Fleiri fréttir

„Það er ekki hægt að kaupa ánægju með peningum“

Kvikmyndaleikstjórunum Albert Serra og Alexandre O. Philippe voru veitt heiðursverðlaun RIFF 2022 fyrir framúrskarandi listræna sýn. Leikstjórarnir eru staddir hér á landi og veittu verðlaununum móttöku fyrir helgi í Húsi máls og menningar.

„Goðsagnakennd djammkvöld“

„Mánudagsklúbburinn á Prikinu hefur fengið endurvakningu lífdaga. Goðsagnakennd djammkvöld hér á árum áður,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi Priksins. Mánudagsklúbburinn var gríðarlega vinsæll fyrir um áratugi síðan og er nú leiddur af þremur ungum konum, þeim Valgerði, Heiðbrá og Nadiu, sem sérhæfa sig í skvísutónum og góðri stemningu.

Persónuleg heimildarmynd um einstakt ferðalag til Nepal

Listamaðurinn Brandur Bryndísarson Karlsson deilir ævintýralegu ferðalagi sínu til Nepal í nýfrumsýndri heimildarmynd sem ber nafnið Atomy og er eftir Loga Hilmarsson. Myndin segir frá einstöku ferðalagi Brands þegar hann fór að hitta meistara austrænna lækningafræða, Rahuk Bharti, og var frumsýnd á RIFF í gærkvöldi.

Stjörnulífið: Bleika slaufan, RIFF og Gyða Sól

Íslendingar eru búnir að draga fram úlpurnar og fara hvað á hverju að fjárfesta í sköfum fyrir veturinn. Haustlitir einkenna samt tískuna þessa dagana og þykkar kápur, treflar og kaffibollar eru algeng sjón á Instagram. Listamenn landsins eru að dæla út nýju og spennandi efni og haustið fer vel af stað. 

Stökkið: „Það sakar aldrei að sækja bara um“

Ásthildur Helga Jónsdóttir stundar bachelor nám í klassískum kontrabassaleik við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Hún kláraði framhaldspróf í kontrabassaleik frá MÍT áður en hún flutti úr landi fyrir rúmu ári síðan. 

Sacheen Littlefeather er látin

Aðgerðarsinninn Sacheen Littlefeather er látin, 75 ára að aldri. Hún hafði barist við krabbamein í brjósti undanfarin ár. Í tilkynningu frá Óskarsverðlaunaakademíunni segir að hún hafi verið umkringd fjölskyldu og vinum þegar hún féll frá.

Sögð ætla að halda tryggð við Adam Levine

Þrátt fyrir allt virðist skilnaður ekki vera í farvatninu hjá poppstjörnunni Adam Levine. Eiginkona hans, fyrirsætan Behati Prinsloo, er sögð ætla að halda tryggð við Levine en hún gengur með þeirra þriðja barn um þessar mundir.

Sandkassinn spilar Apex

Strákarnir í Sandkassanum ætla að taka á því í kvöld og spila leikinn Apex. Það er hraður Battle Royale leikur sem hefur notið mikilla vinsælda.

Selja gleraugu Dahmers fyrir morðfjár

Kanadískir safnarar hafa sett gleraugu sem bandaríski fjöldamorðinginn Jeffrey Dahmer var með í fangelsi á sölu. Einn þeirra segir gleraugun og aðra muni fjöldamorðingjans koma frá fyrrverandi heimilishjálp föður Dahmer.

Ágætis staðfesting að fá hrós frá Virgil Abloh

Bergur Guðnason er þrítugur fatahönnuður sem hefur komið víða að í heimi tískunnar. Bergur útskrifaðist úr LHÍ árið 2017, bjó um stund í París þar sem hann starfaði fyrir tískuhús á borð við Haider Ackermann og Acne Studios og hannaði þar flíkur fyrir tískupalla sem fóru í sölu síðar meir. Hann starfar nú hjá 66 norður og er meðal annars að hanna sérstakar línur fyrir væntanlega verslun fyrirtækisins í Bretlandi. Bergur Guðna er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Hrópað húrra fyrir átta ára Húrra

Afmælisveisla tískufataverslunarinnar Húrra var haldin í gær og mættu velunnarar og tískuáhugamenn landsins til að skála fyrir afmælisbarninu.

Leikjarinn tekur yfir GameTíví

Leikjarinn, sem gjarnan er kallaður konungur retró leikja, mun taka yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Hann ætlar að fara með okkur aftur í tímann og spila leikinn Shredder's Revenge.

Vörumerki Línu Birgittu á tískuvikunni í París

Tískuvörumerkið Define the Line í eigu Línu Birgittu Sigurðardóttur fékk boð um að taka þátt í tískuvikunni í París. „Ég fékk boð um að taka þátt í PFW fyrir nokkrum mánuðum en það var fyrirtæki í New York sem hafði samband við mig eftir að hafa fylgst með vörumerkinu,“ segir Lína í samtali við Vísi.

Úkraínskir listamenn sýna í Hörpu

Harpan iðar af menningu og lífi að vanda en samtökin Artists4Ukraine standa fyrir fjölbreyttri listasýningu þar um þessar mundir. Samtökin hafa á undanförnum mánuðum staðið fyrir ýmsum listviðburðum þar sem allur ágóði rennur óspart til góðgerðasamtaka í Úkraínu. Næstkomandi mánudag verður stór söfnunarviðburður á þeirra vegum í Kaldalóni.

Hefur unnið sem fyrirsæta um allan heim

Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur ferðast um allan heim í starfi sínu sem fyrirsæta og gengið á tískupöllum fyrir risa á borð við Dior og Kenzo ásamt því að hafa setið fyrir í herferðum fyrir stórfyrirtæki á borð við Zöru og Bottega Veneta. Kristín Lilja er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Tók þátt í óupplýstu vopnuðu ráni og notar þá reynslu í smásögu

Nýtt smásagnasafn frá Berglindi Ósk er sannarlega verk sem áhugamenn um bókmenntir ættu að gefa gaum. Um er að ræða kröftugar sögur, raunsæislegar nútímasögur og óvægnar þar sem fjallað er meðal annars um ofbeldi, glæpi, vímuefnaneyslu og hættuleg og vonlaus sambönd. Berglind Ósk segir að hún byggi á eigin reynslu, eins langt og það nær.

Icenosi tekur yfir GameTíví

Noel Elías Chareyre ætlar að taka yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld og spila PUBG með félögum sínum. Hann gengur undir nafninu Icenosi á Twitch og á Youtube. 

Svipta hulunni af þema Met Gala

Óhætt er að segja að hinn árlegi Met Gala viðburður sé einn stærsti tískuviðburður ársins. Á hverju ári er valið sérstakt þema fyrir viðburðinn sem skærustu stjörnur heims klæða sig eftir. Það hafa því eflaust margir beðið spenntir eftir því að fá að vita hvaða þema verður fyrir valinu fyrir þennan stórviðburð á næsta ári.

Telur sig vera búinn að koma auga á næstu Idol stjörnu

Þessa dagana fara fram dómaraprufur Idolsins sem sýnt verður á Stöð 2 í haust. Dagarnir hafa því verið ansi langir hjá leikaranum Aroni Mola sem er annar kynnir Idolsins ásamt sjónvarpskonunni Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur.

Trevor Noah hættir eftir sjö ár á skjánum

Þáttastjórnandinn Trevor Noah ætlar að hætta sem stjórnandi þáttarins The Daily Show á Comedy Central. Trevor hefur séð um þættina í sjö ár. Hann segist fyrst og fremst finna fyrir þakklæti þegar hann horfir yfir farinn veg. 

Jón Jóns­son og Auður gefa út lag sem þeir sömdu ó­vart

Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Auður gáfu í dag út sitt fyrsta lag saman. Lagið ber heitið Ég var ekki þar og var það samið alveg óvart fyrir tólf dögum síðan. Þeim fannst lagið passa vel inn í haustið og ákváðu þeir þess vegna að hafa hraðar hendur við útgáfu þess.

Voru trú­lofuð í leyni þegar hann barnaði aðra konu

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian var trúlofuð barnsföður sínum Tristan Thompson án þess að nokkur vissi. Parið var trúlofað í níu mánuði áður en kom í ljós að Tristan hefði eignast barn eftir framhjáhald með annarri konu.

Orrifinn hannar bleiku slaufuna í ár

Söfnunarátakið Bleika slaufan er farið af stað en í ár var slaufan hönnuð af þeim Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum. Bleika slauf­an er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins, til­einkað bar­átt­unni gegn krabba­mein­um hjá kon­um.

Ógleymanleg ferð til Kúbu með VITA

Tónlistin, vindlarnir, rommið og hvítar strendurnar á ævintýraeyjunni Kúbu eru nú loksins aftur innan seilingar því VITA býður nú beint flug með Icelandair. Farið verður þann 19. nóvember í vikuferð undir fararstjórn Kristins R. Ólafssonar og Stefáns Ásgeirs Guðmundssonar og gist bæði í höfuðborginni Havana og strandbænum Varadero.

Boðið að gista í kofa Sander­son systra

Kvikmyndin Hocus Pocus 2 mun birtast á streymisveitunni Disney+ á morgun og í tilefni þess mun Airbnb bjóða tveimur heppnum að gista í kofa sem gert er eftir kofa Sanderson systra í kvikmyndinni. Kofinn er staðsettur í Salem í Massachusetts.

Landsmenn minnast Prins Póló

Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 

Strákakvöld hjá Gameverunni

Það er strákakvöld hjá Gameverunni í kvöld. Óðinn eða „Odinzki“ mætir í streymið í kvöld og ætlar hann meðal annars að „mansplaina“ fyrir chattinu.

BjoggiGamer tekur yfir GameTíví

Hinn fimmtán ára gamli BjoggiGamer tekur fyrir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Hann er með eigin YouTube-rás og er duglegur við að spila Minecraft og Roblox.

Svavar Pétur er látinn

Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri.

Khloé hafnaði bónorði Tristans

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum.

Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað

Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 

RIFF sett í nítjánda skipti: „Hvað í f******** er í gangi?“

RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er sett í dag. Hátíðin er haldin í nítjánda skipti frá 29. september til 9. október og fer hún fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Fjöldi mynda kemur hingað beint af helstu kvikmyndahátíðum heimsins.

Sjá næstu 50 fréttir