Fleiri fréttir

Jóhannes vill Baugsmálið í bíó

Jóhannes Jónsson, kaupmaður kenndur við Bónus, hyggst koma að gerð kvikmyndar um Baugsmálið. Ég sé fyrir mér leikna heimildarmynd um málið. Þetta er skólabókardæmi um hvernig embættismannakerfið getur misstigið sig og hvernig stjórnvöld geta leikið með þegna sína ef ekki er rétt að staðið.

Norskt - íslenskt samstarf gefur sig vel

Norsk - íslenska myndin The Bothersome Man hefur heldur betur slegið í gegn en hún var að mestu leyti tekin upp hér á Íslandi. Þeir Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá Kisi ehf. eru meðframleiðendur myndarinnar en hún segir frá fertugum norðmanni sem kemur til undarlegrar borgar og uppgötvar að hann er staddur í lífinu eftir dauðann.

Spennan magnast í Rock Star

Í kvöld má reikna með að þorri íslensku þjóðarinnar sitji límdur fyrir framan sjónvarpsskjána þegar Rock Star: Supernova heldur áfram. Magni "okkar" Ásgeirsson verður annar í röðinni og mun fyrst flytja bítlalagið Back in the U.S.S.R. en svo reynir hann fyrir sér með frumsamda lagið When the Time Comes.

Sjóðheitir tónleikar

Hljómsveitirnar Bloodhound Gang, Dr. Mister & Mr. Handsome, XXX Rottweiler og Touch halda tónleika í Laugardalshöll í kvöld.

Söngur og góðir gestir

Messósópransöngkonan Guðbjörg Sandholt heldur tónleika í Dómkirkjunni í kvöld ásamt fjölmörgum góðum gestum. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Schumann, Tsjaíkovskí, Kurt Weill og Karl O. Runólfsson.

Vildi gera strákinn að manni

Heimir Sverrisson og Daníel sonur hans dvöldust í Kína í tvo mánuði í sumar. Þeir tóku ævintýri sín upp og verða þættir um ferð þeirra sýndir á Skjá einum í haust.

Hvetja landsmenn til að kjósa Magna

Símafyrirtækin, Og Vodafone og Síminn hvetja stuðningsmenn Magna Ásgeirssonar að taka þátt í SMS kosningunni vegna RockStar Supernova aðfaranótt miðvikudags. Talsmenn símafyrirtækjanna telja mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið taki þátt í kosningunni og sendi SMS í númerið 1918 til þess að tryggja að öll atkvæði Magna komist til skila. Eitthvað bar á því í síðustu kosningu að skilaboðin færu í rangt númer.

Magna - æðið heldur áfram

Sjónvarpsstöin Skjár verður með Magna - vöku á undan Rock Star: Supernova þættinum sem er á dagskrá annað kvöld. Spennan magnast með hverri mínútu enda eru nú einungis fimm keppendur eftir sem berjast um fjögur laus sæti í úrslitaþættinum.

Orð betri en brotinn gítar

Pönkgoðsögnin Patti Smith heldur tónleika í Háskólabíói á þriðjudaginn. Freyr Bjarnason ræddi m.a. við hana um Jimi Hendrix og þáttinn Rock Star: Super­nova.

Ætla að leika á 3,8 metra risagítar

Athafnamaðurinn Jón Ólafsson mun í tilefni Ljósanætur færa Poppminjasafni Íslands risagítar að gjöf. Afhendingin fer fram í Gryfjunni í Duushúsum kl. 18:45 í dag. Smíði gítarsins tók einn og hálfan mánuð, gítarsmiðirnir ætla að taka lagið á gítarinn í tilefni dagsins.

Forverinn segir Magna helmingi betri

Björgvin Jóhann Hreiðarsson var upphaflegi söngvarinn í hljómsveitinni Á móti sól. Þegar Björgvin hætti tók Guðmundur Magni Ásgeirsson við en hann hefur slegið í gegn með hljómsveitinni sem og í sjónvarpsþættinum Rockstar:Supernova.

Þrjár sýningar á þrjú þúsund

Það verður opið hús í Borgarleikhúsinu á sunnudaginn milli 3-5, boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Fyrsta sólóplatan

Fergie, söngkona The Black Eyed Peas mun gefa út sína fyrstu sólóplötu 18.september næstkomandi. Platan mun heita The Dutchess og upptökum stjórnar Will.I.Am forspakki The Black Eyed Peas.

U2 tónleikar á DVD

Þann 18 september kemur út á DVD rómaðir U2 tónleikar frá 1993. Tónleikarnir voru á Zoo TV tónleikaferðinn, þegar þeir voru að fylgja eftir plötunni "Achtung Baby". Af mörgum er þessi tónleikaför talin með þeim stórkostlegustu frá upphafi rokktónlistar, þar sem sviðið var umkringt með hundruðum risa sjónvarpsskjáum.

Magni ekki meðal þriggja neðstu í gærkvöld

Magni Ásgeirsson var sá eini sem ekki var um tíma í einu af þremur neðstu sætunum í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova og stóð hann uppi með flest atkvæði eftir atkvæðagreiðsluna. Hópefli Íslendinga í kringum Magna Ásgeirsson virðist því hafa skilað árangri en mikill samhugur var hjá Íslendingum að styðja Magna með því að kjósa hann á netinu og með smáskilaboðum.

Magni með langflest atkvæði

Magni Ásgeirsson var kosinn áfram í næstu umferð þáttanna Rockstar:Supernova í gærkvöldi. Kynnir þáttanna tilkynnti óvænt að Magni hefði fengið langflest atkvæði keppenda og væri því óhultur.

Höfðu ekki undan að taka á móti atkvæðum

Svo virðist sem þjóðin hafi brugðist við áeggjan Skjás eins og stuðningsmanna Magna Ásgeirssonar söngvara og kosið hann í gríð og erg í raunveruleikaþættinum Rock Star : Supernova í nótt. Svo mikill var atgangurinn að netþjónar höfðu ekki undan að taka á móti atkvæðum á tímabili.

Villt rokkveisla í bígerð

Allt stefnir í villtustu rokkveislu ársins þegar þrjár af umdeildustu hljómsveitum síðari ára koma saman á tónleikum í Laugardalshöll næstkomandi þriðjudagskvöld.

Fengu frí í fyrsta tíma

Frí var gefið í fyrsta tíma í Menntaskólanum á Egilsstöðum í morgun vegna þáttarins Rock Star Supernova sem var sýndur klukkan eitt í nótt.

Sálin og Gospelkór með stórtónleika

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns blæs til stórtónleika í Laugardalshöllinni föstudaginn 15. september. Þar mun hin lífseiga poppsveit troða upp með fulltingi Gospelkórs Reykjavíkur, auk þess sem sveitinni verða til aðstoðar nokkrir aukahljóðfærarleikarar.

Inntökupróf á mánudaginn

Drengjakór Reykjavíkur er að hefja 17. starfsár sitt. Í kórnum eru um 40 drengir á aldrinum 8-13 ára. Við kórinn starfar einnig yngri deild fyrir 6 og 7 ára drengi. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson sem jafnframt stjórnar Karlakór Reykjavíkur.

Brottnámið úr kvennabúrinu

Fyrsta verkefni Íslensku óperunnar starfsárið 2006-2007 er uppfærsla á Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart en tónskáldið á 250 ára afmæli í ár og hefur þess verið minnst víða um heim.

Dramatík í Rock Star

Magni Ásgeirsson er í úlfakreppu. Í síðustu tveimur þáttum hefur hann verið meðal þriggja neðstu í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova og hafa aðdáendur hans sent út fjöldapósta og hvatt almenning til að sýna honum stuðning sinn í verki og greiða söngvaranum atkvæði.

Hjálmar kvöddu á Skriðuklaustri

Hinir víðförlu og viðkunnanlegu Hjálmar, hafa tekið þá ákvörðun að hætta samstarfi eftir þrjú gjöful ár, og tvær breiðskífur. Ástæða þess er einungis sú að meðlimir stefna nú sinn í hverja áttina, búandi beggja vegna Atlantshafsins, eins og segir í tilkynningu Hjálma.

Bruckheimer styður Cruise heils hugar

Fáir eru jafnmikið í fréttum um þessar mundir og stórstjarnan Tom Cruise en eins og greint hefur verið frá var hann kosinn mesta karlremban í Hollywood. Cruise var á dögunum rekinn frá kvikmyndafyrirtækinu Paramount og var ástæðan sögð sú að undarleg hegðun leikarans hefði neikvæð áhrif á aðsóknina á kvikmyndir hans.

Kröftugur kjúklingaréttur Hjalta Úrsus

Við litum inn hjá einum sterkasta manni landsins og það var ekki við öðru að búast en að eldað væri fyrir okkur kröftugur og bragðsterkur matur að hætti húsbóndans. Hjalti Úrsus eldar fyrir okkur að þessu sinni indverskættaðan kjúklingarétt sem bragð er af, rétturinn er þó léttur í maga og fyrir mitti.

Hugmyndaríkur prjónastrákur

Ég er gjörsamlega sneyddur öllu tískuviti. Þetta bara gerðist alveg ósjálfrátt að ég leiddist út í þennan bransa, segir Guðmundur Hallgrímsson betur þekktur sem Mundi en peysur eftir hann eru seldar í versluninni Kronkron og hafa vakið mikla athygli.

Ekki auðvelt líf

Poppdrottningin Jessica Simpson á ekki auðvelt líf þessa dagana því strákarnir í sjónvarpsþættinum Jackasss hafa nú samið um hana lag með klúrum texta sem mun koma í þættinum innan skamms. Söngkonan á að hafa verið með Bam Margera einum af Jackass strákunum eina nótt og bráðum fær allur heimurinn að vita hvað gerðist þessa nótt.

Jolie beið í bílnum

Angelina Jolie beið útí bíl í klukkutíma fyrir utan samkvæmisstað í Hollywood vegna þess að hún vildi ekki hitta föður sinn, Jon Voight. Lengi hefur verið stirt milli þeirra feðgina og hefur Jolie sakað föður sinn um að hafa eyðilagt móður sína með stöðugu framhjáhaldi.

Leyndarmálinu ljóstrað

Bandaríska idolstjarnan Jesse McCartney sem hefur tekið að sér hlutverk Lucy Ewing í kvikmynd sem verður byggð á sjónvarpsþáttunum vinsælu Dallas var spurð að því um daginn í útvarpsþætti afhverju Jennifer Lopez hætti við að leika í myndinni. Nú hún hætti ekki við. Hún er ólétt, svaraði Jesse en sneri sér svo að aðstoðarkonu sinni og spurði hvort hún hafi ekki mátt segja þetta.

Madonna léleg í Danmörku

Tónleikaferð poppdívunnar Madonnu hefur verið mikið til umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum enda gengst poppdrottningin upp í því að hneyskla viðstadda. Frændur okkar Danir voru ekki par hrifnir af frammistöðu hennar.

Tom Cruise er mesta karlremban

Tom Cruise hefur verið kosinn mesta karlremban í Hollywood vegna afskipta sinna af ferli eiginkonu sinnar, Katie Holmes. Holmes var á góðri leið með að skapa sér stórt nafn í kvikmyndaborginni með framistöðu sinni í Batman Begins þegar hún kynntist Cruise og síðan þá hefur lítið til hennar spurst.

Winstone og Cave á frumsýningu

Kvikmyndahátíðin IIFF verður hleypt af stokkunum á miðvikudaginn þegar kvikmyndin Factotum verður frumsýnd að viðstöddu aðalleikurunum, þeim Matt Dillon og Marisu Tomei. Degi síðar verður íslensk - kanadíska kvikmyndin Bjólfskviða einnig frumsýnd og mun vonarstirni Breta, Gerald Butler, verða viðstaddur sýninguna.

Connery er hættur

Skoski leikarinn Sean Connery tilkynnti á blaðamannafundi sem haldin var vegna kvikmyndahátíðarinnar í Edinborg að hann væri hættur að leika í Hollywood. Yfirlýsingin var nokkuð harkaleg og ásakaði Connery kvikmyndaiðnaðinn um að hafa eyðilagt síðustu mynd hans, The League of Extraordinary Gentlemmen.

Parker afbrýðissamur

Eva Longoria segir kærasta sinn Tony Parker vera svo afbrýðissaman að hann geti ekki hugsað sér að sjá hana tala við aðra karlmenn. Leikkonan hefur heillað karlpeninginn upp úr skónum með frammistöðu sinni í Aðþrengdum eiginkonum og fær mikla athygli frá kynbræðrum Parker.

Whitaker gestur í ER

Forest Whitaker, sem fór með aðalhlutverkið í myndinni A Little Trip to Heaven, mun fara með gestahlutverk í sjónvarpsþættinum ER í næstu þáttaröð.

Fetar í fótspor föður síns

Hljómsveitin Sprengjuhöllin, með Snorra Helgason á gítar, sýndi stórksemmtileg tilþrif í Kastljósinu á fimmtudagskvöldinu. Snorri á ekki langt að sækja hæfileikana en hann er sonur Helga Pé úr Ríó tríóinu.

Elvis í nýjum búning

Herrafataverslunin Elvis var opnuð á dögunum á nýjum stað með pompi og prakt. Búðin er nú staðsett á Klapparstíg og deilir húsnæðinu með plötubúð Smekkleysu, bókabúð Nýhils og Gallerí Humar og frægð. Þetta er því þvílík paradís fyrir herra jafnt sem dömur þar sem margt fæst á sama staðnum. Margt var um manninn í opnunarhófinu enda stigu Mr.Silla og Mongoose á stokk með tónlistaratriði sem var liður í Grapevine tónleikaröðinni og svo lék plötusnúðatvíeykið Electrotroll fyrir getsi og gangandi.

Fer með hundinn í gröfina

Söngkonan fræga Britney Spears hefur nú komið með þá yfirlýsingu að hún vilja verða grafin með hundinum sínum sem ber nafnið Lucky. „Hinir egypsku faróar vildu alltaf vera grafnir ásamt hlutunum sem þeir elska og ég vill gera það líka,“ segir Britney og bætir því við að Lucky sé í uppáhaldi hjá sér. Hundurinn á erfitt með að vera einn og Britney reynir að láta hana ekki frá sér nema í neyðartilvikum. Spears er kominn átta mánuði á leið með annað barn sitt en fyrir á hún son ásamt eiginmanni sínum Kevin Federline.

Gerði íbúðina sína upp sjálfur

Sjónvarpsmaðurinn, Ásgeir Kolbeinsson, notaði sumarfríið sitt vel í sumar en hann hefur verið að gera upp íbúð sem hann keypti sér fyrir fjórum mánuðum síðan. "Ég byrjaði á því að fá innanhússarkitektinn Halla hjá Glám og kím til að hanna með mér nýtt útlit á íbúðinni. Síðan henti ég öllu út úr henni þannig að hún varð bara eins og fokheld aftur," segir Ásgeir en þar sem hann er dæmigerður karlmaður þá nennti hann ekki að fara út um allt til að velja nýtt inn í íbúðina, heldur fékk bara heildartilboð frá Byko í allt sem hann þurfti.

Hicks í málaferlum

Bandarískur dómari hefur bannað fyrrum upptökustjóra Idol-sigurvegarans Taylor Hicks að selja lög sem hann tók upp áður en Hicks sló í gegn í Idol.

Hlutverkaleit í sjónvarpi heyrir sögunni til

Simon Fuller og Victoria Beckham hafa hug á því að gera saman sjónvarpsþátt að því er kemur fram á fréttasíðu BBC. Þetta verður mun alvarlegri þáttur en raunveruleikaþættirnir þótt þeir verði vissulega skemmtilegir enda er Victoria ákaflega fyndin kona, sagði Fuller í samtali við Broadcast Magasine.

Hættir við tónleika

Bítillinn fyrrverandi Sir Paul McCartney hefur hætt við að troða upp á fjáröflunarsamkomu í Los Angeles. Ástæðan er erfiður skilnaður hans við fyrirsætuna fyrrverandi Heather Mills.

Lag Bjarkar í uppáhaldi

Thom Yorke, söngvari Radiohead, segir að lag Bjarkar Guðmundsdóttir, Unravel, sé eitt af uppáhaldslögunum sínum.

Sign í tónleikaferð

Rokksveitin Sign mun hita upp fyrir bandarísku hljómsveitina Wednesday 13 á tónleikaferðalagi hennar um Evrópu í september og október. Tónleikaferðin hefst í Manchester 16. september og lýkur í London 5. október. Utan Bretlands spila hljómsveitirnar í Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu og Hollandi, eða samtals 17 tónleika á 20 dögum.

Sjá næstu 50 fréttir