Fleiri fréttir

Sumarsmellur frá Þorvaldi

"Ég er svona skúffuskáld og lít fyrst og fremst á tónlistina sem skemmtilegt áhugamál,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem nýverið gaf út lagið Án minna vængja.

Hringir í Kravitz

Söngkonan Vanessa Paradis hefur leitað huggunar hjá fyrrum kærasta sínum, bandaríska söngvaranum Lenny Kravitz, eftir skilnað hennar og Johnny Depp. Paradis og Kravitz áttu í stuttu sambandi árið 1992, þegar þau unnu saman að gerð fyrstu plötunnar sem hún söng á ensku, og hafa haldið sambandi allar götur síðan. ?Áður en Vanessa hitti Johnny var Lenny stóra ástin í lífi hennar. Þó ástarsambandið hafi ekki varað lengi gerði vináttan það og því leitaði hún til Lennys eftir skilnaðinn. Hún vissi að Lenny væri til staðar fyrir hana á þessum erfiðu tímum,? hafði tímaritið The Enquirer eftir heimildarmanni.

Gerði myndband við dónalag Bam Margera

"Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt,“ segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum.

Fékk frelsi við hönnun E-label

Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hannar nýja línu fyrir tískumerkið E-label. Línan er væntanleg í haust og samkvæmt hönnuðinum sjálfum er hún ætluð konum sem vilja áberandi og öðruvísi föt. ?Forstöðumenn fyrirtækisins voru mjög hrifin af línunni sem ég sýndi á Reykjavík Fashion Festival í vetur og því var ég fengin til að hanna fyrir merkið. Línan sem ég gerði fyrir E-label er í raun

Erfiðleikar í sambandi

Justin Bieber og Selena Gomez eru að ganga í gegnum sambandsörðugleika ef marka má frétt Gossipcop.com. Parið hefur verið saman í á annað ár.

Safnadagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Íslenski safnadagurinn er í dag en þá vekja söfn um allt land athygli á starfsemi sinni. Dagskrá safnanna í dag er fjölbreytt og beri vitni um fjölbreytileika íslenskrar safnaflóru.

Kvikmyndadómur um Starbuck: Faðir vor

David Wozniak er sannkallaður samfélagsdragbítur. Hann stendur sig illa í vinnunni, ólétt kærastan er að gefast upp á honum og handrukkarar sitja um hann. Sem ungur maður vandi hann komur sínar í sæðisbanka og nú, um það bil 20 árum síðar, fær hann þær fregnir að hann sé faðir 533 barna. Ástæða þess að honum berast fregnirnar er sú að 142 barnanna hafa stefnt sæðisbankanum og krefjast þess að nafnleynd blóðföðurins verði aflétt.

Fyllir í skarð Ingó Veðurguðs

"Uppáhaldslagið er Bahama,“ segir Vestfirðingurinn Benedikt Sigurðsson en hann fékk Veðurguðina til að spila með sér á lokaballi Markaðsdaga í Bolungarvík, sem fer fram í kvöld. Hann mun því syngja prógramm sveitarinnar í stað Ingólfs Þórarinssonar, eða Ingó Veðurguðs.

Vel heppnuð tískuvika

Tískusýning hönnuðarins Sruli Recht var í fyrsta sinn liður af opinberri dagskrá herratískuvikunnar í París á dögunum. Sruli sýndi á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens.

Þriggja ára með stórafmæli

"Við spurðum hann bara hvað hann vildi gera í tilefni dagsins og þetta var það sem hann óskaði eftir. Við erum ekki með góðan garð heima hjá okkur og datt því í hug að hægt væri að nýta þetta fallega og skjólsæla svæði undir afmælisveisluna. Hann valdi svo sjálfur tónlistaratriðin,“ útskýrir Tanya Pollock, móðir hins þriggja ára gamla Francis Mosa sem heldur upp á afmæli sitt í Hjartagarðinum í dag. Foreldrar drengsins skipulögðu í samráði við hann svokallað "block party“ og munu sjö tónlistarmenn stíga á stokk í tilefni dagsins.

Miley heillar mág sinn

Luke Hemsworth, bróðir leikaranna Chris og Liams Hemsworth, segir fjölskylduna afar ánægða með kærustu þess síðarnefnda, Miley Cyrus. „Hún er yndisleg og börnin okkar dá hana. Hún heillaði okkur öll og mér finnst hún bæði áhugaverð og málefnaleg. Hún og Liam eru mjög lík og ég held að margir átti sig ekki á því að þau eru afskaplega ástfangin og þau eru góð saman," sagði Luke Hemsworth sem er leikari líkt og bræður hans og lék lengi í Nágrönnum.

Hvað veldur vinsældum erótískrar ástarsögu?

Önnur hver húsfrú í Bandaríkjunum er með erótísku ástarsöguna 50 shades of grey á náttborðinu hjá sér um þessar mundir. Sif Jóhannsdóttir hjá Forlaginu efast ekki um að bókin muni slá í gegn meðal íslenskra kvenna þegar hún kemur út í september á þessu ári.

Þungarokk í þorpum

"Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á,“ segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi.

Ferðamönnum boðið að gista á jökli í fyrsta skipti

"Þetta er í fyrsta sinn sem ferðamönnum gefst kostur á að eyða nótt uppi á íslenskum jökli," segir Pétur Haukur Loftsson, starfsmaður hjá Pure Adventures, en fyrirtækið skipuleggur ferðir upp á Langjökul í samstarfi við Add Ice. Fyrsta ferðin var farin á mánudag og var þá ekið á átta dekkja trukki upp á Langjökul frá skálanum Jaka, komið við í tjaldbúðum í um 1.200 metra hæð og því næst farið alla leið upp á topp jökulsins. Þaðan gátu ferðamennirnir notið útsýnis til allra átta áður en farið var aftur í búðirnar þar sem fólk fékk mat, drykk og gistingu í sérútbúnum jökultjöldum. Að sögn Péturs Hauks tekur ferðafólkið fullan þátt í þeim verkum sem þarf að inna af hendi í tjaldbúðunum og aðstoða þannig við eldamennsku og vatnssöfnun.

Harvey Weinstein gestgjafi hjá Evu Maríu

"Það var yndislegt af Harvey að vera gestgjafi opnunarinnar en hann hefur stutt okkur mikið í þessu verkefni,“ segir Eva María Daníels, kvikmyndaframleiðandi og stofnandi netgallerísins Gallery for the People, sem var með opnun á dögunum í Los Angeles. Eva María og félagi hennar, Ally Canosa, stofnuðu galleríið fyrr á þessu ári og er það einungis á netinu. Fjórum sinnum á ári er galleríið hins vegar með sýningar þar sem væntanlegum kaupendum gefst tækifæri til að skoða verkin með eigin augum. Síðasta sýning var haldin í Los Angeles í síðustu viku en þær voru svo heppnar að einn stærsti kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, Harvey Weinstein, var gestgjafi opnunarinnar. Hann hefur reynst Evu Maríu og Canosa vel eftir að þær opnuðu galleríið og fest kaup á nokkrum verkum.

Lay Low í einkaflugvél milli landshluta

"Eftir mikla leit á öllum vígstöðvum stökk Guðmundur Már Þorvarðarson, vinur Smára Tarfs, til og reddaði flugvél,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Rauðasandur Festival sem fer fram um helgina á Vestfjörðum.

Lói fyrir lengra komna

Sorrí Tobey Maguire, en nú sést það enn betur hvað þú varst lélegur Spædermann. Það bendir ýmislegt til þess að Kóngulóarmaðurinn eigi bjarta framtíð fyrir sér á þessum trausta grunni sem hér er byggður. Brellurnar eru fyrsta flokks og brandararnir til staðar. Það sem skiptir þó lykilmáli er að Lói er loksins orðinn bíóhetja sem haldandi er með.

BIN-hópurinn safnar undirskriftum fyrir Nasa

BIN-hópurinn hrindir af stað undirskriftasöfnun á netinu eftir helgi í þeirri von að stöðva framkvæmdir sem standa til í miðbænum. Framkvæmdirnar varða fyrirhugaðar breytingar þar sem breyta á gamla Landsímahúsinu og skemmtistaðnum Nasa í hótel. Nafnið BIN stendur fyrir Björgum Ingólfstorgi og Nasa og hefur hópurinn hist reglulega vegna málsins frá árinu 2009. Meðal þeirra 12 sem skipa kjarna hópsins eru söngvarinn Páll Óskar og Halla Bogadóttir, kennd við verslunina Kraum. Nú þegar hefur nokkrum undirskriftalistum verið komið af stað vegna málsins en engum á vegum BIN-hópsins.

Helgi með fimm plötur á topp 20

"Ertu ekki að grínast. Ég er bara í sjokki, hefur þetta nokkurn tíman gerst áður?“ spyr auðmjúkur Helgi Björnsson þegar blaðamaður náði af honum tali og tilkynnti honum um þann frábæra árangur hans að eiga fimm plötur á topp 20 lista Tónlistans yfir söluhæstu plötur landsins.

Reddaði Bíó Paradís nýju myndinni um Glastonbury

Bíó Paradís byrjar að sýna heimildarmyndina Glastonbury The Movie (In Flashback) í kvöld. Um er að ræða endurgerð á myndinni frá árinu 1995, unnin úr hrátökum og tekin upp að nýju að hluta til. Myndin fjallar um tónlistarhátíðina Glastonbury, sem er ein stærsta tónlistarhátíð heims, sumarið 1993 og fram kemur fjöldi listamanna og hljómsveita, þar á meðal Lemonheads og Dexter Fletcher.

Fluttu inn í hús morðingja

Daniel Craig og Rachel Weisz leika hjón í þrillernum Dream House sem var frumsýndur í íslenskum bíóhúsum í gær. Myndin fjallar um fjölskyldu sem flytur inn í draumahúsið sitt og sér fyrir sér hið fullkomna líf í litlum smábæ. Hlutirnir reynast þó ekki eins góðir og útlit var fyrir þegar þau komast að því að maður hafi drepið konu sína og tvær dætur í húsinu. Þegar fjölskyldan fer að verða vör við undarlega atburði ákveður persóna Craig að leita sér meiri upplýsinga um málið. Með aðstoð nágrannakonu sinnar, leikinni af Naomi Watts, kemst hann að því að ekkert er eins og það sýnist.

Spiderman snýr aftur

Hasarmyndin The Amazing Spider-Man var frumsýnd í gærkvöldi. Kvikmyndin hefur hlotið góða dóma frá gagnrýnendum sem og áhorfendum. Þetta er fjórða kvikmyndin sem fjallar um ævintýri ofurhetjunnar og fá áhorfendur að kynnast áður óþekktum hliðum hennar og verða vitni að tilurð hennar. Í kvikmyndinni tekst Köngulóarmaðurinn á við ómennið The Lizard sem hyggst breyta öllum íbúum New York-borgar í eðlur.

Paris Hilton réðst á ljósmyndara

Paris Hilton réðst á ljósmyndara í síðustu viku með þeim afleiðingum að hann slasaðist á handlegg og höfði. Hilton var á leið í bifreið sína eftir að hafa verið að skemmta sér og varð ósátt þegar hún varð vör við að verið væri að mynda hana. „Ég sá Paris og mundaði myndavélina. Ég bjóst alls ekki við því að hún mundi ráðast á mig með þessum hætti," sagði Billy Barrera.

Þetta er frekar melódískt verk og lætur vonandi þægilega í eyrum

Hafdís Bjarnadóttir rafgítarleikari er staðartónskáld Sumartónleika Skálholtskirkju þetta árið. Nýtt verk eftir hana verður frumflutt á laugardag af sönghópnum Hljómeyki og tveimur gítarleikurum. Hún er nýlega vöknuð á hinum helga stað þegar við sláum á þráðinn til hennar. "Ég hef búið hér í Skálholti þessa viku og það er alveg yndislegt. Maður kemst í svo góð tengsl við sjálfan sig og tónlistina að vera svona uppi í sveit. Þá er ekkert verið að taka til í geymslunni eða láta glepjast af annarri vitleysu. Ég nota líka sénsinn og hvíli Facebook á meðan," segir Hafdís Bjarnadóttir, gítarleikari og staðartónskáld Skálholts, glaðlegri röddu. Ný tónlist eftir hana verður frumflutt í Skálholtskirkju á laugardaginn við ljóð eftir Einar Má Guðmundsson. Sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Mörtu G. Halldórsdóttur flytur og Hafdís sjálf og Ragnar Emilsson spila með á rafgítara.

Elskar stefnumótasíður en er of fræg til að taka þátt

Leikkonunni Milu Kunis finnst fátt skemmtilegra en að skoða stefnumótasíður í góðra vina hópi. Sjálf segist hún þó ekki geta nýtt sér þjónustu slíkra síðna sökum frægðar sinnar. "Ein vinkona mín kynntist unnusta sínum í gegnum slíka síðu og allar hinar eru áskrifendur að svipuðum síðum. Mér finnst þetta frábært, ég fer á Netið og vel karlmenn með þeim. Við fáum okkur vín og skoðum karlmenn og sendum sumum skilaboð. Ég mundi skrá mig þarna inn ef ég væri ekki sú sem ég er. Ég get ekki farið á stefnumót því ég er aldrei nógu lengi á sama staðnum til að geta átt í sambandi," sagði leikkonan í viðtali við Elle Uk.

Katrín fer í lagningu þrisvar í viku

Katrín hertogaynja af Cambridge er mikið í mun að skarta fallegu hári og heimsækir þess vegna hárgreiðslustofuna sína þrisvar í viku. Katrín hefur verið með sama hárgreiðslumann í tíu ár en hún vill ekki fá hárgreiðslumanninn sinn heim til sín eins og venjan er hjá ríka og fræga fólkinu í Bretlandi. "Katrínu finnst gaman að gera sér ferð á stofuna því henni líður vel þar og þekkir alla,“ segja heimildir blaðsins US Weekly sem greinir frá þessum venjum hertogaynjunnar. Einnig kemur fram að Katrín láti blása hár sitt í hvert sinn en það var hárgreiðslustofan, Richard Wards í London, sem sá um að greiða henni á brúðkaupsdaginn í fyrra.

Sóldögg malar eins og köttur

Hljómsveitin Sóldögg kemur saman eftir ellefu ára hlé á Bestu útihátíðinni um helgina. Bergsveinn Arilíusson söngvari segir mikla eftirvæntingu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima. Ástæðuna fyrir endurkomunni segir Bergsveinn vera tvíþætta. "Annars vegar fannst okkur við aldrei hafa kvatt aðdáendur okkar og hins vegar var stór hópur af krökkum sem keyptu plöturnar okkar of ungur til að mæta á tónleika með okkur og það skipti okkur máli. Það fékk okkur til að segja: "Let's do it! Komum saman eitt fallegt sumarkvöld á fallegum stað." Við hlökkum mjög mikið til að "feisa" fólkið og það er engin lygi," segir Bergsveinn.

Ein á móti Vísindakirkjunni

Vísindakirkjan er talin leika lykilhlutverk í skilnaði Tom Cruise og Katie Holmes. Cruise er áhrifamaður innan kirkjunnar en Holmes var sögð hafa alltaf verið með fyrirvara gagnvart Vísindakirkjunni og hennar trú. Katie Holmes kom heimsbyggðinni á óvart er hún sótti um skilnað við Tom Cruise í síðustu viku. Cruise var hér við tökur á Oblivion en hjónin gengu hönd í hönd um miðbæ Reykjavíkur aðeins nokkrum dögum áður er þau fögnuðu bandaríska feðradeginum með sex ára dóttur sinni Suri.

Jeppaferðir hafa aldrei verið vinsælli

Jeppaferðir hafa færst mjög í aukana á undanförnum árum. Sífellt fleiri fyrirtæki skjóta upp kollinum sem bjóða upp á ferðir um landið á fjallajeppum, en það eru helst útlendingar sem sækja ferðirnar. „Þegar við vorum að byrja í þessum bransa fyrir sautján árum voru kannski tvö eða þrjú fyrirtæki í þessu en nú eru þau orðin svo mörg að ég hef enga tölu á því," segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi um jeppaferðir á Íslandi.

Íslensk útgáfa af Master Chef í loftið í lok ársins

Skráning í íslenska útgáfu af MasterChef er hafin á Stod2.is og er 1 milljón króna í verðlaunafé. "Matreiðsluþættir virðast alltaf hitta í mark hér á landi, hjá ungum sem öldnum,“ segir Þór Freysson, framleiðandi hjá Saga Film og hvetur alla áhuga- og ástríðukokka að skrá sig til leiks. Þættirnir verða á dagskrá Stöðvar 2 í lok árs.

Tom Cruise spjallar við Leno í kvöld

Stórleikarinn Tom Cruise mun koma fram í spjallþætti Jay Leno á NBC í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu þáttarins. Það hefur gengið á ýmsu hjá Cruise. Hann fór af landi brott á mánudag eftir að tökum á myndinni Oblivion lauk hér við Veiðivötn. Á meðan Cruise var staddur hér á landi fékk hann tilkynningu um að eiginkona hans, Katie Holmes, krefðist skilnaðar og fulls forræðis yfir Suri, sex ára dóttur þeirra. Líklegast mun Cruise ræða bæði skilnaðinn og kvikmyndatökurnar hér á Íslandi við Leno.

Tónleikaröð Kjuregej

Listakonan Kjuregej Alexandra Argunova ætlar að halda þrenna tónleika í Norðausturkjördæmi á næstu dögum ásamt félögum sínum Charles Ross, Halldór Warén og Sunchana Slamning. Tónleikaröðin hefst í Sláturhúsinu Egilsstöðum í kvöld, fimmtudaginn 5. júlí, en Kjuregej er heiðursgestur Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði og mætir þar á laugardaginn klukkan 21. Á sunnudaginn mun Kjuregej-flokkurinn halda tónleika í kirkjunni í Möðrudal á Fjöllum. Það er við hæfi því landslagið á Fjöllum minnir á hásléttur Jakútíu sem Kjuregej er frá.

Þessi afmarkaða stund

Ansi hreint góð ljóðabók, þar sem allir bestu kostir skáldsins Braga Ólafssonar njóta sín. Bragi er hæglátur og heillandi höfundur. Hann hefur þetta „eitthvað“ sem veldur því að maður staldrar alltaf við, til að fylgjast með og lesa það sem hann skrifar. Hingað til sýnist mér hann hafa nýtt tíma sinn vel og hann er vinsamlegast beðinn að halda því áfram. Og yrkja.

Sveppir bæta heilsu

Heilsa Íbúar á norðurhveli jarðar þjást gjarnan af D-vítamínskorti á veturna sökum sólarleysis. Sveppir geta átt bót í máli því þeir eru sagðir draga í sig D-vítamín fái þeir svolítið af sól.

Gylfi trendaði á Twitter

Fótboltakappinn Gylfi Sigurðsson skrifaði undir samning við breska úrvalsdeildarliðið Tottenham í gær, eins og fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá. Notendur samskiptasíðunnar Twitter voru afar duglegir við að ræða um málefni Gylfa í gær, svo duglegir að nafn hans var á lista yfir umtöluðustu málefni síðunnar í Bretlandi og á heimsvísu á tímabili. Það þarf vart að taka fram að Twitter er á meðal vinsælustu samskiptasíðna heims með tugi milljónir notenda um allan heim.

Raf olli ekki vonbrigðum

Hönnuðurinn Raf Simons þótti standa sig með prýði þegar hann frumsýndi fyrstu hátískulínu sína á tískuvikunni í París. Simons tók við sem yfirhönnuður Dior tískuhússins eftir að John Galliano lét af störfum.

Dredd í þrívídd

Ný þrívíddarkvikmynd um Dredd dómara er væntanleg í kvikmyndahús í september á þessu ári. Myndin skartar nýsjálenska leikaranum Karl Urban í aðalhlutverki. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að Dredd og lærlingi hans, Anderson, er skipað að taka á glæpahring hinnar harðsvíruðu og valdamiklu Ma-Ma. Fyrst þarf Dredd þó að brjóta sér leið í gegnum vel varið háhýsi til að koma höndum yfir glæpakvendið.

Ligeglad íslensk Hróarskelduhátíð

"Við viljum hafa þetta svolítið ligeglad, eins og maður segir. Mestu máli skiptir að skemmta okkur sjálfum og öðrum,“ segir Dagmar Erla, vaktstjóri á Dönsku kránni, um Hróarskelduhátíðina sem hefst þar í kvöld og stendur út sunnudaginn.

Hlátur og mikil dramatík

Útvarpskonan Guðrún Dís Emilsdóttir mun stýra sjónvarpsþættinum Flikk-Flakk sem hefur göngu sína á RÚV annað kvöld. Gunna Dís er betur þekkt sem annar tveggja umsjónarmanna útvarpsþáttarins Virkir morgnar á Rás 2. Í sjónvarpsþættinum ferðast fjórir hönnuðir með Gunnu Dís um landið og breyta niðurníddum hafnarsvæðum í falleg torg. Íbúar bæjanna sjá svo um að framkvæma breytingarnar og hafa til þess tvo daga. Gunna Dís hefur áður verið kynnir í beinum útsendingum Sjónvarpsins en þetta er fyrsta stóra verkefnið sem hún tekur að sér fyrir RÚV.

Gefa út nýtt túristablað á frönsku

"Flestir Frakkar skilja ekki ensku og við viljum útskýra fyrir þeim íslenska menningu í raun og veru og sleppa öllum klisjum,“ segir Lea Gestsdóttir Gayet sem gaf út fyrsta tölublað fríblaðsins Le Pourquoi Pas? síðasta föstudag. Blaðið er ætlað frönskumælandi ferðalöngum en Leu hefur þótt skorta slíkt rit. "Þetta er ætlað fólki til dæmis frá Frakklandi, Sviss, Belgíu og Kanada. Ég hef líka tekið eftir Ítölum og Spánverjum að lesa blaðið en þeir skilja margir frönsku mun betur en ensku,“ segir Lea og nefnir Grapevine máli sínu til stuðnings um mikilvægi fríblaða sem fjalla um íslenska menningu á erlendu tungumáli.

Vanessa Paradis bitur og sár

Þó svo að leikkonan Amber Heard eigi kærustu virðist hún hafa átt hlut í skilnaði Johnny Depp og Vanessu Paradis. Parið tilkynnti í síðasta mánuði að þau væri að hætta saman eftir 14 ára sambúð.

Katie og Suri ánægðar saman

Katie Holmes og dóttir hennar Suri Cruise fengu sér ís saman í gærkvöldi. Mægðurnar voru ánægðar að sjá þrátt fyrir miklar breytingar á lífi þeirra síðustu daga.

Kim Kardashian og Kanye West stálu senunni

Ekki er sjaldgjæft að sjá Hollywoodstjörnur mæta á tískusýningar. Sjaldan hefur þó viðvera stórstjarnanna Kim Kardashian og kærasta hennar Kanye West, verið jafn mikill senuþjófur og þegar þau mættu á tískusýningu Stephane Rolland í París á dögunum.

Sjá næstu 50 fréttir