Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn ganga til forsetakosninga þriðjudaginn 5. nóvember 2024. Valið stendur milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donald Trump.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rýnt í kannanirnar: Hníf­jafnt hjá Harris og Trump

Frá því Kamala Harris tók við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna í nóvember hafa orðið töluverðar breytingar á fylgi frambjóðanda. Joe Biden, núverandi forseti og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var ekki í góðri stöðu gegn Trump en myndin hefur breyst.

Erlent
Fréttamynd

„Gætu orðið á­hrifa­mestu kapp­ræður allra tíma“

Aðeins tveir dagar eru nú í fyrstu kappræður Kamölu Harris og Donalds Trump, sem lýst hefur verið sem mikilvægustu stund kosningabaráttunnar. Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir og gríðarleg eftirvænting er fyrir kappræðunum vestanhafs, sem haldnar verða í Fíladelfíu á þriðjudag.

Erlent
Fréttamynd

Trump ætlar að kjósa gegn rétti til þungunar­rofs

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að greiða atkvæði gegn breytingu á stjórnarskrá Flórída sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Nýleg lög þar leggja bann við þungunarrofi áður en margar konur vita að þær eigi von á sér.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar að skipa repúblikana í ráðu­neyti sitt

Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta.

Erlent
Fréttamynd

Full­trúar Trump hrintu starfs­manni her­manna­graf­reits

Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump hrinti fulltrúa Bandaríkjahers þegar sá síðarnefndi brýndi fyrir honum reglur sem banna stjórnmálastarf í grafreit fallinna hermanna í vikunni. Framboðið sakaði starfsmann grafreitsins um að vera veikan á geði.

Erlent
Fréttamynd

Harris og Walz veita loks við­tal

Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, hafa samþykkt að veita fyrsta sameiginlega viðtalið frá því að kosningabarátta þeirra hófst.

Erlent
Fréttamynd

Ný sér­sniðin á­kæra á hendur Trump

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt fram nýja ákæru á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ákæran er sérsniðin að þeim kröfum sem fram komu í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem veitti Trump friðhelgi að hluta í sumar. 

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka banda­ríska á­lits­gjafa rúss­neskrar sjón­varps­stöðvar

Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust.

Erlent
Fréttamynd

Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump

Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“.

Erlent
Fréttamynd

„Walz þjálfari“ hvatti Demó­krata til dáða

Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 

Erlent
Fréttamynd

Kenne­dy í­hugar að hætta og styðja Trump í staðinn

Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Frægir kynnar á ráð­stefnu Demó­krata

Kerry Washington, Tony Goldwyn, Mindy Kaling og Ana Navarro verða kynnar á ráðstefnu Demókrataflokksins sem hefst í Chicago í Illinois á morgun. Ráðstefnan stendur alla vikuna og mun hvert þeirra vera kynnir eina kvöldstund.

Lífið
Fréttamynd

Gera sér ekki mat úr lekanum úr fram­boði Trump

Bandarískir fjölmiðlar sem fengu upp í hendurnar trúnaðargögn sem var lekið úr framboði Donalds Trump hafa kosið að skrifa ekki fréttir upp úr þeim. Það er allt önnur nálgun en þegar tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton var lekið árið 2016.

Erlent
Fréttamynd

Fóru um víðan völl í sam­tali á X í gær

Auðjöfurinn Elon Musk fór mjúkum höndum um Donald Trump í viðtali á X í gær, sem hófst um það bil 40 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Trump fór mikinn gegn innflytjendum og kallaði Kamölu Harris ítrekað „róttækling“.

Erlent