórmyndina Pirates of the Caribbean og Bosworth en hin nýja Lois Lane í myndinni Superman returns og því mikið að gera hjá báðum aðilum á þessu ári. 7.9.2006 11:00 Bíður spenntur eftir viðbrögðum Íslendinga Aðstandendur kvikmyndarinnar Börn skrifuðu hafa skrifað undir samning við breska fyrirtækið The Works International um alheimssölurétt á myndinni. Fyrirtækið er eitt þekktasta sölufyrirtæki í Evrópu og hefur haft puttana í mörgum þekktum myndum á borð við 24 Hour Party People, Bend it Like Beckham og óskarsverðlaunamyndinni No Man"s Land. 7.9.2006 10:00 Ánægjulegt sumar í miðasölu Kvikmyndaverin héldu niðri í sér andanum þegar sumarið gekk í garð. Í fyrra urðu þau fyrir stórum og óþægilegum skellum en virðast hafa veðjað á rétta hesta að þessu sinni. 7.9.2006 09:00 Klassík í Smáralind Vetrarstarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands var þjófstartað á hér á síðum Fréttablaðsins í gær og eru lesendur beðnir velvirðingar á því, einkum þeir sem mættu upp í verslunarmiðstöðina Smáralind í gær og komu þar að tómum kofanum. Hið rétta er að óvenjulegir upphafstónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Smáralind fara fram kl. 17 í dag. 7.9.2006 08:30 Magni áfram í lokaþáttinn Magni Ásgeirsson komst örugglega áfram í lokaþátt Rockstar:Supernova sem verður í næstu viku. Magni og hinn ástralski Toby voru öryggir frá byrjun og lentu aldrei í neðstu þremur sætunum. Þau sæti komu í hlut Lukasar, Dilönu og Storm en Supernova félagar ákváðu að senda Storm heim í gær. 7.9.2006 08:15 Örfáir miðar eftir á Sálina og gospel Aðeins örfáir miðar eru eftir á tónleika Sálarinnar hans Jóns míns og Gospelkórs Reykjavíkur sem verða haldnir í Laugardalshöll 15. september. 6.9.2006 18:00 Ættleiða í Afríku Söngkonan Madonna og eiginmaður hennar leikstjórinn Guy Richie halda til Afríku í næsta mánuði til að ættleiða barn af barnaheimili í Malawi. Hjónin eru þar með að feta í fótspor Angelinu Jolie og Brad Pitt. Ástæðan fyrir Afríkuferðinni er einnig að safna peningum fyrir afrísk barnaheimili en þau ætla að nota ferðina og taka með sér barn heim til Englands. 6.9.2006 17:00 Þetta er ekkert mál frumsýnd á morgun Heimildarmyndin Þetta er ekkert mál verður frumsýnd annað kvöld í Smárabíói með viðhöfn. 6.9.2006 16:00 Sinfóníuhljómsveitin leikur í Smáralind Vetrarstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar hefst með óvenjulegum hætti þetta árið en fyrirhugaðir útitónleikar sveitarinnar á Austurvelli hafa verið færðir á skjólbetri stað. Það rignir sjaldnar í Smáralindinni og víst er skjólgott í Kópavoginum svo dýrmætum hljóðfærum sveitarinnar er borgið og færri fá kvef. 6.9.2006 15:15 Rigningarsöngur Kellys bestur Kvikmyndin Singin' in the Rain hefur verið valin besta söngvamynd allra tíma af Bandarísku kvikmyndastofnuninni AFI. 6.9.2006 15:00 Orðin gift kona Söngkonan og rokkarabarnið Kelly Osbourne hefur nú gengið í það heilaga með kærasta sínum, óþekkta tónlistarmanninum Matty. Eina vandamálið er að parið var einungis búið að þekkjast í eina viku áður en þau ákváðu að giftast. Brúðkaupið fór fram í hoppukastala á tónleikahátíð á Írlandi og eru foreldrar Kelly, Ozzy Osbourne og Sharon Osbourne, brjáluð yfir þessari fljótfærni í dóttur sinni og leita nú leiða til að láta ógilda hjónabandið. Kelly er þekkt fyrir að vera mikið partíljón en fyrir stuttu kom hún með þær yfirlýsingar að hún væri hætt að drekka áfengi. 6.9.2006 14:30 Nálgast milljarðinn Nú styttist í að kvikmyndin Pirates of the Caribbean: Dead Man"s Chest verði aðeins þriðja myndin í sögunni til að hala inn yfir einn milljarð dollara í miðasölu um heim allan, eða tæpa 70 milljarða króna. Myndin hefur verið í efsta sæti á lista yfir vinsælustu myndir utan Bandaríkjanna í níu vikur í röð og þar hefur hún halað inn tæpar 580 milljónir dollara, eða rúmlega helminginn af heildartekjunum. Tekjuhæsta mynd sögunnar um heim allan er Titanic frá árinu 1997 sem tók inn 1,8 milljarða dollara. Næst á eftir kemur The Lord of the Rings: The Return of the King sem náði 1,1 milljarði. 6.9.2006 14:00 Lou Ye settur í bann heimafyrir Kínverska leikstjóranum Lou Ye hefur verið bannað að gera kvikmynd í fimm ár eftir að hafa sýnt mynd sína Summer Palace án leyfis kínverskra stjórnvalda. 6.9.2006 13:00 Myrkraverk Andra Snæs í samstarfi við undirheima Þetta verður opnunaratriði alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Þeir þar gripu hugmyndina á lofti. Og létu verða að veruleika. Til siðs er að hafa stórstjörnur á kvikmmyndahátíðum. Margar skærustu stjörnur í heimi munu birtast borgarbúum þetta kvöld. Alvöru stjörnur, segir Andri Snær Magnason rithöfundur. Hann horfir til himins eins og svo oft áður. 6.9.2006 12:45 Magni stóð sig vel í Rock Star Magni Ásgeirsson stóð sig að venju mjög vel í sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernova. Magni söng fyrst bítlalagið U.S.S.R og svo lagið When the Time Comes sem er ensk útgáfa af Á móti Sól - laginu Þegar tíminn kemur. Kosningin hófst strax á eftir þættinum og lauk núna í morgun og má reikna með að fjöldi Íslendinga hafi lagt honum lið, reynt að koma honum í úrslitaþáttinn. 6.9.2006 12:30 Lentu í bílslysi Gamanleikkonan Ellen DeGeneres og kærasta hennar, Portia de Rossi, lentu í bílslysi um daginn og hlutu áverka á baki og höfði ásamt því að bílinn skemmdist. Ellen og Portia voru stopp á rauðu ljósi þegar tveir bílar skullu aftan á þær með ofangreindum afleiðingum. Slysið átti sér stað á Sunset Boulevard í Los Angeles og sá sem var valdur að árekstrinum var 52 ára húsmóðir sem var undir áhrifum áfengis, samkvæmt tímaritinu People. 6.9.2006 12:00 Fyrsti arkitektatvíæringurinn Íslendingar taka þátt í byggingarlistatvíæringnum í Feneyjum í fyrsta sinn en nú um helgina verður nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús landsmanna kynnt á þessum virta vettvangi. 6.9.2006 11:30 Slagsmál á næturklúbbi Liam Gallagher, söngvari Oasis, lenti í slagsmálum við fótboltakappann fyrrverandi Paul "Gazza" Gascoigne fyrir skömmu. 6.9.2006 11:15 Aldrei verið skammaður Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar á fimmtíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Heiðar segist þó ekki ætla að halda sérstaklega upp á þennan viðburð. "Við konan mín eigum bæði stórafmæli á árinu og ég hreinlega nenni ekki fleiri veisluhöldum," segir Heiðar, kátur að vanda. Tugir þúsunda nemenda hafa sótt námskeið í skólanum á þessum fimmtíu árum og Heiðar segist ekki komast inn á skemmtistað öðruvísi en að einhver komi upp að honum og segist hafa lært hjá honum. "Það hefur samt enginn skammað mig, aldrei nokkurn tíma," segir hann hlæjandi. 6.9.2006 11:00 Forláta fiðlulán Fiðluleikaranum Huldu Jónsdóttur hlotnast sá heiður að fá að láni dýrmæta fiðlu og fiðluboga frá styrktarsjóði sem kenndur er við hinn heimsfræga fiðluleikara Rachel Barton Pine. Hulda hóf nám við tónlistardeild Listaháskóla Íslands í haust en hún er aðeins 15 ára gömul og yngsti nemandinn sem hefur hafið nám við skólann allt frá stofnun hans. 6.9.2006 10:00 Barist í plötuútgáfu með Megas að vopni "Þetta er bara eins og í Hollywood; þegar fleiri en einn eru með sömu hugmyndina á lofti og hvorugur vill hættta við," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri íslensk efni hjá Senu en tónlistamaðurinn Megas mun verða áberandi í íslensku tónlistarlífi á næstunni þótt meistarinn sjálfur komi lítið við sögu því ráðgert er að gefa út tvær plötur þar sem ólíkir tónlistarmenn reyna sig við lög og texta tónlistarmannsins. 6.9.2006 08:00 Dauði á myndbandi Dauði "krókódílafangarans" Steves Irwin, sem lést eftir að stingskata stakk hann í brjóstið, náðist á filmu af myndatökumanni sem var með honum í för. Í myndbandinu sést þegar Irwin kippir hala skötunnar úr brjósti sínu. Lést hann því ekki samstundis. 6.9.2006 06:00 Þjóðarátak fyrir Magna Í kvöld er þrýst á um áframhaldandi þjóðarátak til að halda Magna Ásgeirssyni inni í harðvítugri lokabaráttu um að verða stjörnusöngvari rokksveitarinnar Supernova. Magni syngur frumsamið lag í kvöld ásamt bítlaslagarann Back in the USSR en fékk slaka dóma í liðinni viku fyrir texta sem hann samdi við nýtt Súpernóvulag. 5.9.2006 19:19 Basinger fyrir dómara Kim Basinger hefur verið skipað að mæta fyrir dómara vegna þess að hún braut vísvítandi á umgengisrétti fyrrverandi eiginmanns síns, Alec Baldwin. Málið snýst um að árið 2005 var Basinger fjarverandi frá heimili sínu en hafði ekki fyrir því að segja Baldwin frá því svo að hann gæti sinnt stelpunni þeirra, Ireland. 5.9.2006 17:00 Cruise biðst afsökunar Tom Cruise hefur beðið leikkonuna Brooke Shields formlega afsökunar á því að hafa gagnrýnt hana fyrir að nota þunglyndislyf. Shields lýsti þessu yfir í spjallþætti Jay Leno. Hann kom til mín og bað mig að fyrirgefa sér, sagði Shields við Leno. Mér fannst þessi afsökunarbeiðni koma beint frá hjartanu og ég fyrirgaf honum þetta, bætti leikkonan við. 5.9.2006 16:30 Draugalög og hestasöngvar Barítónsöngvarinn Jón Svavar Jósefsson heldur all sérstaka tónleika ásamt píanóleikaranum Helgu Bryndísi Magnúsdóttur í Dalvíkurkirkju í kvöld en þar verður lögð áhersla á drauga- og hestalög. Á efnisskránni eru til að mynda klassísk hestalög eins og "Sprettur" og "Á Sprengisandi" í krassandi flutningi en að sögn Jóns Svavars verður skrautfjöðurin líklega "Draugadans" Jóns Leifs. "Það er all sérstakt lag sem ekki allir þekkja en draugalegt er það," úskýrir hann. Auk þess flytja Jón Svavar og Helga Bryndís nokkrar aríur og átthagalög. 5.9.2006 16:00 Atvinnumál og alþjóðavæðing Fyrsti opni vetrarfundur Femínistafélags Íslands fer fram á Thorvaldsen Bar í kvöld en þar verður rætt um málefni kvenna í tengslum við hnattvæðingu og atvinnumál. 5.9.2006 15:15 Kristján kveður Kastljós og heilsar Kauphöll "Hærri laun? Þú verður bara að giska á það sjálfur. Ég ætla ekki að tjá mig um mín prívatmál. En ég held að allir viti að Ríkissjónvarpið er nú ekki það fyrirtæki sem borgar best launin. En það er margt annað sem skiptir máli," segir Kristján Kristjánsson sjónvarpsmaður. 5.9.2006 15:00 Krókódíla-Steve látinn Ástralska sjónvarpsstjarnan Steve Irwin, eða Krókódílaveiðimaðurinn, lést eftir að stingskata stakk hann í brjóstið í köfunarferð í gær.Irwin, sem var 44 ára gamall, var við vinnu á nýrri heimildarmynd um kóralrif undan ströndum Norðaustur-Queenslands, þegar atvikið átti sér stað. 5.9.2006 14:30 Sjá næstu 50 fréttir
Talandi fíll Fílar hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir að tala en þar virðist hafa orðið breyting á ef marka má starfsfólk í skemmtigarði í Jongin í Suður-Kóreu. Kosis, sextán ára gamall fíll, er sagður geta gefið frá sér hljóð sem minni á orð í kóresku. 8.9.2006 21:14
Jakobínarína ein þriggja sveita á hátíðinni Hafnfirska rokksveitin Jakobínarína er meðal þeirra þriggja hljómsveita sem troða upp á Iceland Airwaves tónleikum í London þann 12. september. Ein helsta von Svía í rokkbransanum um þessar mundir, Love is All, og hinir innfæddu Tilly and the Wall, sem fyrir skemmstu gaf út sina aðra breiðskífu 'Bottoms of Barrales' hjá hinni skemmtilegu Moshi Moshi plötuútgáfu, koma einnig fram á tónleikunum sem haldnir eru undir formerkjunum 'A Taste of Airwaves' og fara fram í London's King's College. Hljómsveitirnar þrjár munu allar koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár, sem fer fram í áttunda sinn í miðborg Reykjavíkur daganna 18. - 22. október. 8.9.2006 11:04
Magni í úrslitaþátt Rock Star Magni Ásgeirsson komst í úrslitaþátt Rock Star: Supernova eftir að öll atkvæði höfðu verið talin. Magni var um tíma meðal þriggja neðstu eins og allir hinir fimm þátttakendurnir en þegar allt kom til alls var hann ekki í hættu. 8.9.2006 00:01
Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin Stórtíðindi berast úr herbúðum útgáfuhreyfingarinnar Nýhil sem blæs til upplestrarkvölds í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Þór Steinarsson, forvígismaður kynningarmála félagsins, segir þar von á stórkostlegri upplifun sem enginn megi missa af. 7.9.2006 18:00
Vill ekki umfangsmikla jarðarför Faðir krókdílafangarans Steve Irwin sem lést fyrr í vikunni vill ekki að sonur sinn verði jarðaður í boði ríkisins með mikilli viðhöfn. 7.9.2006 17:00
Tattú-hátíð fær frábæra dóma Tattú-rokkhátíð sem var haldin hér á landi dagana 8. til 11. júní fær góða fimm síðna umfjöllun í nýjasta tölublaði tattú-tímaritsins Prick. 7.9.2006 16:00
Suri í dagsljósið Fyrstu ljósmyndirnar af Suri, barni Tom Cruise og Katie Holmes, voru birtar opinberlega í tímaritinu Vanity Fair í gær. Suri fæddist 18. apríl en hafði ekki sést opinberlega fyrr en í gær. 7.9.2006 15:00
Jazz á Cafe Rósenberg Jazzkvartett Sunnu Gunnlaugsdóttur heldur tónleika á Café Rósenberg í Lækjargötu kl. 21 í kvöld. Hljómsveitina skipa auk Sunnu sem leikur á wurlitzer rafpíano þeir Jóel Pálsson saxófónleikari, Þorgrímur Jónsson bassaleikari og Scott McLemore á trommur. Á efnisskránni eru tónsmíðar eftir Ornette Coleman, Cörlu Bley auk laga eftir hljómsveitarmeðlimi. Sunna mun leika í góðum félagsskap á Jazzhátíð í Reykjavík í lok mánaðarins en á spilar hún ásamt Tore Brunborg saxófónleikara og kvartett sínum. 7.9.2006 14:00
Margbrotin myndlist í Reykjanesbæ Myndlistarmönnum hefur fækkað í Reykjanesbæ eftir Ljósanótt um síðustu helgi en talið er að allt að hundrað myndlistarmenn hafi komið að sýningum í bænum um þá helgi sem hlýtur að vera met miðað við höfðatölu. 7.9.2006 14:00
Fræðsla og faldir fjársjóðir Fræðslustarf Listasafns Reykjavíkur verður eflt í vetur en þar er stefnt að aukinni fræðslu fyrir alla aldurshópa. 7.9.2006 13:30
Forskot á sæluna með Tim Sweeney Á laugardaginn er hinn virti plötusnúður Tim Sweeney væntanlegur til landsins til að þeyta skífum í Bláa Lóninu og á Barnum. Plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson stendur fyrir komu hans hingað og segir hann Tim vera með betri plötusnúðum í heiminum í dag. 7.9.2006 13:00
Clooney komin með nýja Leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney er nú komin með nýja dömu upp árminn. Sú heppna mun vera leikkonan Ellen Barkin en hún lék ásamt Clooney í myndinni Oceans Thirteen. Það sem er fréttnæmt við þetta er að Barkin er 52 ára og þar af leiðandi eldri en Clooney en hann er þekktur fyrir að falla ávallt fyrir yngri konum. Clooney hefur margt oft verið valinn kynþokkafyllsti maður heims en hann hefur ekki verið milll sambandsmaður og segist sjálfur vera lítið fyrir kærustupara leik eins og hann kallar það. 7.9.2006 12:45
Áhugi hjá CNN Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt 20 ára afmæli Höfðafundarins og komu Mikhail Gorbatsjov hingað til lands í október mikinn áhuga, þar á meðal CNN og CBS. 7.9.2006 12:30
Fólk ársins að mati GQ Breska tímaritið GQ hélt kosninsgu meðal lesanda sinna um fólk ársins. Þar vann fyrrverandi Bítillinn Sir. Paul McCartney aðalverðlaunin en hann var valinn maður ársins. Paul McCartney er stærsta lifandi goðsögnin sem við höfum í dag og hann nýtur einnig mikillar virðingar í heiminum, segir Dylan Jones ritstjóri GQ. McCartney var valinn vegna nýutkominni plötu hans og velheppnuðu hljómleikaferðalegi hans um Bandaríkjin. 7.9.2006 12:15
Arctic Monkeys bestir á Mercury Breska hljómsveitin Arctic Monkeys var valinn besta hljómsveitin á Mercury Awards sem haldin var fyrir stuttu í Bretlandi. Það kom ekki mörgum á óvart að hljómsveitin skyldi hafa hampað verðlaununum en plata þeirra, Whatever People Say I Am, That's What I'm Not, seldist upp í Bretlandi um leið og hún kom út í febrúar á þessu ári. 7.9.2006 12:00
Hitað upp í Iðnó Stórtónleikar verða haldnir í Iðnó annað kvöld. Fram koma Apparat Organ Quartet, Flís, Benni Hemm Hemm, Paul Lydon og Kira Kira, ásamt Hilmari Jenssyni. 7.9.2006 11:15
Búið spil hjá Orlando Leikaraparið Orlando Bloom og Kate Boshworth eru hætt saman eftir að hafa verið kærustupar í fjögur ár. Samkvæmt sjónvarpstöðinni Entertainment Tonight hætti parið saman í góðu og vegna mikils vinnuálags. Bloom og Bosworth hafa áður hætt saman tvisvar á þessum fjórum árum en alltaf náð sman aftur. Síðustu 12 mánuðuðir hafa verið parinu erfiðir vegna þess að Bloom er að kynna nýjustu mynd sína stórmyndina Pirates of the Caribbean og Bosworth en hin nýja Lois Lane í myndinni Superman returns og því mikið að gera hjá báðum aðilum á þessu ári. 7.9.2006 11:00
Bíður spenntur eftir viðbrögðum Íslendinga Aðstandendur kvikmyndarinnar Börn skrifuðu hafa skrifað undir samning við breska fyrirtækið The Works International um alheimssölurétt á myndinni. Fyrirtækið er eitt þekktasta sölufyrirtæki í Evrópu og hefur haft puttana í mörgum þekktum myndum á borð við 24 Hour Party People, Bend it Like Beckham og óskarsverðlaunamyndinni No Man"s Land. 7.9.2006 10:00
Ánægjulegt sumar í miðasölu Kvikmyndaverin héldu niðri í sér andanum þegar sumarið gekk í garð. Í fyrra urðu þau fyrir stórum og óþægilegum skellum en virðast hafa veðjað á rétta hesta að þessu sinni. 7.9.2006 09:00
Klassík í Smáralind Vetrarstarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands var þjófstartað á hér á síðum Fréttablaðsins í gær og eru lesendur beðnir velvirðingar á því, einkum þeir sem mættu upp í verslunarmiðstöðina Smáralind í gær og komu þar að tómum kofanum. Hið rétta er að óvenjulegir upphafstónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Smáralind fara fram kl. 17 í dag. 7.9.2006 08:30
Magni áfram í lokaþáttinn Magni Ásgeirsson komst örugglega áfram í lokaþátt Rockstar:Supernova sem verður í næstu viku. Magni og hinn ástralski Toby voru öryggir frá byrjun og lentu aldrei í neðstu þremur sætunum. Þau sæti komu í hlut Lukasar, Dilönu og Storm en Supernova félagar ákváðu að senda Storm heim í gær. 7.9.2006 08:15
Örfáir miðar eftir á Sálina og gospel Aðeins örfáir miðar eru eftir á tónleika Sálarinnar hans Jóns míns og Gospelkórs Reykjavíkur sem verða haldnir í Laugardalshöll 15. september. 6.9.2006 18:00
Ættleiða í Afríku Söngkonan Madonna og eiginmaður hennar leikstjórinn Guy Richie halda til Afríku í næsta mánuði til að ættleiða barn af barnaheimili í Malawi. Hjónin eru þar með að feta í fótspor Angelinu Jolie og Brad Pitt. Ástæðan fyrir Afríkuferðinni er einnig að safna peningum fyrir afrísk barnaheimili en þau ætla að nota ferðina og taka með sér barn heim til Englands. 6.9.2006 17:00
Þetta er ekkert mál frumsýnd á morgun Heimildarmyndin Þetta er ekkert mál verður frumsýnd annað kvöld í Smárabíói með viðhöfn. 6.9.2006 16:00
Sinfóníuhljómsveitin leikur í Smáralind Vetrarstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar hefst með óvenjulegum hætti þetta árið en fyrirhugaðir útitónleikar sveitarinnar á Austurvelli hafa verið færðir á skjólbetri stað. Það rignir sjaldnar í Smáralindinni og víst er skjólgott í Kópavoginum svo dýrmætum hljóðfærum sveitarinnar er borgið og færri fá kvef. 6.9.2006 15:15
Rigningarsöngur Kellys bestur Kvikmyndin Singin' in the Rain hefur verið valin besta söngvamynd allra tíma af Bandarísku kvikmyndastofnuninni AFI. 6.9.2006 15:00
Orðin gift kona Söngkonan og rokkarabarnið Kelly Osbourne hefur nú gengið í það heilaga með kærasta sínum, óþekkta tónlistarmanninum Matty. Eina vandamálið er að parið var einungis búið að þekkjast í eina viku áður en þau ákváðu að giftast. Brúðkaupið fór fram í hoppukastala á tónleikahátíð á Írlandi og eru foreldrar Kelly, Ozzy Osbourne og Sharon Osbourne, brjáluð yfir þessari fljótfærni í dóttur sinni og leita nú leiða til að láta ógilda hjónabandið. Kelly er þekkt fyrir að vera mikið partíljón en fyrir stuttu kom hún með þær yfirlýsingar að hún væri hætt að drekka áfengi. 6.9.2006 14:30
Nálgast milljarðinn Nú styttist í að kvikmyndin Pirates of the Caribbean: Dead Man"s Chest verði aðeins þriðja myndin í sögunni til að hala inn yfir einn milljarð dollara í miðasölu um heim allan, eða tæpa 70 milljarða króna. Myndin hefur verið í efsta sæti á lista yfir vinsælustu myndir utan Bandaríkjanna í níu vikur í röð og þar hefur hún halað inn tæpar 580 milljónir dollara, eða rúmlega helminginn af heildartekjunum. Tekjuhæsta mynd sögunnar um heim allan er Titanic frá árinu 1997 sem tók inn 1,8 milljarða dollara. Næst á eftir kemur The Lord of the Rings: The Return of the King sem náði 1,1 milljarði. 6.9.2006 14:00
Lou Ye settur í bann heimafyrir Kínverska leikstjóranum Lou Ye hefur verið bannað að gera kvikmynd í fimm ár eftir að hafa sýnt mynd sína Summer Palace án leyfis kínverskra stjórnvalda. 6.9.2006 13:00
Myrkraverk Andra Snæs í samstarfi við undirheima Þetta verður opnunaratriði alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Þeir þar gripu hugmyndina á lofti. Og létu verða að veruleika. Til siðs er að hafa stórstjörnur á kvikmmyndahátíðum. Margar skærustu stjörnur í heimi munu birtast borgarbúum þetta kvöld. Alvöru stjörnur, segir Andri Snær Magnason rithöfundur. Hann horfir til himins eins og svo oft áður. 6.9.2006 12:45
Magni stóð sig vel í Rock Star Magni Ásgeirsson stóð sig að venju mjög vel í sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernova. Magni söng fyrst bítlalagið U.S.S.R og svo lagið When the Time Comes sem er ensk útgáfa af Á móti Sól - laginu Þegar tíminn kemur. Kosningin hófst strax á eftir þættinum og lauk núna í morgun og má reikna með að fjöldi Íslendinga hafi lagt honum lið, reynt að koma honum í úrslitaþáttinn. 6.9.2006 12:30
Lentu í bílslysi Gamanleikkonan Ellen DeGeneres og kærasta hennar, Portia de Rossi, lentu í bílslysi um daginn og hlutu áverka á baki og höfði ásamt því að bílinn skemmdist. Ellen og Portia voru stopp á rauðu ljósi þegar tveir bílar skullu aftan á þær með ofangreindum afleiðingum. Slysið átti sér stað á Sunset Boulevard í Los Angeles og sá sem var valdur að árekstrinum var 52 ára húsmóðir sem var undir áhrifum áfengis, samkvæmt tímaritinu People. 6.9.2006 12:00
Fyrsti arkitektatvíæringurinn Íslendingar taka þátt í byggingarlistatvíæringnum í Feneyjum í fyrsta sinn en nú um helgina verður nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús landsmanna kynnt á þessum virta vettvangi. 6.9.2006 11:30
Slagsmál á næturklúbbi Liam Gallagher, söngvari Oasis, lenti í slagsmálum við fótboltakappann fyrrverandi Paul "Gazza" Gascoigne fyrir skömmu. 6.9.2006 11:15
Aldrei verið skammaður Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar á fimmtíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Heiðar segist þó ekki ætla að halda sérstaklega upp á þennan viðburð. "Við konan mín eigum bæði stórafmæli á árinu og ég hreinlega nenni ekki fleiri veisluhöldum," segir Heiðar, kátur að vanda. Tugir þúsunda nemenda hafa sótt námskeið í skólanum á þessum fimmtíu árum og Heiðar segist ekki komast inn á skemmtistað öðruvísi en að einhver komi upp að honum og segist hafa lært hjá honum. "Það hefur samt enginn skammað mig, aldrei nokkurn tíma," segir hann hlæjandi. 6.9.2006 11:00
Forláta fiðlulán Fiðluleikaranum Huldu Jónsdóttur hlotnast sá heiður að fá að láni dýrmæta fiðlu og fiðluboga frá styrktarsjóði sem kenndur er við hinn heimsfræga fiðluleikara Rachel Barton Pine. Hulda hóf nám við tónlistardeild Listaháskóla Íslands í haust en hún er aðeins 15 ára gömul og yngsti nemandinn sem hefur hafið nám við skólann allt frá stofnun hans. 6.9.2006 10:00
Barist í plötuútgáfu með Megas að vopni "Þetta er bara eins og í Hollywood; þegar fleiri en einn eru með sömu hugmyndina á lofti og hvorugur vill hættta við," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri íslensk efni hjá Senu en tónlistamaðurinn Megas mun verða áberandi í íslensku tónlistarlífi á næstunni þótt meistarinn sjálfur komi lítið við sögu því ráðgert er að gefa út tvær plötur þar sem ólíkir tónlistarmenn reyna sig við lög og texta tónlistarmannsins. 6.9.2006 08:00
Dauði á myndbandi Dauði "krókódílafangarans" Steves Irwin, sem lést eftir að stingskata stakk hann í brjóstið, náðist á filmu af myndatökumanni sem var með honum í för. Í myndbandinu sést þegar Irwin kippir hala skötunnar úr brjósti sínu. Lést hann því ekki samstundis. 6.9.2006 06:00
Þjóðarátak fyrir Magna Í kvöld er þrýst á um áframhaldandi þjóðarátak til að halda Magna Ásgeirssyni inni í harðvítugri lokabaráttu um að verða stjörnusöngvari rokksveitarinnar Supernova. Magni syngur frumsamið lag í kvöld ásamt bítlaslagarann Back in the USSR en fékk slaka dóma í liðinni viku fyrir texta sem hann samdi við nýtt Súpernóvulag. 5.9.2006 19:19
Basinger fyrir dómara Kim Basinger hefur verið skipað að mæta fyrir dómara vegna þess að hún braut vísvítandi á umgengisrétti fyrrverandi eiginmanns síns, Alec Baldwin. Málið snýst um að árið 2005 var Basinger fjarverandi frá heimili sínu en hafði ekki fyrir því að segja Baldwin frá því svo að hann gæti sinnt stelpunni þeirra, Ireland. 5.9.2006 17:00
Cruise biðst afsökunar Tom Cruise hefur beðið leikkonuna Brooke Shields formlega afsökunar á því að hafa gagnrýnt hana fyrir að nota þunglyndislyf. Shields lýsti þessu yfir í spjallþætti Jay Leno. Hann kom til mín og bað mig að fyrirgefa sér, sagði Shields við Leno. Mér fannst þessi afsökunarbeiðni koma beint frá hjartanu og ég fyrirgaf honum þetta, bætti leikkonan við. 5.9.2006 16:30
Draugalög og hestasöngvar Barítónsöngvarinn Jón Svavar Jósefsson heldur all sérstaka tónleika ásamt píanóleikaranum Helgu Bryndísi Magnúsdóttur í Dalvíkurkirkju í kvöld en þar verður lögð áhersla á drauga- og hestalög. Á efnisskránni eru til að mynda klassísk hestalög eins og "Sprettur" og "Á Sprengisandi" í krassandi flutningi en að sögn Jóns Svavars verður skrautfjöðurin líklega "Draugadans" Jóns Leifs. "Það er all sérstakt lag sem ekki allir þekkja en draugalegt er það," úskýrir hann. Auk þess flytja Jón Svavar og Helga Bryndís nokkrar aríur og átthagalög. 5.9.2006 16:00
Atvinnumál og alþjóðavæðing Fyrsti opni vetrarfundur Femínistafélags Íslands fer fram á Thorvaldsen Bar í kvöld en þar verður rætt um málefni kvenna í tengslum við hnattvæðingu og atvinnumál. 5.9.2006 15:15
Kristján kveður Kastljós og heilsar Kauphöll "Hærri laun? Þú verður bara að giska á það sjálfur. Ég ætla ekki að tjá mig um mín prívatmál. En ég held að allir viti að Ríkissjónvarpið er nú ekki það fyrirtæki sem borgar best launin. En það er margt annað sem skiptir máli," segir Kristján Kristjánsson sjónvarpsmaður. 5.9.2006 15:00
Krókódíla-Steve látinn Ástralska sjónvarpsstjarnan Steve Irwin, eða Krókódílaveiðimaðurinn, lést eftir að stingskata stakk hann í brjóstið í köfunarferð í gær.Irwin, sem var 44 ára gamall, var við vinnu á nýrri heimildarmynd um kóralrif undan ströndum Norðaustur-Queenslands, þegar atvikið átti sér stað. 5.9.2006 14:30