Lífið

Lentu í bílslysi

Ellen og portia Voru fórnarlömb ölvunar­aksturs 52 ára húsmóður og hlutu áverka á hálsi og baki.
Ellen og portia Voru fórnarlömb ölvunar­aksturs 52 ára húsmóður og hlutu áverka á hálsi og baki. MYND/Reuters

Gamanleikkonan Ellen DeGeneres og kærasta hennar, Portia de Rossi, lentu í bílslysi um daginn og hlutu áverka á baki og höfði ásamt því að bílinn skemmdist. Ellen og Portia voru stopp á rauðu ljósi þegar tveir bílar skullu aftan á þær með ofangreindum afleiðingum. Slysið átti sér stað á Sunset Boulevard í Los Angeles og sá sem var valdur að árekstrinum var 52 ára húsmóðir sem var undir áhrifum áfengis, samkvæmt tímaritinu People.

Ellen DeGeneres er með vinsælan spjallþátt í Bandaríkjunum sem er að fara í loftið í fjórða skiptið í haust og Portia er leikkona sem er best þekkt fyrir leik sinn í lögfræðiþáttunum Ally McBeal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.