Módelfitness fyrir 100 þúsund kall Freyr Bjarnason skrifar 3. október 2013 08:00 Venný Hönnudóttir leigði sér bíkiní áður en hún keppti í fyrsta sinn í módelfitnessi. Hinn 22 ára Venný Hönnudóttir ákvað að prófa módelfitness í fyrsta sinn í fyrra og hefur hún keppt á einu móti. „Ég var að komast upp úr veikindum og langaði að sjá hvað ég gæti. Mig langaði að hafa markmið,“ segir Venný, spurð hvers vegna hún ákvað að hella sér út í módelfitness. Í megindráttum eru áherslur dómara í þessari nýju keppnisgrein þær að mun minni áhersla er lögð á vöðvamassa og skurði og frekar er horft til fegurðar. Byrjað var að keppa í módelfitness hérlendis árið 2006 og skemmst er að minnast þess að Margrét Edda Gnarr varð heimsmeistari í módelfitness í Úkraínu í síðasta mánuði. Venný mælir með því að fólk prófi fitness ef það fer í það á réttum forsendum. „Þetta er rosalega stíft prógram. Maður er fyrst og fremst að keppa við sjálfan sig. Þetta er mikið álag á líkamann og mér finnst mikilvægt að vera með þjálfara sem passar upp á að fólk fari ekki í gígantískar öfgar.“ Kostnaðurinn við að gerast fitness-keppandi er misjafn og í tilfelli Vennýjar var hann umtalsverður. „Byrjunarkostnaðurinn er dýr en til hliðsjónar dettur ýmislegt út á móti.“ Eitthvað er um að keppendur sæki um auglýsingastyrki í tengslum við fitnesskeppnir en Venný fór ekki þá leið: „Þetta var fyrsta mótið mitt og ég ákvað að gera þetta bara fyrir sjálfa mig.“ Venný og fitness-kostnaðurinn: Einkaþjálfari 30 þúsund kr. „Ég fór í einkaþjálfun hjá Freyju Sigurðardóttur og það voru 30 þúsund krónur á mánuði. Það eru samt ekki margir sem eru í einkaþjálfun. Margir eru í fjarþjálfun og þá kostar það kannski 12 til 15 þúsund krónur.“ Fæðubótarefni 20 þúsund kr. „Ef fólk er alveg nýtt í þessu er fæðubótarkostnaður í byrjun svolítið mikill. Einn próteindunkur kostar svona 8-10 þúsund en það er reyndar misjafnt eftir tegundum. Svo er misjafnt hvað fólk er að taka aukalega eins og vítamín, glútamín, magnesíum, kreatín og fleira.“ Mánaðarleg matarkaup 25-35 þúsund kr. „Maður þarf að borða kjúkling, eggjahvítur, grænmeti, hafragraut og fleira. Ég bjó til eigið hrökkbrauð og setti kotasælu ofan á. Mánaðarinnkaupin voru 25-35 þúsund fyrir utan fæðubótarefni. Á móti kemur að maður er ekki að kaupa sér skyndibita og fær sér ekki Mars á kassanum í Bónus þegar maður fer að versla. Svo er ekkert djamm um helgar. Það er svo margt sem kemur á móti varðandi kostnað.“ Leigja bíkiní 15 þúsund kr. „Til að geta keppt í módelfitness þurfti ég bíkiní. Annaðhvort láta menn sauma á sig eða menn leigja notuð bíkiní og í mínu tilfelli leigði ég á 15 þúsund krónur.“ Brúnkukrem 4 þúsund kr. „Ég keypti mér dollu á 4 þúsund krónur, brúnkukrem fyrir mótið. Annars er örugglega breytilegt hvað þetta kostar.“ Keppnisgjald 5 þúsund kr. „Þetta kostaði í mesta lagi 5 þúsund krónur.“ Förðun 4 þúsund kr. „Förðun fyrir mót kostar í kringum 4 þúsund en vinkona mín farðaði mig fyrir mótið, þannig að ég fékk góðan „díl“.“ Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Hinn 22 ára Venný Hönnudóttir ákvað að prófa módelfitness í fyrsta sinn í fyrra og hefur hún keppt á einu móti. „Ég var að komast upp úr veikindum og langaði að sjá hvað ég gæti. Mig langaði að hafa markmið,“ segir Venný, spurð hvers vegna hún ákvað að hella sér út í módelfitness. Í megindráttum eru áherslur dómara í þessari nýju keppnisgrein þær að mun minni áhersla er lögð á vöðvamassa og skurði og frekar er horft til fegurðar. Byrjað var að keppa í módelfitness hérlendis árið 2006 og skemmst er að minnast þess að Margrét Edda Gnarr varð heimsmeistari í módelfitness í Úkraínu í síðasta mánuði. Venný mælir með því að fólk prófi fitness ef það fer í það á réttum forsendum. „Þetta er rosalega stíft prógram. Maður er fyrst og fremst að keppa við sjálfan sig. Þetta er mikið álag á líkamann og mér finnst mikilvægt að vera með þjálfara sem passar upp á að fólk fari ekki í gígantískar öfgar.“ Kostnaðurinn við að gerast fitness-keppandi er misjafn og í tilfelli Vennýjar var hann umtalsverður. „Byrjunarkostnaðurinn er dýr en til hliðsjónar dettur ýmislegt út á móti.“ Eitthvað er um að keppendur sæki um auglýsingastyrki í tengslum við fitnesskeppnir en Venný fór ekki þá leið: „Þetta var fyrsta mótið mitt og ég ákvað að gera þetta bara fyrir sjálfa mig.“ Venný og fitness-kostnaðurinn: Einkaþjálfari 30 þúsund kr. „Ég fór í einkaþjálfun hjá Freyju Sigurðardóttur og það voru 30 þúsund krónur á mánuði. Það eru samt ekki margir sem eru í einkaþjálfun. Margir eru í fjarþjálfun og þá kostar það kannski 12 til 15 þúsund krónur.“ Fæðubótarefni 20 þúsund kr. „Ef fólk er alveg nýtt í þessu er fæðubótarkostnaður í byrjun svolítið mikill. Einn próteindunkur kostar svona 8-10 þúsund en það er reyndar misjafnt eftir tegundum. Svo er misjafnt hvað fólk er að taka aukalega eins og vítamín, glútamín, magnesíum, kreatín og fleira.“ Mánaðarleg matarkaup 25-35 þúsund kr. „Maður þarf að borða kjúkling, eggjahvítur, grænmeti, hafragraut og fleira. Ég bjó til eigið hrökkbrauð og setti kotasælu ofan á. Mánaðarinnkaupin voru 25-35 þúsund fyrir utan fæðubótarefni. Á móti kemur að maður er ekki að kaupa sér skyndibita og fær sér ekki Mars á kassanum í Bónus þegar maður fer að versla. Svo er ekkert djamm um helgar. Það er svo margt sem kemur á móti varðandi kostnað.“ Leigja bíkiní 15 þúsund kr. „Til að geta keppt í módelfitness þurfti ég bíkiní. Annaðhvort láta menn sauma á sig eða menn leigja notuð bíkiní og í mínu tilfelli leigði ég á 15 þúsund krónur.“ Brúnkukrem 4 þúsund kr. „Ég keypti mér dollu á 4 þúsund krónur, brúnkukrem fyrir mótið. Annars er örugglega breytilegt hvað þetta kostar.“ Keppnisgjald 5 þúsund kr. „Þetta kostaði í mesta lagi 5 þúsund krónur.“ Förðun 4 þúsund kr. „Förðun fyrir mót kostar í kringum 4 þúsund en vinkona mín farðaði mig fyrir mótið, þannig að ég fékk góðan „díl“.“
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira