Lífið

Bjarni Siguróli hreppti annað sætið

JHH skrifar
Bjarni Siguróli laufléttur eftir keppnina.
Bjarni Siguróli laufléttur eftir keppnina.
Bjarni Siguróli Jakobsson varð í öðru sæti í matreiðslukeppninni „The Nordic Challenge" í Árósum í Danmörku, sem fram fór í gær. Honum til aðstoðar var Sindri Geir Guðmundsson. Fram kemur á vefnum freisting.is að Jóhannes Steinn Jóhannesson matreiðslumaður sá um dómgæslu fyrir Ísland og var þar í hópi glæsilegra matreiðslumanna og blaðamanna. Það var Daninn Jonas Mikkelsen sem sigraði í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.