Fleiri fréttir

Er í nostalgíukasti

Þórunn Lárusdóttir kemur fram á tónleikum á Café Haiti annað kvöld og syngur meðal annars grísk þjóðlög, en hún bjó í Grikklandi sem barn.

Tvöfalt brjóstnám hjá Anastacia

Söngkonan Anastacia hefur gengist undir tvöfalt brjóstnám eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein í annað sinn.

Spratt upp úr lífsfjórðungskrísu

Halldór Armand Ásgeirsson sendir frá sér sína fyrstu bók, Vince Vaughn í skýjunum, á þriðjudaginni. Þegar hann settist við skriftir taldi hann útgáfu fjarlægt markmið sem gæti tekið mörg ár að ná, en hann er nú þegar kominn með hugmynd að næstu bók.

Frá Barcelona í Kirsuberjatréð

Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir fatahönnuður er gengin til liðs við Kirsuberjatréð. Hún er nýflutt heim úr sólinni í Barcelona og segir rigninguna og rokið veita sér innblástur.

Slær hárréttu sorglegu tónana

Jóhann Jóhannsson hefur fengið mjög góða dóma fyrir tónlist sína í Hollywood-spennumyndinni Prisoners sem var tekjuhæsta myndin í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi.

Hanna þverslaufur í anda Kentucky-manna

Vinkonurnar Heiðdís Inga Hilmarsdóttir og Svandís Gunnarsdóttir hönnuðu bleikar þverslaufur á karlmenn til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.

Martröð hvers foreldris

Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal fara með helstu hlutverk í spennumyndinni Prisoners sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsum á föstudag.

Starfsemi The New York City Opera lögð af

"Ópera fólksins,“ kallaði stofnandi óperunnar, Fiorello La Guardia, framtakið þegar hann stofnaði The New York City Opera fyrir um það bil sjötíu árum.

Hross í Oss fær glimrandi dóma í erlendri pressu

Dómur um kvikmyndina birtist í Variety í gær, en þar segir meðal annars að ótrúleg kvikmyndaskot og dásamlega svartur húmor einkenni Hross í Oss - sem höfundur greinarinnar kallar, frumraun sem vert er að fagna,

Baggalútur með fimm jólatónleika

Baggalútur hefur tilkynnt um ferna jólatónleika í Háskólabíói dagana 6., 7., 20. og 21. desember. Einnig verða tónleikar í Hofi á Akureyri 13. desember.

Með heklaða grímu í myndbandi Múm

Múm hefur sent frá sér myndband er við lagið Candlestick. Það er tekið af nýjustu plötu sveitarinnar, Smilewound, sem kom út í byrjun september.

Flamenco-tónlist og gítar falla vel saman

Feðgarnir og gítarleikararnir Símon H. Ívarsson og Ívar Símonarson spila flamenco-tónlist á Café Rosenberg annað kvöld, fimmtudag, frá klukkan 21.

Frá Háteigskirkju beint til Bonn

Kammerkórinn heldur tónleika í Háteigskirkju annað kvöld og að því loknu heldur hann til Bonn í Þýskalandi þar sem hann kemur fram á menningarhátíðinni Yfir landamæri. Sigurður Bragason er stjórnandi kórsins.

Tíminn hann er trunta

Vel fléttuð saga með sympatískum persónum, en dálítið lengi í gang og krókaleiðirnar að móral sögunnar aðeins of langar.

Gítarhátíð Bjössa og Bítlatónlist

Gítarleikarinn Björn Thoroddsen heldur á fimmtudag útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi þar sem hann spilar einn og óstuddur Bítlalög af nýrri plötu sinni.

Moodysson fékk sér kjötsúpu

Sænski leikstjórinn Lukas Moodysson fór með Hrafni Jökulssyni rithöfundi á slóðir Bobby Fischer um helgina

Elíza með lag í franskri mynd

Lag tónlistarkonunnar Elízu Newman, Eyjafjallajökull, mun hljóma í samnefndri franskri kvikmynd sem verður frumsýnd á miðvikudaginn í Evrópu.

Sjá næstu 50 fréttir