Er leikandi listir um allan heim 8. september 2012 15:00 Birta Benónýs er núna að æfa götuleikhússýningu sem gerist í strætó og verður frumsýnd í lok mánaðarins. Þetta er það sem mér finnst skemmtilegast að gera. Ég hugsa að ég verði aldrei rík en bý við þá hamingju að hlakka til að fara í vinnuna á hverjum degi," segir Birta Benónýsdóttir um starfið sitt sem fimleikamaður í sirkus og heldur áfram að tíunda kosti þess. „Ég kynnist líka stöðugt nýju fólki og nýjum menningarheimum því starfinu fylgja mikil ferðalög og það eru líka þau sem heilla." Birta býr í París og er heima akkúrat þá stundina sem símtalið fer fram. „Ég kom hingað í nótt og fer aftur á morgun. Ég er aldrei nema nokkra daga á sama stað heldur flakka á milli með sýningarflokkum um heiminn og þá er misjafnt hvort ég bý í húsvagni, hóteli eða einhvers staðar annars staðar. Síðasta ár fór ég til Marokkó, Búrkína Fasó og Fílabeinsstrandarinnar í Afríku. Í ár fór ég til Palestínu og næsta ár er það Ameríka og Suður-Ameríka. Svo náttúrlega ferðast ég mikið um allt Frakkland. Ég starfa með tveimur hópum, Les Studios de Cirque og Compagnie XY. Þeir eru eingöngu með atriði sem við notum mannslíkamann í. Það er mikil hefð fyrir þeirri list hér í Frakklandi og gríðarmörg fyrirtæki sem reka slíka sirkusa. Les Studios de Cirque er að setja upp nýja sýningu sem heitir Plume Attack og verður frumsýnd núna í lok september. Það er götuleikhús-sýning sem gerist í strætó. Við erum búin að breyta strætó, klippa hann í sundur og koma þar fyrir alls konar tólum og tækjum og svo hoppum við út um allt eins og vitleysingar. Markmiðið er að fara í gegnum borgir, þorp og bæi og vera með uppistand á götunum. Svo í október er ég að fara að taka við hlutverki í sýningu með Compagnie XY sem heitir Le Grand C sem er búin að vera ein vinsælasta sýningin hér í Frakklandi. Það er „hönd í hönd" sýning með 18 manns. Ég verð þar allt næsta árið og það verður nóg að gera. Það er með þeirri sýningu sem ég fer til Ameríku." Fékk tvöfalt brjósklosBirta er búin að vera í Frakklandi frá árinu 2007. Fór út gagngert til að læra sirkuslistir, fyrst allra Íslendinga. „Ég kom hingað til að fara í einn virtasta sirkusháskóla í Evrópu og bara í heiminum. Hann er í kampavínshéruðunum. Þetta er þriggja ára nám á háskólastigi þar sem hver og einn hefur sitt sérsvið en fær líka sinn skammt af heimspeki og sögu og öllu sem tilheyrir sviðslistum, svo sem dansi, leiklist og tónlist." Að leika listir á sveiflandi rólu í sjö metra hæð var í upphafi sérsvið Birtu. Það kallar hún „trapísu". Síðan tók annað sérsvið við. „Það er erfitt að útskýra þetta á íslensku, því orðaforðann yfir svona fyrirbæri vantar í málið! En ég varð sem sagt loftfimleikakona. Var með annarri stelpu sem hékk á hnjánum í sex metra hæð og kastaði mér út um allt. Núna vinn ég við að gera það sem kallað er „hönd í hönd". Það þýðir að ég hoppa ofan á annað fólk og vona að það grípi mig, stend á annarri hendi ofan á hausnum á einhverjum, eða er skotið upp á vegasalt og er gripin í fallinu en í loftinu fer ég í heljarstökk og skrúfur." Sem sagt í mestu áhættuatriðunum? „Já. Einhverra hluta vegna finn ég mig í því sem er hræðilegt og ég er skíthrædd við, virðist leita í það á kerfisbundinn hátt. Það er bara það sem mér finnst skemmtilegast að gera." Allt hefur gengið vel til þessa fyrir utan að á síðasta ári kveðst Birta hafa lent í tvöföldu brjósklosi og legið í rúminu í sex vikur. „Ég tók því rólega í smátíma á eftir og fór svo aftur af stað en verð að fara svolítið varlega með mig og ofgera ekki líkamanum. Það er samt dálítið erfitt þegar maður er að sýna á hverju kvöldi." Grunnurinn undir þetta ævintýralega starf var iðkun fimleika frá sex ára aldri. „Ég var búin að vera bæði hjá Ármanni og Gróttu og var í landsliðinu í fimleikum. Þannig að ég var með akróbatískan grunn. Svo var ég hoppandi og skoppandi í götuleikhúsinu hjá Hinu húsinu í nokkur ár og þegar ég var 18 ára fór ég á sirkusnámskeið á listahátíðinni LungA á Seyðisfirði. Þá komst ég að því að það væru til háskólar í þeim listum. Ég áttaði mig á að í sirkus tvinnast allt saman, dansinn, leiklistin og fleiri líkamlega krefjandi tjáningarform þannig að ég valdi auðvitað skóla þar sem ég gat staðið á höndum allan daginn!" segir hún hlæjandi „…og að geta svo fengið borgað fyrir að gera það sem mér fannst skemmtilegast, það var mikil uppgötvun." Á unnusta í öðrum sirkusEn nú er komið að því að tala um meinbugina á sirkuslífinu. Birta á nefnilega franskan unnusta sem hún getur ekki hitt nema endrum og eins því hann vinnur sem línudansari í öðrum sirkus. „Það er málið," segir hún. „Við erum hvort hjá sínu fyrirtækinu og sjáumst einu sinni í mánuði ef við erum heppin. Hann er búinn að vera í Englandi og ég í Suður-Frakklandi undanfarið en reynum að finna okkur stað og tíma til að hittast." Hún segir þau hafa verið saman í þrjú ár. „Við vorum upphaflega í sama skólanum og gátum hist á hverjum degi en svo þegar við erum byrjuð að vinna á fullu verður þetta púsl. Sem betur fer eigum við ekki börn enn þá, þá fyrst gæti þetta orðið svolítið flókið! Þó á ég marga vini í þessum bransa sem eiga börn. Þetta verður bara lífsstíll. Börnin alast upp úti um allt, tala ótal tungumál, eiga gott með að aðlagast og verða bara mjög vel heppnaðir einstaklingar. Þannig að það verður ekkert mál." Birta reynir að koma heim einu sinni á ári en segir stundum erfitt að finna tíma í það. „Ég verð þó að gera það til að halda við íslenskunni," segir hún. „Eins og þú heyrir er það ekki á hverjum degi sem ég tala íslensku og er farin að ryðga enda eru komin fimm ár síðan ég flutti. Fyrstu þrjú árin var þetta allt í lagi. Þá var ég líka að læra frönskuna almennilega. En það er erfiðara og erfiðara að koma heim og fólk hlær alltaf meira og meira að því hvað ég er komin með rosalegan hreim. Systir mín sem er fimmtán ára horfir á mig eins og ég sé alger hálfviti. „Af hverju talarðu svona?" segir hún. Ekki sér Birta fram á að koma heim í bráð til að starfa við sína grein en segir þó heilmikla þróun hafa átt sér stað hér frá því hún fór út. „Nú hafa fleiri fengið áhuga á sirkuslistum og eru farnir í nám," bendir hún á. „Svo er kominn Sirkus Íslands sem er að vinna gott starf." Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Þetta er það sem mér finnst skemmtilegast að gera. Ég hugsa að ég verði aldrei rík en bý við þá hamingju að hlakka til að fara í vinnuna á hverjum degi," segir Birta Benónýsdóttir um starfið sitt sem fimleikamaður í sirkus og heldur áfram að tíunda kosti þess. „Ég kynnist líka stöðugt nýju fólki og nýjum menningarheimum því starfinu fylgja mikil ferðalög og það eru líka þau sem heilla." Birta býr í París og er heima akkúrat þá stundina sem símtalið fer fram. „Ég kom hingað í nótt og fer aftur á morgun. Ég er aldrei nema nokkra daga á sama stað heldur flakka á milli með sýningarflokkum um heiminn og þá er misjafnt hvort ég bý í húsvagni, hóteli eða einhvers staðar annars staðar. Síðasta ár fór ég til Marokkó, Búrkína Fasó og Fílabeinsstrandarinnar í Afríku. Í ár fór ég til Palestínu og næsta ár er það Ameríka og Suður-Ameríka. Svo náttúrlega ferðast ég mikið um allt Frakkland. Ég starfa með tveimur hópum, Les Studios de Cirque og Compagnie XY. Þeir eru eingöngu með atriði sem við notum mannslíkamann í. Það er mikil hefð fyrir þeirri list hér í Frakklandi og gríðarmörg fyrirtæki sem reka slíka sirkusa. Les Studios de Cirque er að setja upp nýja sýningu sem heitir Plume Attack og verður frumsýnd núna í lok september. Það er götuleikhús-sýning sem gerist í strætó. Við erum búin að breyta strætó, klippa hann í sundur og koma þar fyrir alls konar tólum og tækjum og svo hoppum við út um allt eins og vitleysingar. Markmiðið er að fara í gegnum borgir, þorp og bæi og vera með uppistand á götunum. Svo í október er ég að fara að taka við hlutverki í sýningu með Compagnie XY sem heitir Le Grand C sem er búin að vera ein vinsælasta sýningin hér í Frakklandi. Það er „hönd í hönd" sýning með 18 manns. Ég verð þar allt næsta árið og það verður nóg að gera. Það er með þeirri sýningu sem ég fer til Ameríku." Fékk tvöfalt brjósklosBirta er búin að vera í Frakklandi frá árinu 2007. Fór út gagngert til að læra sirkuslistir, fyrst allra Íslendinga. „Ég kom hingað til að fara í einn virtasta sirkusháskóla í Evrópu og bara í heiminum. Hann er í kampavínshéruðunum. Þetta er þriggja ára nám á háskólastigi þar sem hver og einn hefur sitt sérsvið en fær líka sinn skammt af heimspeki og sögu og öllu sem tilheyrir sviðslistum, svo sem dansi, leiklist og tónlist." Að leika listir á sveiflandi rólu í sjö metra hæð var í upphafi sérsvið Birtu. Það kallar hún „trapísu". Síðan tók annað sérsvið við. „Það er erfitt að útskýra þetta á íslensku, því orðaforðann yfir svona fyrirbæri vantar í málið! En ég varð sem sagt loftfimleikakona. Var með annarri stelpu sem hékk á hnjánum í sex metra hæð og kastaði mér út um allt. Núna vinn ég við að gera það sem kallað er „hönd í hönd". Það þýðir að ég hoppa ofan á annað fólk og vona að það grípi mig, stend á annarri hendi ofan á hausnum á einhverjum, eða er skotið upp á vegasalt og er gripin í fallinu en í loftinu fer ég í heljarstökk og skrúfur." Sem sagt í mestu áhættuatriðunum? „Já. Einhverra hluta vegna finn ég mig í því sem er hræðilegt og ég er skíthrædd við, virðist leita í það á kerfisbundinn hátt. Það er bara það sem mér finnst skemmtilegast að gera." Allt hefur gengið vel til þessa fyrir utan að á síðasta ári kveðst Birta hafa lent í tvöföldu brjósklosi og legið í rúminu í sex vikur. „Ég tók því rólega í smátíma á eftir og fór svo aftur af stað en verð að fara svolítið varlega með mig og ofgera ekki líkamanum. Það er samt dálítið erfitt þegar maður er að sýna á hverju kvöldi." Grunnurinn undir þetta ævintýralega starf var iðkun fimleika frá sex ára aldri. „Ég var búin að vera bæði hjá Ármanni og Gróttu og var í landsliðinu í fimleikum. Þannig að ég var með akróbatískan grunn. Svo var ég hoppandi og skoppandi í götuleikhúsinu hjá Hinu húsinu í nokkur ár og þegar ég var 18 ára fór ég á sirkusnámskeið á listahátíðinni LungA á Seyðisfirði. Þá komst ég að því að það væru til háskólar í þeim listum. Ég áttaði mig á að í sirkus tvinnast allt saman, dansinn, leiklistin og fleiri líkamlega krefjandi tjáningarform þannig að ég valdi auðvitað skóla þar sem ég gat staðið á höndum allan daginn!" segir hún hlæjandi „…og að geta svo fengið borgað fyrir að gera það sem mér fannst skemmtilegast, það var mikil uppgötvun." Á unnusta í öðrum sirkusEn nú er komið að því að tala um meinbugina á sirkuslífinu. Birta á nefnilega franskan unnusta sem hún getur ekki hitt nema endrum og eins því hann vinnur sem línudansari í öðrum sirkus. „Það er málið," segir hún. „Við erum hvort hjá sínu fyrirtækinu og sjáumst einu sinni í mánuði ef við erum heppin. Hann er búinn að vera í Englandi og ég í Suður-Frakklandi undanfarið en reynum að finna okkur stað og tíma til að hittast." Hún segir þau hafa verið saman í þrjú ár. „Við vorum upphaflega í sama skólanum og gátum hist á hverjum degi en svo þegar við erum byrjuð að vinna á fullu verður þetta púsl. Sem betur fer eigum við ekki börn enn þá, þá fyrst gæti þetta orðið svolítið flókið! Þó á ég marga vini í þessum bransa sem eiga börn. Þetta verður bara lífsstíll. Börnin alast upp úti um allt, tala ótal tungumál, eiga gott með að aðlagast og verða bara mjög vel heppnaðir einstaklingar. Þannig að það verður ekkert mál." Birta reynir að koma heim einu sinni á ári en segir stundum erfitt að finna tíma í það. „Ég verð þó að gera það til að halda við íslenskunni," segir hún. „Eins og þú heyrir er það ekki á hverjum degi sem ég tala íslensku og er farin að ryðga enda eru komin fimm ár síðan ég flutti. Fyrstu þrjú árin var þetta allt í lagi. Þá var ég líka að læra frönskuna almennilega. En það er erfiðara og erfiðara að koma heim og fólk hlær alltaf meira og meira að því hvað ég er komin með rosalegan hreim. Systir mín sem er fimmtán ára horfir á mig eins og ég sé alger hálfviti. „Af hverju talarðu svona?" segir hún. Ekki sér Birta fram á að koma heim í bráð til að starfa við sína grein en segir þó heilmikla þróun hafa átt sér stað hér frá því hún fór út. „Nú hafa fleiri fengið áhuga á sirkuslistum og eru farnir í nám," bendir hún á. „Svo er kominn Sirkus Íslands sem er að vinna gott starf."
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira