Lífið

Fólk ársins að mati GQ

Alþjóðlegi tónlistarmaður ársins
Söngvarinn Justin Timberlake hlaut þessi verðlaun vegan miklla vinsælda nýjustu breiðskífu sinnar í Bretlandi.
Alþjóðlegi tónlistarmaður ársins Söngvarinn Justin Timberlake hlaut þessi verðlaun vegan miklla vinsælda nýjustu breiðskífu sinnar í Bretlandi. MYND/getty

Breska tímaritið GQ hélt kosninsgu meðal lesanda sinna um fólk ársins. Þar vann fyrrverandi Bítillinn Sir. Paul McCartney aðalverðlaunin en hann var valinn maður ársins. Paul McCartney er stærsta lifandi goðsögnin sem við höfum í dag og hann nýtur einnig mikillar virðingar í heiminum, segir Dylan Jones ritstjóri GQ. McCartney var valinn vegna nýutkominni plötu hans og velheppnuðu hljómleikaferðalegi hans um Bandaríkjin.

Goðsögnin sá sér þó ekki fært um að mæta og taka á móti verðlaununum en kom skilaboðum þess efnis áleiðis að hann væri mjög þakklátur fyrir að fá þessi verðalun og ánægður með að fólki fyndist hann hafa gert góða hluti á þessu ári þrátt fyrir alla erfiðleika sem dunið á Bítilinn undanfarið. Eins og kunnugt er skildi McCartney við eiginkonu sína Heather Mills og hefur verið mikið í fjölmiðlun vegna þess.

Aðrir sem unnu til verðalauna voru Justin Timerlake sem var valinn alþjóðlegi maður ársins enda hefur nýja breiðskífa hans setið á toppnum í Bretlandi síðan hún kom út. Hljómsveitin Keane var valinn hljómsveit ársins og breska söngkonan Billie Piper var eina konan sem hlaut verðlaun og var það kvenmaður ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.