Einn þekktasti tölvuleikjaspilari heims sýndi loks andlit sitt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. október 2022 12:50 Enginn hafði séð Dream áður en hann birti myndbandið í gær. Tölvuleikjaspilarinn Dream er best þekktur fyrir Minecraft-myndbönd sín á YouTube en hann er af mörgum talinn einn sá besti í leiknum í heiminum. Hann hafði aldrei sýnt andlit sitt þar til í gær. Dream er með yfir þrjátíu milljónir áskrifenda á YouTube og er sjöundi vinsælasti tölvuleikjaspilarinn á síðunni. Í heildina hefur hann fengið 2,7 milljarða áhorfa á myndbönd sín. Hann hafði lítinn áhuga á að gera andlit sitt opinbert en margir hafa í gegnum tíðina reynt að komast að því hver maðurinn á bak við YouTube-síðuna væri. Dream sá þó sjálfur um það í gær þegar hann sýndi andlit sitt í fyrsta skiptið. Ástæðan fyrir því að hann ákvað að gera það núna er sú að vinur hans, sem hafði aldrei séð hann áður, var að flytja til hans til Bandaríkjanna frá Bretlandi. Með honum vill hann gera myndbönd í eigin persónu en hingað til hefur Dream einungis gert tölvuleikjamyndbönd. Til þess að byggja upp spennu fyrir því að hann væri að fara að sýna andlit sitt fékk hann vini sína til að birta myndbönd af sér að sjá hann í fyrsta sinn. Marga hafði hann þekkt og talað við á hverjum einasta degi í mörg ár en enginn vissi hvernig hann liti út. #dreamfacereveal it happened pic.twitter.com/vreRiohz57— Addison Rae (@whoisaddison) October 2, 2022 Leikjavísir Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Dream er með yfir þrjátíu milljónir áskrifenda á YouTube og er sjöundi vinsælasti tölvuleikjaspilarinn á síðunni. Í heildina hefur hann fengið 2,7 milljarða áhorfa á myndbönd sín. Hann hafði lítinn áhuga á að gera andlit sitt opinbert en margir hafa í gegnum tíðina reynt að komast að því hver maðurinn á bak við YouTube-síðuna væri. Dream sá þó sjálfur um það í gær þegar hann sýndi andlit sitt í fyrsta skiptið. Ástæðan fyrir því að hann ákvað að gera það núna er sú að vinur hans, sem hafði aldrei séð hann áður, var að flytja til hans til Bandaríkjanna frá Bretlandi. Með honum vill hann gera myndbönd í eigin persónu en hingað til hefur Dream einungis gert tölvuleikjamyndbönd. Til þess að byggja upp spennu fyrir því að hann væri að fara að sýna andlit sitt fékk hann vini sína til að birta myndbönd af sér að sjá hann í fyrsta sinn. Marga hafði hann þekkt og talað við á hverjum einasta degi í mörg ár en enginn vissi hvernig hann liti út. #dreamfacereveal it happened pic.twitter.com/vreRiohz57— Addison Rae (@whoisaddison) October 2, 2022
Leikjavísir Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira