Lífið

Djamma saman í sumarhúsi

Freyr Bjarnason skrifar
Mugison, KK og Maggi Eiríks djamma í sumarhúsi fyrir tónleika á Ísafirði.
Mugison, KK og Maggi Eiríks djamma í sumarhúsi fyrir tónleika á Ísafirði.
„Ég veit ekki hvað verður úr þessu. Hvort við sendum þetta í næstu Eurovision eða sönglagakeppnina á Suðureyri,“ segir Mugison, sem er staddur í sumarhúsi í Súðavík ásamt KK og Magga Eiríks. Tilefnið er tónleikar þeirra á laugardagskvöld í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

„Við höfum oft hist á góðgerðartónleikum og afmælistónleikum og oft djókað með að við þyrftum að hittast og grilla saman. Svo stóðu þeir við stóðu orðin og bókuðu sumarhús í Súðavík og mættu. Það er ekkert smá töff,“ segir Mugison.

Spurður hvort ný lög eða plata sé á leiðinni segir hann það óljóst. „Kannski kemur engin plata, kannski tuttugu. Við erum bara búnir að djamma í nokkra daga en ég myndi gefa þetta út ef ég fengi að ráða. Ég myndi líka gefa út raunveruleikaþættina KK, Maggi og Mugi Live á netinu,“ segir hann og bætir við að mögulegt sé að nýtt efni með þeim verði spilað. „Við erum ekkert búnir að kíkja á lög hver hjá öðrum. Við erum bara búnir að djamma eitthvað nýtt. Ætli það verði ekki hittaramessa og kannski eitthvað nýtt ef við þorum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.