Lífið

Fjölmenni á afmælishátíð Kringlunnar

Björn Bragi og Nilli létu sig ekki vanta
Björn Bragi og Nilli létu sig ekki vanta
Það var heilmikið um að vera í Kringlunni í gær þegar haldið var upp á 25 ára afmæli verslunarmiðstöðvarinnar við mikinn fögnuð. Verslanir voru opnar fram á rauða nótt. Ari Eldjárn og Björn Bragi voru á meðal þeirra sem skemmtu gestum en þeir voru með uppistand á bíógangi. Sambíóin í Kringlunni og Kringlan buðu í bíó á vel valdar myndir frá 1987 auk nýrra mynda. Kringlan var byggð árið 1987, að frumkvæði Pálma Jónssonar, eiganda Hagkaups en hefur stækkað og tekið miklum breytingum síðan þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.