Lífið

Justin Timberlake ætlar að kaupa hlut í Memphis Grizzlies

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Justin Timberlake ætlar að kaupa hlut í körfuboltaliði.
Justin Timberlake ætlar að kaupa hlut í körfuboltaliði.
Justin Timberlake hefur ákveðið að kaupa hlut í körfuboltaliðinu Memphis Grizzlies, sem leikur í NBA deildinni. Hann mun kaupa hlutinn í hópi með öðru fólki sem fjárfestirinn Robert Pera fer fyrir. Pera samþykkti í júní síðastliðnum að kaupa liðið fyrir 350 milljónir dala, en það samkomulag er háð samþykki eigenda NBA deildarinnar. Timberlake verur ekki fyrsta stórstjarnan til þess að eignast hlut í NBA liði því að rapparinn Jay-Z á hluta í Brooklyn Nets og leikarinn Will Smith á hlut í Philadelphia 76.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.