Leikjavísir

Leikjarinn tekur yfir GameTíví

Samúel Karl Ólason skrifar
Leikjarinn FB

Leikjarinn, sem gjarnan er kallaður konungur retró leikja, mun taka yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Hann ætlar að fara með okkur aftur í tímann og spila leikinn Shredder's Revenge.

Sá leikur fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um skjaldbökurnar heimsfrægu og baráttu þeirra við Skrekk, leiðtoga Handarinnar.

Leikjarinn heitir í rauninni Birkir Fannar.

Útsending Birkis hefst klukkan níu í kvöld og má fylgjast með henni á Twitchrás GameTíví og hér að neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.