Lífið

Eyþór Ingi og félagar farnir út

Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngur framlag Íslands í ár.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngur framlag Íslands í ár. Mynd/ Vilhelm.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson og félagar hans í íslenska Eurovision hópnum eru farnir til Malmö í Svíþjóð, en Eurovision keppnin fer þar fram í ár.

Undankeppnin fer fram á þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld í næstu viku en úrslitakvöldið er svo laugardagskvöldið 18. maí.

Á vef RÚV kemur fram að æfingar hófust í fyrradag hjá átta fyrstu löndunum í fyrri undankeppni Eurovision. Austurríki, Eistland, Slóvenía, Króatía, Danmörk, Rússland, Úkraína og Holland æfðu síðan atriði sín í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.