Fleiri fréttir

Um stund frá Valdimari

Önnur plata Valdimars Guðmundssonar og félaga í Suðurnesjasveitinni Valdimar hefur fengið nafnið Um stund og er hún væntanleg í október.

Fjölmiðlakonur í fjöri

Fjölmiðlakonur í fjöri Félag fjölmiðlakvenna hélt sitt árlega partí á laugardagskvöldið.

Vignir aðstoðar Stiller

Leikarinn Vignir Valþórsson er einn þeirra tvö hundruð Íslendinga sem starfa við nýjustu mynd Bens Stiller hér á landi, The Secret Life of Walter Mitty.

Kaldur dagur í helvíti

Fátt er verra fyrir spennutrylli en spennufall, en það er eiginlega besta orðið til að lýsa kvikmyndinni Frosti. Kynningarherferð myndarinnar lofaði nokkuð góðu þó hún hafi óneitanlega vakið upp minningar um Blair Witch-fyrirbærið sem tröllreið kvikmyndaiðnaðinum fyrir aldamót.

Frost býður á tökustað

Kvikmyndin Frost í leikstjórn Reynis Lyngdal , sem skartar þeim Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors í aðalhlutverkum, var frumsýnd í gærkvöldi og var margt um manninn í öllum útibúum Sambíóanna.

Eftirminnileg lokaathöfn í London

Ólympíuleikum fatlaðra lauk formlega í kvöld með eftirminnilegri lokaathöfn, þar sem fram komu Coldplay, Jay Z og Rihanna. Leikarnir hafa staðið yfir í ellefu daga. Skipuleggjendur leikanna voru ákaflega ánægðir með hvernig til tókst. "Þessir leikar hafa breytt okkur öllum um ókomna tíð,‟ sagði sir Phillip Craven, formaður alþjóða Ólympíunefndar fatlaðra.

Bjarni Siguróli hreppti annað sætið

Bjarni Siguróli Jakobsson varð í öðru sæti í matreiðslukeppninni "The Nordic Challenge“ í Árósum í Danmörku, sem fram fór í gær. Honum til aðstoðar var Sindri Geir Guðmundsson. Fram kemur á vefnum freisting.is að Jóhannes Steinn Jóhannesson matreiðslumaður sá um dómgæslu fyrir Ísland og var þar í hópi glæsilegra matreiðslumanna og blaðamanna. Það var Daninn Jonas Mikkelsen sem sigraði í keppninni.

Harry í herþjálfun í Afganistan

Harry, prins Breta, er um þessar mundir að ljúka við fyrsta stig í herþjálfun í Bastion í Afganistan. Harry kom til Afganistan á föstudag og mun byrja að fljúga Apache herþyrlum eftir nokkra daga. Búist er við því að hann muni í dag ljúka við tveggja daga námskeið í fyrstu hjálp, skotfærni og að bera kennsl á vegasprengjur.

Justin Timberlake ætlar að kaupa hlut í Memphis Grizzlies

Justin Timberlake hefur ákveðið að kaupa hlut í körfuboltaliðinu Memphis Grizzlies, sem leikur í NBA deildinni. Hann mun kaupa hlutinn í hópi með öðru fólki sem fjárfestirinn Robert Pera fer fyrir. Pera samþykkti í júní síðastliðnum að kaupa liðið fyrir 350 milljónir dala, en það samkomulag er háð samþykki eigenda NBA deildarinnar. Timberlake verur ekki fyrsta stórstjarnan til þess að eignast hlut í NBA liði því að rapparinn Jay-Z á hluta í Brooklyn Nets og leikarinn Will Smith á hlut í Philadelphia 76.

Fjölmenni á afmælishátíð Kringlunnar

Það var heilmikið um að vera í Kringlunni í gær þegar haldið var upp á 25 ára afmæli verslunarmiðstöðvarinnar við mikinn fögnuð. Verslanir voru opnar fram á rauða nótt. Ari Eldjárn og Björn Bragi voru á meðal þeirra sem skemmtu gestum en þeir voru með uppistand á bíógangi. Sambíóin í Kringlunni og Kringlan buðu í bíó á vel valdar myndir frá 1987 auk nýrra mynda. Kringlan var byggð árið 1987, að frumkvæði Pálma Jónssonar, eiganda Hagkaups en hefur stækkað og tekið miklum breytingum síðan þá.

Húsfyllir á haustkynningu Stöðvar 2

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Hörpu í kvöld var fjölmennt á haustkynningu Stöðvar 2. Gleðin var svo sannarlega við völd eins og sjá má. Gestir gæddu sér á veglegum veitingum á meðan frábær haustdagskrá Stöðvar 2 var kynnt. Sjónvarpsstjörnur stöðvarinnar létu sig ekki vanta og má þar nefna Bubba Morthens, Sveppa, Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, Friðriku Hjördísi Geirsdóttur, Loga Bergmann Eiðsson og Sindra Sindrason.

Er leikandi listir um allan heim

Þetta er það sem mér finnst skemmtilegast að gera. Ég hugsa að ég verði aldrei rík en bý við þá hamingju að hlakka til að fara í vinnuna á hverjum degi,“ segir Birta Benónýsdóttir um starfið sitt sem fimleikamaður í sirkus og heldur áfram að tíunda kosti þess. "Ég kynnist líka stöðugt nýju fólki og nýjum menningarheimum því starfinu fylgja mikil ferðalög og það eru líka þau sem heilla.“

Virðingarvottur til Kaffibarsins

„Við getum kallað verkið virðingavott til Kaffibarsins. Ég hef verið fastagestur þar í fimmtán ár eða lengur,“ segir listamaðurinn Arnar Snær Davíðsson sem málaði verk framan á barborð Kaffibarsins.

Þyngri og seinteknari Sudden

Hljómsveitin Sudden Weath-er Change vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Stop! Handgrenade In The Name of Crib Death? understand? sem kom út árið 2009 og var meðal annars útnefnd bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið á eftir.

Bara vinir?

Rihanna, 24 ára, hefur vissulega sagt að söngvarinn Chris Brown, 23 ára, sem beitti hana...

20 ára hjónabandssæla Sigga Hlö

"Við kynntumst á vinsælasta skemmtistað þess tíma, á Broadway við Álfabakka, árið 1988. Þá var ég sjóðheitur útvarpsmaður á næturvöktum á Stjörnunni FM 102,2. Við giftum okkur fjórum árum síðar og vorum ekkert að hika við þetta," segir útvarpsmaðurinn Siggi Hlö, stoltur eiginmaður og faðir, en hann hefur verið kvæntur Þorbjörgu Sigurðardóttur í hvorki meira né minna en tuttugu ár. Saman eiga þau börnin Hlöðver og Matthildi sem eru að verða 23 og 19 ára. Bylgjuball í Vodafone-höllinni Siggi hefur í nægu að snúast burtséð frá því að rækta hjónabandið því hann heldur "Veistu hver ég var - Bylgjuball" í Vodafone-höllinni annað kvöld. Þar ætlar útvarpsstjarnan að fagna með hlustendum þáttarins sem hefur verið á dagskrá Bylgjunnar í tæp fimm ár en þetta verður fyrsta stóra ball þáttarins. Ansi breiður hópur hlustar á þáttinn hans Sigga en kjarninn er 25-50 ára. "Það er ekki skylda að koma í 80´s-fatnaði en grifflur og ennisbönd, eitthvað smá, myndi gera kvöldið frábært," segir Siggi.

Þessar þóttu flottastar

Það var allt morandi í stórstjörnum á rauða dreglinum á árlegu MTV tónlistarhátíðinni í gær.

Zumba partý með Palla í Vodafone höll

Einstakur Zumba viðburður fer fram í Vodafone höllinni á morgun, laugardag, klukkan 13:30. Lífið forvitnaðist hjá Jóhanni Erni Ólafssyni dansara með meiru um hvað er að ræða: "Þarna verður geggjað stuð og án efa verður þetta stærsta dans-, fitness-, zumba- og partý ársins. Hundrað mínútur af dúndur zumba tónlist, Páll Óskar syngur vinsælustu lögin sín á meðan við kennararnir leiðum alla í gegnum zumba dansa í takt. Þarna verða líka trommarar og breikarar," segir Jóhann. Viðburður á Facebook Zumbapartý - Bylgjan.is Midi.is

Sindri heimsækir fagurkera

Sindri fer af stað með nýja lífsstílsþætti, Heimsókn, á Stöð 2 þann 15. september. Þar kíkir hann í heimsókn til fólks sem hefur ekki opnað dyr sínar fyrir almenningi áður og kynnist heimilisháttum þeirra og persónulegu lífi.

Stukku á tækifærið og opnuðu búð á mettíma

Íslenska barnafatamerkið Ígló opnar sína eigin búð í Kringlunni í dag. Þetta er fyrsta íslenska barnafatabúðin í Kringlunni og fjórða íslenska merkið sem rekur sína eigin búð í Kringlunni. Lífið spjallaði við þær kjarnakonur sem koma að opnuninni.

Hraðari, hressari og skemmtilegri

"Það er mikil tilhlökkun í mannskapnum að hefja nýjan vetur," segir Björn Bragi Arnarsson, stjórnandi sjónvarpsþáttarins Týnda kynslóðin, sem hefur göngu sína að nýju í kvöld, en hann naut mikilla vinsælda síðastliðinn vetur.

25 ára afmæli Cosmo

Eins og sjá má á myndunum leiddist engum í 25 ára afmæli tískuverslunarinnar Cosmo...

Helgaruppskriftin - Nautaframfile með parmesan

Gunnar Már Sigfússon einkaþjálfari og shape-námskeiðshaldari á Nordicaspa hefur starfað sem heilsuráðgjafi í 20 ár en hin frægu námskeið hans byrja aftur næstkomandi þriðjudag. Gunnar er sælkeri og deilir hér flottri uppskrift með Lífinu.

Sumarleg Sarah Jessica Parker

Leikkonan og tískuíkonið Sarah Jessica Parker mætti í sumarlegum kjól á hátíðlega athöfn sem tileinkuð var Oscar de la Renta...

Flott fyrsta plata Futuregrapher

LP er fyrsta plata Futuregraphers í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttskífur og EP-plötur, m.a. ambient-plötuna Tom Tom Bike sem kom út í fyrra (mjög flott) og plötuna Waterproof sem kom út í mars sl. en hana gerði hann í samstarfi við japanska tónlistarmanninn Gallery Six.

Ásdís Rán á leiðinni í sjónvarp

"Fram undan er þátttaka mín í sjónvarpsþættinum "VIP Big Brother“ í Búlgaríu. Þættirnir eru með sama stíl og Big Brother nema þar eru þátttakendurnir þekktir einstaklingar og er þetta vinsælasta sjónvarpsefnið hérna. Ég er búin að fá tilboð frá þeim og núna er bara verið að ræða reglur og skilmála. Ef allt gengur vel og ég skrifa undir þá fer ég inn í Big Brother-húsið eftir tvær vikur, Þetta ætti allt að koma í ljós á næstu dögum en eins og er eru 50/50 líkur þar sem ég er ekki sátt við alla skilmála. Framleiðslufyrirtækið velur þátttakendur árlega í þættina en þeir höfðu samband við mig í júní, þannig bauðst mér þetta tækifæri. Ég fékk áður tilboð fyrir tveimur árum með Garðari (Gunnlaugssyni) en það gekk ekki upp þá. Þátturinn virkar þannig að vikulega er einhver kosinn út úr þættinum af almenning. Ég er ekki viss hvort Íslendingar geti kosið en hugsa nú að það sé bara hægt að senda sms úr búlgörskum númerum,“ segir Ásdís Rán spurð um háværar sögusagnir um þátttöku hennar í sjónvarpsraunveruleikaþætti. Ætlar þú að flytja aftur heim til Íslands? "Varðandi að flytja aftur heim þá er það alltaf möguleiki. Ég er að skoða einhver viðskiptatækifæri sem gætu orðið skemmtileg ef ég kem heim og ég er alveg opin fyrir því en ég verð fyrst og fremst að geta gengið inn í eitthvað starf sem gefur mér laun til að lifa, annars er lítið varið í það fyrir mig að koma í einhverja óvissu þegar ég hef það gott hérna,“ segir Ásdís.

Heiður að fá að prófa leiklistina

Hallur Ingólfsson tónlistarmaður fer með hlutverk í spennumyndinni Frosti sem frumsýnd verður í kvöld. Þetta er þriðja kvikmyndahlutverk Halls sem segist hafa ofsalega gaman af því að spreyta sig á leiklistinni.

Við ysta haf

Tíminn hefur sett sitt mark á mannlífsminjar á Gjögri við Reykjarfjörð norður á Ströndum eins og myndir Vilhelms Gunnarssonar ljósmyndara bera vitni um.

Walter Mitty eða Mitt Romney?

Hollywood-stjörnurnar hafa verið landsmönnum hugleiknar undanfarin misseri og fjölmiðlar hafa verið duglegir að segja mismerkilegar fréttir af þeim stjörnum sem hér hafa dvalið. Í gærmorgun var stórstjarnan Ben Stiller til umræðu í morgunútvarpi Rásar 2.

Nafngreind í The Guardian

Fréttablaðið greindi frá því í ágúst að breska söngkonan Beth Orton hefði beðið leikstjórana Árna & Kinski og stílistann Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur um að vinna tónlistarmyndband fyrir sig.

Sjálfhverf samkoma eða tær snilld?

Reykjavík Dance Festival var skipulagt og hugsuð með nokkuð öðru sniði en undangegnin ár. Í stað þess að vera saman safn danssýninga þar sem áhorfendur mæta til að sjá dansara og danshöfunda sýna verk sín þá var hátíðin í heild sinni ein stór „kóreógrafía“ undir nafninu: A Series of Event.

Syngur aftur með Cave

Söngkonan Kylie Minogue hefur tekið upp nýja útgáfu af dúetti sínum með Nick Cave, Where the Wild Roses Grow.

Dr. Dre er ríkastur

Dr. Dre er ríkasti rappari heims, samkvæmt tímaritinu Forbes. Kappinn þénaði 110 milljónir dollara síðastliðið ár, eða um 13,5 milljarða króna.

Fjör á frumsýningu Frosts

Viðhafnarfrumsýning á kvikmyndinni Frost var haldin í Egilshöll á miðvikudagskvöld. Aðstandendur myndarinnar mættu á staðinn og horfðu á afraksturinn í góðra vina hópi.

Kate Boswoth trúlofuð

Leikkonan Kate Boswoth og unnusti hennar til langs tíma, Michael Polish eru nú trúlofuð.

Baulað á sýningu

Nýjasta kvikmynd Terrence Malick fékk vægast sagt slæmar móttökur við frumsýningu hennar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum um síðustu helgi.

Grennist hratt eftir skilnaðinn

Það tekur ávallt á líkamlega og andlega að skilja það vita allir sem upplifað hafa þá erfiðu reynslu. Þá á fólk það til að hrynja niður í þyngd eins og franska fyrirsætan Vanessa Paradis, 39 ára, sem skildi nýverið við leikarann og barnsföður sinn, Johnny Depp. Eins og sjá má á myndunum sem teknar voru af henni í Los Angeles í gærdag hefur Vanessa lagt af eftir að hún skildi en hún var gift Johnny í hvorki meira né minna en fjórtán ár. Fyrirsætan lét hafa eftir sér í tímaritinu Harper’s Bazaar: "Ástin er það sterkasta og jafnvel það viðkvæmasta sem er til í veröldinni. Ekkert er öruggt!" Þar er hún væntanlega að vitna í sambandið milli hennar og leikarans.

Óvinsæll skófatnaður

Rihanna hefur verið harðlega gagnrýnd af PETA-samtökunum fyrir að hafa klæðst stígvélum úr snákaskinni.

Pippa prúð á afmælinu

Systir hertogaynjunnar af Cambridge, Pippa Middleton, vekur athygli hvert sem hún mætir. Hún var klædd í gulan kjól á 29 ára afmælisdeginum sínum þegar hún mætti með slegið hárið á US Open - stórglæsileg að vanda...

Sjá næstu 50 fréttir