Lífið

Vill ekki umfangsmikla jarðarför

irwin og kimberly Steve Irwin ásamt kameldýrinu Kimberly. Óvíst er hversu umfangsmikil jarðarför Irwin verður.
irwin og kimberly Steve Irwin ásamt kameldýrinu Kimberly. Óvíst er hversu umfangsmikil jarðarför Irwin verður. MYND/AP

Faðir krókdílafangarans Steve Irwin sem lést fyrr í vikunni vill ekki að sonur sinn verði jarðaður í boði ríkisins með mikilli viðhöfn.

John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, ásamt fleiri leiðtogum hafa boðist til að halda veglega jarðarför ef fjölskylda hans óskar eftir því. Faðir Irwin segir að sonur sinn hafi verið venjulegur náungi sem hefði ekki viljað svoleiðis jarðarför. Engu að síður verður lokaákvörðunin um jarðarförina ákveðin af ekkju Irwin, Terri.

Irwin, sem var þekktastur fyrir sjónvarpsþátt sinn á Animal Planet og sem tíður gestur í kvöldþætti Jay Leno, lést eftir að hafa verið stunginn af stingskötu undan ströndum Ástralíu er hann var við tökur á nýrri heimildarmynd um hættuleg sjávardýr. Þjóðarsorg hefur verið í Ástralíu eftir að hann lét lífið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.