Uppskrift þáttarins má sjá hér fyrir neðan. Uppskriftin miðar við 18 til 24 kökur.

Ráðherrakökur - vanillubollakökur með hvítu súkkulaðikremi
18-24 kökur
- 230 g smjör, við stofuhita
- 450 g sykur
- 5 egg
- 330 g hveiti
- 4 tsk lyftiduft
- 1 tsk salt
- 3 dl rjómi
- 1 msk vanilla (dropar eða sykur)
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C (blástur)
- Þeytið saman sykur og smjör þar til deigið er létt og ljóst. Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli.
- Sigtið þurrefnin saman og bætið þeim því næst við deigið ásamt rjómanum og vanillu. Þeytið deigið mjög vel í 2 – 3 mínútur.
- Skiptið deiginu jafnt niður í bollakökuform og bakið við 180°C. Í 18 –22 mínútur.

Hvítt súkkulaðikrem
- 500 g flórsykur
- 500 g smjör við stofuhita
- 2 tsk vanilludropar
- 150 g hvítt súkkulaði
- Matarlitur að eigin vali
Aðferð:
- Þeytið saman smjör og flórsykur þar til blandan er létt og ljós.
- Bræðið súkkulaði og hellið saman við ásamt vanilludropum.
- Þeytið áfram í nokkrar mínútur þar til kremið er orðið silkimjúkt.
- Setjið kremið í sprautupoka og skreytið kökurnar að vild.