Stofnuðu Samtök grænmetisæta Sara McMahon skrifar 8. maí 2013 08:00 Útvarpsmaðurinn Sigvaldi Ástríðarson er formaður Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Fréttablaðið/Pjetur „Okkur þótti tímabært að reyna að tryggja að grænmetisætur á Íslandi geti lifað hamingjusömu lífi án þess að neyta kjöts. Okkur langar til dæmis að reyna að bæta úrvalið af réttum á veitingastöðum og upplýsa fólk um að hér búi mikill fjöldi fólks sem borðar ekki hinn hefðbundna, íslenska mat. Okkur langar að geta farið á veitingastað og pantað grænmetissúpu sem er ekki með kjötkrafti í, eins og er svo víða,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, formaður nýstofnaðra Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Samtök grænmetisæta eru til víða um heim og standa þau meðal annars að fræðslu og ýmsum viðburðum fyrir grænmetisætur. Að sögn Sigvalda þótti þörf á slíkum samtökum hér á landi því grænmetisætur mæta gjarnan skilningsleysi og fordómum. „Við viljum sýna fólki að grænmetisætur eru ekki táningar að ganga í gengum tímabil. Við erum allt frá því að vera stórir, skeggjaðir karlmenn yfir í venjulegt fólk sem sumt hefur verið grænmetisætur allt sitt líf.“ Sigvaldi starfar sem útvarpsmaður á Rás 2 og innan tölvugeirans. Hann og kona hans gerðust grænmetisætur árið 1999 en Sigvaldi gekk svo skrefi lengra og gerðist vegan fyrir sjö árum. Fólk sem aðhyllist veganisma neytir engra dýraafurða né gengur í fatnaði unnum úr dýraafurðum. „Upphaflega gerðumst við grænmetisætur vegna þess að við höfðum ekki efni á kjöti og erum bæði miklir dýravinir. Svo bættust fleiri ástæður við; heilsufarslegar, mengunarvarnir og annað. Ég ákvað svo að gerast vegan fyrir sjö árum og það var mun auðveldara en ég hafði búist við,“ segir Sigvaldi að lokum. Finna má samtökin á Facebook undir nafninu Samtök grænmetisæta á Íslandi. Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Fleiri fréttir Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Sjá meira
„Okkur þótti tímabært að reyna að tryggja að grænmetisætur á Íslandi geti lifað hamingjusömu lífi án þess að neyta kjöts. Okkur langar til dæmis að reyna að bæta úrvalið af réttum á veitingastöðum og upplýsa fólk um að hér búi mikill fjöldi fólks sem borðar ekki hinn hefðbundna, íslenska mat. Okkur langar að geta farið á veitingastað og pantað grænmetissúpu sem er ekki með kjötkrafti í, eins og er svo víða,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, formaður nýstofnaðra Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Samtök grænmetisæta eru til víða um heim og standa þau meðal annars að fræðslu og ýmsum viðburðum fyrir grænmetisætur. Að sögn Sigvalda þótti þörf á slíkum samtökum hér á landi því grænmetisætur mæta gjarnan skilningsleysi og fordómum. „Við viljum sýna fólki að grænmetisætur eru ekki táningar að ganga í gengum tímabil. Við erum allt frá því að vera stórir, skeggjaðir karlmenn yfir í venjulegt fólk sem sumt hefur verið grænmetisætur allt sitt líf.“ Sigvaldi starfar sem útvarpsmaður á Rás 2 og innan tölvugeirans. Hann og kona hans gerðust grænmetisætur árið 1999 en Sigvaldi gekk svo skrefi lengra og gerðist vegan fyrir sjö árum. Fólk sem aðhyllist veganisma neytir engra dýraafurða né gengur í fatnaði unnum úr dýraafurðum. „Upphaflega gerðumst við grænmetisætur vegna þess að við höfðum ekki efni á kjöti og erum bæði miklir dýravinir. Svo bættust fleiri ástæður við; heilsufarslegar, mengunarvarnir og annað. Ég ákvað svo að gerast vegan fyrir sjö árum og það var mun auðveldara en ég hafði búist við,“ segir Sigvaldi að lokum. Finna má samtökin á Facebook undir nafninu Samtök grænmetisæta á Íslandi.
Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Fleiri fréttir Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Sjá meira