Lífið

Verðlaunagripinn má nota sem handlóð

Sigríður Heimisdóttir hannaði farandgripi fyrir Íslandsmeistaramóti í kraflyftingum. Gripurinn lítur út eins og lóð og má nota hann sem slíkan.
Sigríður Heimisdóttir hannaði farandgripi fyrir Íslandsmeistaramóti í kraflyftingum. Gripurinn lítur út eins og lóð og má nota hann sem slíkan. Fréttablaðið/Stefán
„Þar sem ég er með brennandi áhuga á hönnun þá blöskraði mér hvað verðlaunagripir eru stundum leiðinlega hefðbundnir, stórir og óspennandi. Ég bauðst því til þess að hanna verðlaunagrip fyrir Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum og reyndi að hafa hann bæði fallegan og nothæfan,“ segir vöruhönnuðurinn Sigríður Heimisdóttir sem hannaði þrjá farandbikara úr áli fyrir Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum sem fram fer á laugardag.

Verðlaunagripirnir líta út eins og handlóð og má nota þá sem slíka. „Þeir vega ekki nema 6,2 kíló þó þeir líti út fyrir að vera þyngri. En það pælingin er að fólk geti notað lóðin,“ segir hún.

Sigríður hóf sjálf að stunda kraftlyftingar fyrir rúmu ári og segir íþróttina vera hina mestu skemmtun. Hún kveðst þó ekki ætla að taka þátt í mótinu sjálfu. „Ég tek ekki þátt en ég ætla að fylgjast með því. Ég fylgdist með móti í fyrsta sinn í mars og fannst það alveg hryllilega gaman. Ég hvet fólk til þess að mæta á laugardag.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.