Páskaterta Alberts og Bergþórs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2021 13:21 Bergþór og Albert gera páskatertu á hverju ári, helst aldrei þá sömu. Þeir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson töfra fram nýja páskatertu á hverju ári. Í þættinum Ísland í dag sýndu þeir páskatertu ársins sem er fullkomin fyrir baksturinn um helgina. „Hefðin er eiginlega orðin sú að Bergþór minn bakar tertuna og svo birti ég á blogginu uppskriftina,“ segir Albert. Tertan þeirra í ár er Dísudraumur sem gengur líka sums staðar á landinu undir nöfnunum Bessastaðaterta, Slumma og Slummuterta. Innslagið má sjá í spilaranum en uppskrift þáttarins má svo finna hér neðar í fréttinni. Dísudraumur með ferskum berjum Svamptertubotn 2 egg 70 g sykur 30 g hveiti 35 g kartöflumjöl Aðferð: Þeytið egg og sykur þar til blandan er hvít. Sigtið hveiti og kartöflumjöl út í og þeytið vel saman. Setjið í tertuform og bakið við 200°C í 5 mínútur, lækkið síðan hitann í 180°C og bakið áfram í 7 mínútur. Hvolfið á tertudisk. Marengsbotn 3 eggjahvítur 150 g flórsykur Aðferð: Þeytið saman á fullum styrk í a.m.k. 10 mínútur, svo að hægt sé að hvolfa skálinni án þess að hvíturnar hreyfist. Bakið við 100°C í 2 klst., opnið ofninn ekki, látið kólna í ofninum. Albert í eldhúsinu Krem 3 eggjarauður 4 msk flórsykur 50 g brætt suðusúkkulaði Aðferð: Þeytið rauður og flórsykur vel saman. Bræðið súkkulaðið, hellið út í og þeytið áfram á meðan. Rjómi 1/2 lítri rjómi Ber af ýmsu tagi, brómber, hindber, vínber o.s.frv. Aðferð: Þeytið nú 1/2 lítra af rjóma, blandið nokkrum matskeiðum af honum út í kremið áður en ber eru sett út í rjómann. Smyrjið helmingnum af honum á svampbotninn. Hellið helmingnum af kreminu yfir rjómann og jafnið út með spaða. Setjið marengsbotninn þar ofan á, afganginn af rjómanum yfir hann og síðast afganginn af kreminu. Skreytið að vild, með berjum og e.t.v. bráðnu súkkulaði, áður en tertan er borin fram. Oftast er rjóma sprautað á hliðarnar á Dísudraumi, en það er líka girnilegt að sjá lögin í tertunni. Albert í eldhúsinu Ísland í dag Uppskriftir Kökur og tertur Páskar Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
„Hefðin er eiginlega orðin sú að Bergþór minn bakar tertuna og svo birti ég á blogginu uppskriftina,“ segir Albert. Tertan þeirra í ár er Dísudraumur sem gengur líka sums staðar á landinu undir nöfnunum Bessastaðaterta, Slumma og Slummuterta. Innslagið má sjá í spilaranum en uppskrift þáttarins má svo finna hér neðar í fréttinni. Dísudraumur með ferskum berjum Svamptertubotn 2 egg 70 g sykur 30 g hveiti 35 g kartöflumjöl Aðferð: Þeytið egg og sykur þar til blandan er hvít. Sigtið hveiti og kartöflumjöl út í og þeytið vel saman. Setjið í tertuform og bakið við 200°C í 5 mínútur, lækkið síðan hitann í 180°C og bakið áfram í 7 mínútur. Hvolfið á tertudisk. Marengsbotn 3 eggjahvítur 150 g flórsykur Aðferð: Þeytið saman á fullum styrk í a.m.k. 10 mínútur, svo að hægt sé að hvolfa skálinni án þess að hvíturnar hreyfist. Bakið við 100°C í 2 klst., opnið ofninn ekki, látið kólna í ofninum. Albert í eldhúsinu Krem 3 eggjarauður 4 msk flórsykur 50 g brætt suðusúkkulaði Aðferð: Þeytið rauður og flórsykur vel saman. Bræðið súkkulaðið, hellið út í og þeytið áfram á meðan. Rjómi 1/2 lítri rjómi Ber af ýmsu tagi, brómber, hindber, vínber o.s.frv. Aðferð: Þeytið nú 1/2 lítra af rjóma, blandið nokkrum matskeiðum af honum út í kremið áður en ber eru sett út í rjómann. Smyrjið helmingnum af honum á svampbotninn. Hellið helmingnum af kreminu yfir rjómann og jafnið út með spaða. Setjið marengsbotninn þar ofan á, afganginn af rjómanum yfir hann og síðast afganginn af kreminu. Skreytið að vild, með berjum og e.t.v. bráðnu súkkulaði, áður en tertan er borin fram. Oftast er rjóma sprautað á hliðarnar á Dísudraumi, en það er líka girnilegt að sjá lögin í tertunni. Albert í eldhúsinu
Ísland í dag Uppskriftir Kökur og tertur Páskar Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira