Réðu til sín höfund Beavis and Butthead Freyr Bjarnason skrifar 8. maí 2013 08:00 „Það er gott að hafa gaur með okkur sem er með áratugareynslu í þessu,“ segir Ágúst Freyr Kristinsson, annar af hugmyndasmiðum teiknimyndaþáttanna Space Stallions sem eru í undirbúningi. Bandaríkjamaðurinn Andy Rheingold, sem hefur samið handritið að fjölda Beavis and Butthead-þátta og unnið við þróun teiknimyndanna Svampur Sveinsson fyrir sjónvarpsstöðina Nickelodeon, hefur verið ráðinn til að hjálpa Ágústi Frey og Þorvaldi Gunnarssyni með handritið að Space Stallions. „Við Þorvaldur erum aðallega teiknigaurar og handritsgerð er ekki okkar sterkasta hlið. En við erum búnir að koma þessu mjög langt á veg,“ segir Ágúst Freyr. Hann og Þorvaldur gerðu á sínum tíma samning við íslenska framleiðslufyrirtækið GunHil. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá landaði það samningi við breska fyrirtækið Cake Distribution, auk þess sem markaðsfyrirtækið Fuel hefur bæst í hópinn. Í gegnum þau náðust samningar við Rheingold. „Þetta er allt klíkuskapur þegar þetta er komið á svona stórt „level“. Það þekkjast allir á einhvern hátt. Bara með því að tengjast þessum stóru fyrirtækjum erum við að komast í góð sambönd,“ segir hann.Andy Rheingold er vanur í bransanum og kom meðal annars að gerð þáttanna um Beavis og Butthead og Svamp Sveinsson.Búast má við að ferlið við að koma Space Stallions að í sjónvarpi taki nokkur ár og kosti mikið fé. Strákarnir hafa þegar fengið þróunarstyrk frá Evrópusambandinu upp á um tíu milljónir króna. Í fyrra kynntu þeir teiknimyndina á Cartoon Forum í Toulouse og fengu mjög góð viðbrögð. „Þá var þetta á frekar hráu stigi en eftir sumarið verðum við búnir að vinna þetta betur.“ Í haust ætla Ágúst Freyr og Þorvaldur á sölurúnt um Bandaríkin en draumurinn er að koma Space Stallions að á þarlendum sjónvarpsstöðvum. „Þetta er allt eða ekkert-verkefni. Við viljum vera þar með þáttaröð.“ Söguþráður Space StallionsGeimfolarnir í allri sinni dýrð.Nafn seríunnar útleggst sem Geimfolarnir á íslensku og fjallar um hóp sem heldur út í geim til að bjarga alheiminum. Þættirnir eru í anda níunda áratugarins og eru ætlaðir fullorðnum. Þeir eru í raun skopstæling á teiknimyndum á borð við ThunderCats og He-Man en samt takast þeir á við nútímavandamál með nútímahúmor. Tengdar fréttir Fengu hugmyndina að Geimgæðingum á barnum - áhuginn gríðarlegur "Hugmyndin kviknaði svona eiginlega á barnum,“ segir Þorvaldur S. Gunnarsson, leikstjóri Space Stallions sem á þriðja hundrað þúsund manns hafa barið augum á vefnum YouTube. Það er óhætt að segja að myndbandið, sem var útskrifaverkefni Þorvalds og sex manna hóps sem samanstendur af Íslendingum og Dönum, hafa slegið í gegn. 7. febrúar 2012 16:51 Útskriftarverkefni verður heil teiknimyndasería "Myndin var mjög áberandi og fólk talaði mikið um hana,“ segir leikstjórinn Þorvaldur S. Gunnarsson. 28. júní 2012 11:00 Geimgæðingar íslenskra listamanna slá í gegn á YouTube Útskriftaverkefni nokkurra Íslendinga í danska skólanum Animation Workshop í Viborg í Danmörku fer nú sigurför á YouTube. Þannig hafa hátt í þrjú hundruð þúsund manns horft á myndbandið frá því það var sett inn í síðustu viku. 7. febrúar 2012 14:36 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
„Það er gott að hafa gaur með okkur sem er með áratugareynslu í þessu,“ segir Ágúst Freyr Kristinsson, annar af hugmyndasmiðum teiknimyndaþáttanna Space Stallions sem eru í undirbúningi. Bandaríkjamaðurinn Andy Rheingold, sem hefur samið handritið að fjölda Beavis and Butthead-þátta og unnið við þróun teiknimyndanna Svampur Sveinsson fyrir sjónvarpsstöðina Nickelodeon, hefur verið ráðinn til að hjálpa Ágústi Frey og Þorvaldi Gunnarssyni með handritið að Space Stallions. „Við Þorvaldur erum aðallega teiknigaurar og handritsgerð er ekki okkar sterkasta hlið. En við erum búnir að koma þessu mjög langt á veg,“ segir Ágúst Freyr. Hann og Þorvaldur gerðu á sínum tíma samning við íslenska framleiðslufyrirtækið GunHil. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá landaði það samningi við breska fyrirtækið Cake Distribution, auk þess sem markaðsfyrirtækið Fuel hefur bæst í hópinn. Í gegnum þau náðust samningar við Rheingold. „Þetta er allt klíkuskapur þegar þetta er komið á svona stórt „level“. Það þekkjast allir á einhvern hátt. Bara með því að tengjast þessum stóru fyrirtækjum erum við að komast í góð sambönd,“ segir hann.Andy Rheingold er vanur í bransanum og kom meðal annars að gerð þáttanna um Beavis og Butthead og Svamp Sveinsson.Búast má við að ferlið við að koma Space Stallions að í sjónvarpi taki nokkur ár og kosti mikið fé. Strákarnir hafa þegar fengið þróunarstyrk frá Evrópusambandinu upp á um tíu milljónir króna. Í fyrra kynntu þeir teiknimyndina á Cartoon Forum í Toulouse og fengu mjög góð viðbrögð. „Þá var þetta á frekar hráu stigi en eftir sumarið verðum við búnir að vinna þetta betur.“ Í haust ætla Ágúst Freyr og Þorvaldur á sölurúnt um Bandaríkin en draumurinn er að koma Space Stallions að á þarlendum sjónvarpsstöðvum. „Þetta er allt eða ekkert-verkefni. Við viljum vera þar með þáttaröð.“ Söguþráður Space StallionsGeimfolarnir í allri sinni dýrð.Nafn seríunnar útleggst sem Geimfolarnir á íslensku og fjallar um hóp sem heldur út í geim til að bjarga alheiminum. Þættirnir eru í anda níunda áratugarins og eru ætlaðir fullorðnum. Þeir eru í raun skopstæling á teiknimyndum á borð við ThunderCats og He-Man en samt takast þeir á við nútímavandamál með nútímahúmor.
Tengdar fréttir Fengu hugmyndina að Geimgæðingum á barnum - áhuginn gríðarlegur "Hugmyndin kviknaði svona eiginlega á barnum,“ segir Þorvaldur S. Gunnarsson, leikstjóri Space Stallions sem á þriðja hundrað þúsund manns hafa barið augum á vefnum YouTube. Það er óhætt að segja að myndbandið, sem var útskrifaverkefni Þorvalds og sex manna hóps sem samanstendur af Íslendingum og Dönum, hafa slegið í gegn. 7. febrúar 2012 16:51 Útskriftarverkefni verður heil teiknimyndasería "Myndin var mjög áberandi og fólk talaði mikið um hana,“ segir leikstjórinn Þorvaldur S. Gunnarsson. 28. júní 2012 11:00 Geimgæðingar íslenskra listamanna slá í gegn á YouTube Útskriftaverkefni nokkurra Íslendinga í danska skólanum Animation Workshop í Viborg í Danmörku fer nú sigurför á YouTube. Þannig hafa hátt í þrjú hundruð þúsund manns horft á myndbandið frá því það var sett inn í síðustu viku. 7. febrúar 2012 14:36 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Fengu hugmyndina að Geimgæðingum á barnum - áhuginn gríðarlegur "Hugmyndin kviknaði svona eiginlega á barnum,“ segir Þorvaldur S. Gunnarsson, leikstjóri Space Stallions sem á þriðja hundrað þúsund manns hafa barið augum á vefnum YouTube. Það er óhætt að segja að myndbandið, sem var útskrifaverkefni Þorvalds og sex manna hóps sem samanstendur af Íslendingum og Dönum, hafa slegið í gegn. 7. febrúar 2012 16:51
Útskriftarverkefni verður heil teiknimyndasería "Myndin var mjög áberandi og fólk talaði mikið um hana,“ segir leikstjórinn Þorvaldur S. Gunnarsson. 28. júní 2012 11:00
Geimgæðingar íslenskra listamanna slá í gegn á YouTube Útskriftaverkefni nokkurra Íslendinga í danska skólanum Animation Workshop í Viborg í Danmörku fer nú sigurför á YouTube. Þannig hafa hátt í þrjú hundruð þúsund manns horft á myndbandið frá því það var sett inn í síðustu viku. 7. febrúar 2012 14:36