Fleiri fréttir

1. apríl 2021: Fríar þyrluferðir, lítið notuð kynlífstæki og óvænt bóluefni í boði

Fólk og fyrirtæki keppast gjarnan við að reyna að láta fólk hlaupa apríl á fyrsta degi þessa herrans mánaðar sem er í dag. Þótt almenna reglan hafi í gegnum tíðina verið sú að reyna að fá fólk til að hlaupa apríl í orðsins fyllstu merkingu, það er í tíma og rúmi, þá hafa göbbin í ár líkt og í fyrra mörg einkennst af því að vera á rafrænu formi með einum eða örðum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins.

3.500 áhorfendur fá að vera viðstaddir Eurovision

Hollensk stjórnvöld hafa gefið heimild fyrir því að 3.500 áhorfendur fái að vera viðstaddir Eurovision söngvakeppnina sem fram fer í Rotterdam í maí. Eurovision féll niður í fyrra, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, vegna kórónuveirunnar.

Uppgefinn Víðir grætur í heimildarmynd um Covid-19

Víðir Reynisson fellir tár, Þórólfur Guðnason lýsir martröð og Katrín Jakobsdóttir talar um hættuástand í fyrstu stiklunni sem nú hefur verið birt upp úr heimildaþáttaröðinni Stormur sem fjallar um baráttuna við heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi.

Magga Bjarna deilir girnilegri ættaruppskrift í páskabúning

„Ætli þetta hafi ekki byrjað á því að ég elska að borða góðan mat, síðan kom forvitnin að læra að elda hann. Mamma mín er algjör snillingur í eldhúsinu svo að það er yfirleitt eldaður dásamlegur matur frá grunni heima. Svo að mamma hefur smitað mig af þessum mataráhuga,“ segir Margrét Bjarnadóttir í viðtalið við Vísi.

Heimsmeistarinn loftar út fyrir kónginn

Magnus Carlsen, norski heimsmeistarinn í skák, hrókeraði nýlega í ástarlífi sínu þegar hann sleit samvistum við Elisabetu Lorentzen Djønne, kærustu sína til tveggja ára.

„Ég trúði engu öðru en að þau væru foreldrar mínir“

Vilhjálmur Albertsson var ættleiddur sem ungbarn af íslenskum hjónum. Fyrir rúmu ári hellti hann sér út í upprunaleit, þá kominn á áttræðisaldur, með dyggri aðstoð dóttur sinnar og tengdasonar. Hann sagði frá þessari reynslu í lokaþættinum af Leitin að upprunanum.

Páskaterta Alberts og Bergþórs

Þeir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson töfra fram nýja páskatertu á hverju ári. Í þættinum Ísland í dag sýndu þeir páskatertu ársins sem er fullkomin fyrir baksturinn um helgina.

RAX Augnablik: „Tomas er farinn heim“

„Færeyjar eru alltaf sjarmerandi, það er einn af mínum uppáhalds stöðum og þar er eitthvert besta fólk í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson.

Segir fjöl­marga telja mynd­bandið vera falsað

Þegar Thelma Dögg Grétarsdóttir, landsliðskona í blaki og félagar hennar í landsliðshópnum gerðu sér leið að gosstöðvunum í Geldingadölum var lítil spurning um að taka með sér blakboltann.

Við erum öll stórgölluð en stórkostleg

Halldóra Mogensen starfar í dag sem þingmaður fyrir Pírata, þrátt fyrir að hafa aldrei geta séð fyrir sér að vinna á þeim vettvangi á sínum tíma.

Daði og Gagnamagnið áttundu á svið í Rotterdam

Í dag var tilkynnt í hvaða röð löndin fara á svið í undankeppni Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Rotterdam í maí. Daði og Gagnamagnið eru númer átta í röðinni á sínu undankvöldi.

Birtir daglega uppbyggileg verkefni fyrir fjölskyldufólk

Erla Súsanna Þórisdóttir heldur úti síðunni Töfrakistan en verkefnið gengur út á að koma með eitt uppbyggilegt verkefni á dag fyrir fjölskyldufólk. Hún deilir þessum hugmyndum fyrir kennara, uppalendur og aðra áhugasama.

Umpottun: Það er þannig í pottinn búið

„Fólk ætti alltaf að tala við plönturnar sínar, allan daginn. Það er ekki fyrr en þær fara að svara þér til baka sem þú þarft hafa áhyggjur,“ segir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur í viðtali við Vísi.

„Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tón­list“

Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi.

Börnin montin en öll sam­mála um að ekki þurfi að fara aftur

Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð.

Heiðar Helgu­son setur húsið á sölu

Fótboltakappinn Heiðar Helguson hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Sporðagrunn 3 í Laugardalnum á sölu. Heiðar hefur búið þar með unnustu sinni Mariam Sif Vahabzadeh.

Tilkynnti um þrot bankanna í oflætiskasti tveimur mánuðum fyrir hrun

„Heildarvelta í geðlyfjasölu í heiminum er um það bil 850 milljarðar dala, sem er 108 föld fjárlög íslenska ríkisins á einu áru. Þú getur rekið íslenska ríkið í 108 ár fyrir veltu geðlyfja í heiminum á einu ári,“ segir Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu og formaður Geðhjálpar.

Exit 2: Tuskulegri typpastrákar betri en flest annað

Standpínustrákarnir frá Osló í sjónvarpsþáttaröðinni Exit voru að sjálfsögðu klappaðir upp eftir frábæra fyrstu þáttaröð og hafa nú snúið aftur á sviðið. Þeir eru reyndar búnir að spila öll bestu lögin sín, en þeirra síðri lög eru þó töluvert betri en bestu lög flestra annarra. Því kvartar maður ekki undan þessari nýjustu viðbót, þó hún nái ekki sömu hæðum og fyrirrennari hennar.

Auður og Floni gefa út fjögur ný lög saman á föstudag

Á föstudag kemur út stuttskífan Venus, sem er sköpunarverk tónlistarmannanna Flona og Auðar. Ferlið byrjaði með laginu Týnd og einmana, sem nýlega var tilnefnt á íslensku tónlistarverðlaununum í flokknum rapp og hiphop lag ársins.

Ráðherrakökurnar úr Blindum bakstri

Í þættinum Blindur bakstur um helgina kepptu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bakaðar voru bollakökur með kremi og skrauti.

Flestir vilja daðra í sambandinu sínu

Daður er oft á tíðum eitthvað sem fólk tengir meira við tilhugalífið heldur en hversdagslífið. Fólk sullar út sjarmanum og skreytir fjaðrirnar sínar þegar það vill vekja áhuga fólks og sömuleiðis sýna hann. 

„Maður þarf ekki að geðjast öllum“

Alexander Freyr Olgeirsson hefur verið í tónlist frá 13 ára aldri og í næstu viku gefur hann út sína fyrstu barnaplötu. Platan kemur út 1. apríl og kallast Út í geim og aftur heim.

Sænski prinsinn kominn með nafn

Þriðji sonur Sofíu prinsessu og Karls Filippus prins er kominn með nafn. Drengurinn heitir Julian Herbert Folke og verður hertoginn af Halland.

Vísan sem þjóðskáldið sendi Þykkvbæingum

Vísa sem Matthías Jochumsson orti um Þykkvbæinga lýsti þeim sem hrossætum sem svæfu á hundaþúfum. Sagan segir að þjóðskáldið hafi haft óbeit á alræmdu hrossakjötsáti íbúanna í Þykkvabæ en Matthías var prestur í Odda á Rangárvöllum á árunum 1880 til 1886.

Sjá næstu 50 fréttir