Samtalið

Samtalið

Samtalið er þjóðmálaþáttur fréttastofunnar sem verður á dagskrá alla fimmtudaga í vetur. Hann er í umsjón Heimis Más Péturssonar fréttamanns.

Fréttamynd

Riddari kannana mætir í Sam­talið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan 14:00. Flokkur hans var við það að falla af þingi í síðustu kosningum en fer nú með himinskautum í könnunum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þor­gerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Við­reisn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni.   Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn.

Innlent
Fréttamynd

Segir ná­kvæm­lega ekkert að óttast við at­kvæða­greiðsluna

Formaður Viðreisnar segir þjóðina skulda unga fólkinu í landinu að fá tækifæri til að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Hún horfi til þess þegar Bretland yfirgaf Evrópusambandið í andstöðu við vilja ungs fólks í því samhengi.

Innlent
Fréttamynd

For­sætis­ráð­herra mætir fyrstur manna í Sam­talið

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætir fyrstur manna í Samtalið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag. Þátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 og sýndur á Stöð 2 í kvöld klukkan 19:10.

Innlent