Þyngri og seinteknari Sudden 8. september 2012 00:01 Strákarnir í SWC fylgja frumsmíðinni eftir með þyngri og dimmari plötu Hljómsveitin Sudden Weath-er Change vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Stop! Handgrenade In The Name of Crib Death? understand? sem kom út árið 2009 og var meðal annars útnefnd bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið á eftir. Nú, þremur árum eftir frumburðinn, er önnur plata hljómsveitarinnar í fullri lengd, Sculpture, komin út. Eins og á fyrri plötunni er tónlistin á Sculpture gítarrokk með auðheyranlegum bandarískum áhrifum. Þetta er samt ólík plata. Lagasmíðarnar á Sculpture eru þyngri og hljómurinn er dimmari. Sándið á plötunni er sérstaklega flott, en Ben Frost og Þorbjörn G. Kolbrúnarson sáu um upptökustjórnina. Sculpture er töluvert seinteknari heldur en Stop! Handgrenade?? en hún er síst verri. Þessi níu lög eru mislengi að koma til manns, fyrsta lagið Weak Design virkar til dæmis strax frá fyrstu hlustun á meðan önnur lög þurfa nokkur rennsli til að maður nái þeim að fullu. Á heildina litið er Sculpture flott rokkplata borin uppi af góðum lagasmíðum og frábæru sándi. Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Hljómsveitin Sudden Weath-er Change vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Stop! Handgrenade In The Name of Crib Death? understand? sem kom út árið 2009 og var meðal annars útnefnd bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið á eftir. Nú, þremur árum eftir frumburðinn, er önnur plata hljómsveitarinnar í fullri lengd, Sculpture, komin út. Eins og á fyrri plötunni er tónlistin á Sculpture gítarrokk með auðheyranlegum bandarískum áhrifum. Þetta er samt ólík plata. Lagasmíðarnar á Sculpture eru þyngri og hljómurinn er dimmari. Sándið á plötunni er sérstaklega flott, en Ben Frost og Þorbjörn G. Kolbrúnarson sáu um upptökustjórnina. Sculpture er töluvert seinteknari heldur en Stop! Handgrenade?? en hún er síst verri. Þessi níu lög eru mislengi að koma til manns, fyrsta lagið Weak Design virkar til dæmis strax frá fyrstu hlustun á meðan önnur lög þurfa nokkur rennsli til að maður nái þeim að fullu. Á heildina litið er Sculpture flott rokkplata borin uppi af góðum lagasmíðum og frábæru sándi.
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira