Fleiri fréttir

Indiska opnar á Íslandi

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag þegar sænska verslunarkeðjan Indiska opnaði formlega verslun í Kringlunni en keðjan státar nú af 90 búðum viðs vegar um Norðurlönd. Eins og sjá má var vel mætt í opnunina.

Svakalegt sumarpartí Stöðvar 2

Meðfylgjandi myndir voru teknar í árlegu sumarpartí Stöðvar 2 sem haldið var með pompi og prakt í Silfurbergi Hörpu fyrr í dag. Fjöldi fólks mætti og kynnti sér það sem verður efst á baugi á dagskrá Stöðvar 2 í sumar. Blómleg íslensk dagskrágerð og vinsælustu erlendu þættirnir einkenna dagskrána auk þess sem öllum helstu íþróttaviðburðum heims verða gerð skil á Sportstöðvum Stöðvar 2.

Vildi líkjast Loga Bergmann

Tómas Ingi Tómasson í Pepsi-mörkunum mætti til leiks með nýtt útlit í ár. Hann er orðinn dökkhærður en Tómas Ingi er ljóshærður frá náttúrunnar hendi. Auk þess hefur verið skerpt á augabrúnum fyrrverandi fótboltakappans, eins og hann orðar það sjálfur.

Ofurparið planar frekari barneignir

Súperparið Beyonce og Jay-Z eignuðust sitt fyrsta barn í janúar í fyrra, dótturina Blue Ivy Carter. Nú eru þau tilbúin að huga að frekari barneignum.

Töfrandi tennisstjarna

Tennisstjarnan Maria Sharapova er sjóðandi heit á forsíðu mexíkóska Esquire. Hún klæðist aðeins húðlituðum sundbol og eru myndirnar inni í blaðinu ekki síðri.

Þekkt fyrir allt annað en formlegheit

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Poppkór Íslands – Vocal Project og Sniglabandið hittust á æfingu í vikunni en 19.maí næstkomandi ætlar þetta hressa lið að sameina krafta sína í Borgarleikhúsinu ásamt góðum gestum sem munu dúkka óvænt upp og leggja sitt af mörkum. Sniglabandið er þekkt fyrir allt annað en formlegheit og því má búast við því að allt geti gerst á tónleikunum. Kvöldið verður því algjörlega ófyrirsjáanlegt að sögn kórmeðlima.

Þetta kallar maður ögrandi augnmálningu

Leikkonurnar Ginnifer Goodwin og January Jones mættu að sjálfsögðu prúðbúnar í Met-galaveisluna í New York en augnmálning þeirra dró athyglina frá kjólunum.

Sjokkeraði með silfurlitað hár

Athafnakonan Nicole Richie stal svo sannarlega senunni á Met-galadansleiknum sem haldinn var í New York á mánudagskvöldið.

ESB tónleikar í tilefni af Evrópudeginum

Í tilefni Evrópudagsins 2013 stendur Evrópustofa – upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi – fyrir hátíðartónleikum í Eldborgarsal Hörpu, laugardaginn 11. maí með Ungsinfóníu Evrópusambandsins og söngvurum frá Evrópsku óperumiðstöðinni undir stjórn hins virta hljómsveitarstjóra Laurent Pillot og er aðgangur ókeypis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Evrópustofu.

Fimm af frægustu gjörningum Ragnars

Myndlistarmaðurinn Ragnars Kjartanssonar hefur vakið athygli með hinum ýmsu gjörningum, nú síðast með hljómsveitinni The National.

Stofnuðu Samtök grænmetisæta

Sigvaldi Ástríðarson er formaður nýstofnaðra Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Sambærileg samtök finnast víða um heim og stuðla meðal annars að fræðslu.

Hlutu dönsku snyrtivöruverðlaunin

Íslensku EGF-húðvörurnar frá Sif Cosmetics hlutu á dögunum dönsku snyrtivöruverðlaunin í flokki lúxushúðvara fyrir líkamann.

Verkfræðingar fagna

Efla verkfræðistofa hélt upp á 40 ára afmæli sitt síðastliðinn föstudag í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Höfðabakka 9. Eins og sjá má var margt var um manninn á þessum tímamótum stofunnar og þegar mest lét voru um 700 gestir í húsinu.

Svona stelur maður senunni

Sarah Jessica Parker, 48 ára, vakti heldur betur verðskuldaða athygli á galadansleik sem fram fór í Metropolitan Museum of Art í New York í gærkvöldi. Skoðaðu myndirnar hér að neðan og pældu aðeins í hárskrautinu sem hún var með. Hún var í Giles Deacon kjól sem féll gjörsamlega í skuggann á hanakambinum sem fór henni þetta líka svona vel.

Ljóskur skemmta sér betur

Leikkonan Anne Hathaway mætti með aflitað hárið í síðum gegnsæjum svörtum Valentino kjól sem fór ekki fram hjá nokkrum einasta manni þegar hún stillti sér upp á rauða dreglinum á galasamkomu í New York í gærkvöldi.

Guðdómlegar gyðjur

Leikkonurnar AnnaSophia Robb og Krysten Ritter mega eiga eitt – þær kunna svo sannarlega að klæða sig.

Alsæla er uppáhaldseiturlyfið

Lindsay Lohan er fjarri því að vera krúttlega barnastjarnan sem allir elskuðu. Hún hefur farið fjöldaoft í meðferð síðustu ár en segir í viðtali við Piers Morgan að hún sé ekki alkóhólisti.

Vill ekki kvænast Rihönnu

Tónlistarmaðurinn Chris Brown fagnaði 24ra ára afmæli sínu um helgina í Las Vegas á meðan kærasta hans, Barbardos-bjútíið Rihanna, hélt tónleika í New York.

Spennusagnafíklarnir mættu í þetta partí

Spennusagnafíklar og aðdáendur Sólveigar Pálsdóttur rithöfundar fögnuðu og skáluðu fyrir útgáfu bókarinnar Hinir réttlátu í útgáfuteiti á fimmtudaginn var. Fyrsta skáldsaga Sólveigar, Leikarinn, kom út síðastliðið vor og hlaut afar lofsamlega dóma. Þegar hefur verið samið um útgáfurétt Leikarans í Þýskalandi og búið er að selja kvikmyndaréttinn til Íslenska kvikmyndafélagsins.

Sjáðu þegar Reese Witherspoon var handtekin

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar Hollywoodleikkonan Reese Witherspoon og eiginmaður hennar, James Toth, voru handtekin og í kjölfarið fangelsuð í stutta stund á föstudaginn í Atlanta í Bandaríkjunum. Toth ók undir áhrifum áfengis og var stöðvaður af lögreglunni. Reese var handtekin fyrir að trufla framgang réttvísinnar þegar lögreglumenn höfðu afskipti af eiginmanni hennar fyrir umferðarlagabrot eins og sjá má í myndskeiðinu.

Strax komin í bikiní

Glamúrfyrirsætan Holly Madison mætti á opnun hótels í Las Vegas um helgina og lék á alls oddi í bikiníi, aðeins sex vikum eftir að hún eignaðist dóttur sína Rainbow.

13 spora kerfi fyrir varúlfa

Hressileg og vel skrifuð unglingasaga með sannferðugum persónum og skemmtilegri útfærslu á átökunum við fíkniefnaneyslu.

Eyþór Ingi og félagar farnir út

Eyþór Ingi Gunnlaugsson og félagar hans í íslenska Eurovision hópnum eru farin til Malmö í Svíþjóð, en keppnin fer þar fram í ár.

Ósagðar sögur Vestmannaeyjagossins

Sighvatur Jónsson og Jóhanna Ýr Jónsdóttir gera heimildarmynd um Vestmannaeyjagosið sem frumsýnd verður á Goslokahátíð í Eyjum í júlí.

Boltakúnstir á Barnaspítala

Bandaríska körfuboltaliðið Harlem Globetrotters hélt vel heppnaða sýningu fyrir troðfullu húsi í Kaplakrika um síðustu helgi. Nokkrir meðlimir liðsins notuðu tækifærið og heimsóttu Barnaspítala Hringsins.

Lopez lætur líða úr sér

Jennifer Lopez, 43 ára, var upptekin við tökur á ströndinni í Miami í gær klædd í fallegan appelsínugulan sundbol með varalit í stíl. Um er að ræða nýtt tónlistarmyndband fyrrum Idol dómarans við lagið Live it up. Eins og sjá má á myndunum tók hún sig vel út og hikaði ekki við að láta líða úr sér á sólbekknum þegar tækifæri gafst. Skrollaðu niður í grein til að sjá myndskeið.

Sjá næstu 50 fréttir