Lífið

Hitað upp í Iðnó

japansfarar Fjölmargir tónlistarmenn eru á leiðnni til Japans í nóvember. Til að hita upp fyrir þá för verða tónleikar á Iðnó annað kvöld.
japansfarar Fjölmargir tónlistarmenn eru á leiðnni til Japans í nóvember. Til að hita upp fyrir þá för verða tónleikar á Iðnó annað kvöld.

Stórtónleikar verða haldnir í Iðnó annað kvöld. Fram koma Apparat Organ Quartet, Flís, Benni Hemm Hemm, Paul Lydon og Kira Kira, ásamt Hilmari Jenssyni.

Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af fyrirhugaðri ferð þessara tónlistarmanna til Japans dagana 27. nóvember til 7. desember.

"Japanir eru þekktir fyrir að hafa áhuga á ótrúlegustu hlutum, til dæmis ganga þarna gamlar Óðmannsplötur kaupum og sölum. Við erum dálítið spenntir yfir að komast loksins þangað og kynnast landi og þjóð og sjá hvernig tónlistin fer í þá," segir Úlfur Eldjárn, meðlimur Apparats um förina til Japans. "Þetta er merkilegt fyrir okkur í Apparat. Við erum miklir áhugamenn um rafmagnshljóðfæri, sérstaklega gömul, og höfum átt mikil viðskipti við Yamaha. Þetta er hálfgerð pílagrímsferð fyrir okkur líka," segir hann. Ætla þeir félagar meðal annars að heimsækja höfuðstöðvar Yamaha í Tókýó og kynnast starfseminni þar.

Iðnó opnar klukkan 22.00 annað kvöld og er miðaverðið 1200 krónur í forsölu en 1500 krónur við inngang. Forsala fer fram í verslun 12. Tóna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.